6. júní 2014 kl. 16:30,
2. hæð Helgafell
Fundinn sátu
- Karl Tómasson Forseti
- Hafsteinn Pálsson (HP) 1. varaforseti
- Kolbrún G Þorsteinsdóttir (KGÞ) 2. varaforseti
- Bryndís Haraldsdóttir (BH) aðalmaður
- Haraldur Sverrisson aðalmaður
- Jón Jósef Bjarnason (JJB) aðalmaður
- Jónas Sigurðsson (JS) aðalmaður
- Stefán Ómar Jónsson (SÓJ) framkvæmdastjóri stjórnsýslusviðs
Fundargerð ritaði
Stefán Ómar Jónsson bæjarritari
Dagskrá fundar
Almenn erindi
1. Nýr skóli við Æðarhöfða201403051
Óskað er heimildar bæjarstjórnar til þess að semja um jarðvinnu vegna nýs útibús við Æðarhöfða. Erindið kemur frá bæjarráði til afgreiðslu.
Samþykkt með sex atkvæðum gegn einu að heimila umhverfissviði að ganga til samninga við lægstbjóðanda Fagverk ehf.
Tillaga bæjarfulltrúa Íbúahreyfingarinnar.
Þau vinnubrögð sem viðhöfð eru hjá Mosfellsbæ við verðkannanir eru að mínu mati ekki líklegar til þess að ná þeim árangri að fá besta verið eða bestu gæðin.
Ég legg því til að verklag við verðkannanir verði breytt þannig að tilkynnt er á vef bæjarins að til standi að gera verðkönnun, jafnframt sé þess getið til hverja verði leitað og hvers vegna og þess getið að aðrir geti óskað eftir sömu gögnum og fengið að gera verðtilboð. Komi upp ósk um að Mosfellsbær bæti fyrirtæki á listann sem haft er sérstaklega samband við, þarf að verða við þeirri ósk ef ekki eru rökstuddar ástæður til þess að gera það ekki.
Ekki þarf að gera verðkönnun þegar bærinn er aðili að rammasamningi sem fellur undir verkið, þá ber að leita til þeirra eru aðilar að samningnum og bjóða lægst verð og geta sinnt verkefninu nema rökstuddar ástæður eru fyrir öðru.Málsmeðferðartillaga kom fram um að vísa tillögunni til umhverfissviðs.
Fram kom önnur málsmeðferðartillaga um að vísa tillögunni til bæjarrás og var hún fyrst tekin til afgreiðslu og felld með sex atkvæðum gegn einu atkvæði.
Því næst var tekin til afgreiðslu fyrri málsmeðferðartillagan um að vísa tillögunni til umhverfissviðs og var hún samþykkt með sex atkvæðum gegn einu atkvæði.
2. Erindi bæjarstjórnarmanns Jóns Jósefs Bjarnasonar varðandi tillegg í sjóð201406068
Erindi bæjarstjórnarmanns Jóns Jósefs Bjarnasonar varðandi að jafnvirði þess sem það hefði kostað bæjarsjóð að greiða kvöldverð renni í sjóð til styrktar Mosfellingum sem lenda í því að heimili þeirra verði boðin upp.
Erindi bæjarstjórnarmanns Jóns Jósefs Bjarnasonar varðandi að jafnvirði þess sem það hefði kostað bæjarsjóð að greiða kvöldverð renni í sjóð til styrktar Mosfellingum sem lenda í því að heimili þeirra verði boðin upp.
Tillagan borin upp og felld með sex atkvæðum gegn einu atkvæði.