22. maí 2014 kl. 07:30,
2. hæð Helgafell
Fundinn sátu
- Bryndís Haraldsdóttir (BH) formaður
- Hafsteinn Pálsson (HP) 1. varamaður
- Þórður Björn Sigurðsson 1. varamaður
- Jónas Sigurðsson (JS) áheyrnarfulltrúi
- Karl Tómasson áheyrnarfulltrúi
- Haraldur Sverrisson bæjarstjóri
- Stefán Ómar Jónsson (SÓJ) bæjarritari
Fundargerð ritaði
Stefán Ómar Jónsson bæjarritari
Dagskrá fundar
Almenn erindi
1. Ósk um umsögn að tillögu að starfsleyfi fyrir Sorpu bs.201304249
Minnisblað umhverfissviðs Mosfellsbæjar vegna nýs starfsleyfis fyrir urðunarstað SORPU bs. í Álfsnesi lagt fyrir bæjarráð. Áætlaður er kynningarfundur í Listasal þann 27. maí næstkomandi.
Undir þessum dagskrárlið var mættur Tómas G. Gíslason (TGG) umhverfisstjóri.
Samþykkt með þremur atkvæðum að gera þá athugasemd að tímalengd starfsleyfis taki mið af því eigendasamkomulagi SORPU bs. sem liggur fyrir og samþykkt var af þeim sveitarfélögum sem byggðarsamlagið reka, en þar er gert ráð fyrir að urðun verði hætt í Álfsnesi innan fjögurra til fimm ára.
2. Lýðræðisstefna Mosfellsbæjar201206254
Lögð fram greinargerð Lýðræðisstefnu vegna 2013.
Undir þessum dagskrárlið voru mætt Tómas G. Gíslason (TGG) umhverfisstjóri og Aldís Stefánsdóttir (AS) forstöðumaður upplýsinga- og þjónustumála.
Aldís og Tómas fóru yfir og svöruðu spurningum varðandi framlagða greinargerð um lýðræðisstefnu vegna ársins 2013.
Umræður fóru fram um greinargerðina og var hún lögð fram.3. Nýr skóli við Æðarhöfða201403051
Óskað er eftir heimild bæjarráðs til þess að viðhafa verðkönnun og útboð vegna jarðvinnu sem og flutning skólastofa frá skólalóð Lágafellsskóla á lóð við Æðarhöfða.
Samþykkt með þremur atkvæðum að heimila umhverfissviði að viðhafa verðkönnun vegna jarðvinnu og fyllingar undir mannvirki, annars vegar, og flutningi stofanna á lóð við Æðarhöfða, hins vegar.
4. Erindi Skúla Thorarensen varðandi lögheimili að Laut201404103
Skúli Thorarensen óskar eftir því að fá að skrá lögheimili sitt að Laut í Mosfellsbæ.
Samþykkt með þremur atkvæðum að heimila skráningu lögheimilis að Laut við Varmá.
5. Erindi Alþingis varðandi umsögn um frumvarp til laga um opinber fjármál201405156
Erindi Alþingis varðandi umsögn um frumvarp til laga um opinber fjármál, 508. mál.
Erindið lagt fram.