Hoppa í meginmál
mos.is - Forsíða

6. júní 2014 kl. 16:30,
2. hæð Helgafell


Fundinn sátu

  • Karl Tómasson Forseti
  • Hafsteinn Pálsson (HP) 1. varaforseti
  • Kolbrún G Þorsteinsdóttir (KGÞ) 2. varaforseti
  • Bryndís Haraldsdóttir (BH) aðalmaður
  • Haraldur Sverrisson aðalmaður
  • Jón Jósef Bjarnason (JJB) aðalmaður
  • Jónas Sigurðsson (JS) aðalmaður
  • Stefán Ómar Jónsson (SÓJ) framkvæmdastjóri stjórnsýslusviðs

Fundargerð ritaði

Stefán Ómar Jónsson bæjarritari


Dagskrá fundar

Almenn erindi

  • 1. Nýr skóli við Æð­ar­höfða201403051

    Óskað er heimildar bæjarstjórnar til þess að semja um jarðvinnu vegna nýs útibús við Æðarhöfða. Erindið kemur frá bæjarráði til afgreiðslu.

    Sam­þykkt með sex at­kvæð­um gegn einu að heim­ila um­hverf­is­sviði að ganga til samn­inga við lægst­bjóð­anda Fag­verk ehf.


    Til­laga bæj­ar­full­trúa Íbúa­hreyf­ing­ar­inn­ar.
    Þau vinnu­brögð sem við­höfð eru hjá Mos­fells­bæ við verðk­ann­an­ir eru að mínu mati ekki lík­leg­ar til þess að ná þeim ár­angri að fá besta ver­ið eða bestu gæð­in.
    Ég legg því til að verklag við verðk­ann­an­ir verði breytt þann­ig að til­kynnt er á vef bæj­ar­ins að til standi að gera verð­könn­un, jafn­framt sé þess get­ið til hverja verði leitað og hvers vegna og þess get­ið að að­r­ir geti óskað eft­ir sömu gögn­um og feng­ið að gera verð­til­boð. Komi upp ósk um að Mos­fells­bær bæti fyr­ir­tæki á list­ann sem haft er sér­stak­lega sam­band við, þarf að verða við þeirri ósk ef ekki eru rök­studd­ar ástæð­ur til þess að gera það ekki.
    Ekki þarf að gera verð­könn­un þeg­ar bær­inn er að­ili að ramma­samn­ingi sem fell­ur und­ir verk­ið, þá ber að leita til þeirra eru að­il­ar að samn­ingn­um og bjóða lægst verð og geta sinnt verk­efn­inu nema rök­studd­ar ástæð­ur eru fyr­ir öðru.

    Máls­með­ferð­ar­til­laga kom fram um að vísa til­lög­unni til um­hverf­is­sviðs.

    Fram kom önn­ur máls­með­ferð­ar­til­laga um að vísa til­lög­unni til bæj­ar­rás og var hún fyrst tekin til af­greiðslu og felld með sex at­kvæð­um gegn einu at­kvæði.

    Því næst var tekin til af­greiðslu fyrri máls­með­ferð­ar­til­lag­an um að vísa til­lög­unni til um­hverf­is­sviðs og var hún sam­þykkt með sex at­kvæð­um gegn einu at­kvæði.

    • 2. Er­indi bæj­ar­stjórn­ar­manns Jóns Jós­efs Bjarna­son­ar varð­andi til­legg í sjóð201406068

      Erindi bæjarstjórnarmanns Jóns Jósefs Bjarnasonar varðandi að jafnvirði þess sem það hefði kostað bæjarsjóð að greiða kvöldverð renni í sjóð til styrktar Mosfellingum sem lenda í því að heimili þeirra verði boðin upp.

      Er­indi bæj­ar­stjórn­ar­manns Jóns Jós­efs Bjarna­son­ar varð­andi að jafn­virði þess sem það hefði kostað bæj­ar­sjóð að greiða kvöld­verð renni í sjóð til styrkt­ar Mos­fell­ing­um sem lenda í því að heim­ili þeirra verði boð­in upp.

      Til­lag­an borin upp og felld með sex at­kvæð­um gegn einu at­kvæði.

      Fleira var ekki gert. Fundi slitið kl.