Hoppa í meginmál
mos.is - Forsíða

4. júní 2014 kl. 17:50,
2. hæð Helgafell


Fundinn sátu

  • Bryndís Haraldsdóttir (BH) formaður
  • Hafsteinn Pálsson (HP)
  • Jón Jósef Bjarnason (JJB) aðalmaður
  • Jónas Sigurðsson (JS) áheyrnarfulltrúi
  • Karl Tómasson áheyrnarfulltrúi
  • Haraldur Sverrisson bæjarstjóri
  • Stefán Ómar Jónsson (SÓJ) bæjarritari

Fundargerð ritaði

Stefán Ómar Jónsson bæjarritari


Dagskrá fundar

Almenn erindi

  • 1. Er­indi Sigrún­ar Páls­dótt­ur varð­andi sam­ráð við um­hverf­is­nefnd201310161

    Erindi varðandi hlutverk umhverfisnefndar þegar kemur að framkvæmdum á opnum svæðum og svæðum sem njóta hverfisverndar. Samantekt unnin skv. samþykkt bæjarstjórnar á 623. fundi sínum.

    Sam­an­tekt­in og minn­is­blað fram­kvæmda­stjór­an um­hverf­is­sviðs og um­hverf­is­stjóra lögð fram.

    • 2. Nýr skóli við Æð­ar­höfða201403051

      Óskað er heimildar bæjarráðs til þess að semja um jarðvinnu vegna nýs útibús við Æðarhöfða.

      Til­laga Jóns Jós­efs Bjarna­son­ar um að fresta ákvarð­ana­töku og end­ur­taka verð­könn­un­ina borin upp og felld með tveim­ur at­kvæð­um gegn einu at­kvæði.

      Sam­þykkt með tveim­ur at­kvæð­um gegn einu að heim­ila um­hverf­is­sviði að ganga til samn­inga við lægst­bjóð­anda Fag­verk ehf.

      • 3. End­ur­bæt­ur Vatns­veitu Mos­fells­bæj­ar201405143

        Lögð er fram skýrsla um endurbætur á Vatnsveitu Mosfellsbæjar þar sem settar eru fram tillögur um úrbætur og framkvæmdir árin 2014-2019.

        Er­ind­inu frestað.

        • 4. Er­indi Sig­urð­ur Arn­ars Árna­son­ar varð­andi fram­kvæmd­ir á bíla­stæði201405303

          Erindi Sigurður Arnars Árnasonar varðandi framkvæmdir á bílastæði við Þverholt 6 þar sem m.a. er óskað eftir að bæjarstjórn taki málið til skoðunar.

          Sam­þykkt með þrem­ur at­kvæð­um að vísa er­ind­inu til um­sagn­ar um­hverf­is- og stjórn­sýslu­sviða.

          Bæj­ar­ráðs­mað­ur Jón Jósef Bjarna­son ósk­ar bókað að hann lýs­ir furðu sinni á því að er­ind­ið hafi ekki far­ið beint inn til bæj­ar­stjórn­ar eins og bréf­rit­ari ósk­ar eft­ir.

          • 5. Al­menn­ings­sam­göngu­stefna Reykja­vík­ur201405358

            Reykjavíkurborg vísar Almenningssamgöngustefnu fyrir Reykjavík, stefnumörkum í almenningssamgöngum, til umsagnar hjá Mosfellsbæ.

            Sam­þykkt með þrem­ur at­kvæð­um að vísa er­ind­inu til um­sagn­ar skipu­lags­nefnd­ar.

            • 6. Er­indi Sveins Ósk­ars Sig­urðs­son­ar varð­andi skýrslu um framsal eign­ar­rétt­inda í Mos­fells­bæ á ára­bil­inu 1990 til 2007201405375

              Erindi Sveins Óskars Sigurðssonar varðandi skýrslu um framsal eignarréttinda í Mosfellsbæ á árabilinu 1990 til 2007 en í erindinu er óskað eftir umfjöllun bæjarstjórnar á skýrslunni.

              Har­ald­ur Sverris­son ósk­aði bókað að hann víki af fundi und­ir þess­um dag­skrárlið.


              Jón Jósef Bjarna­son bæj­ar­ráðs­mað­ur legg­ur fram svohljóð­andi til­lögu.
              24. grein sveit­ar­stjórn­ar­laga gef­ur bæj­ar­ráði að­eins einn kost, en þar kem­ur fram að sveit­ar­stjórn­ar­mönn­um beri að gæta hag­muna sveit­ar­fé­lags­ins í hví­vetna. Í skýrsl­unni kem­ur fram rök­studd­ur grun­ur um hegn­ingalaga­brot, hugs­an­leg um­boðs­svik og að 24. grein sveit­ar­stjórn­ar­laga hafi ver­ið brot­in. Ég legg til að skýrsl­an verði send sér­stök­um sak­sókn­ara og óskað eft­ir að hann rann­saki hvort lög hafi ver­ið brot­in.

              Til­lag­an borin upp og felld með tveim­ur at­kvæð­um gegn einu at­kvæði.


              Skýrsl­an lögð fram en við­kom­andi mál var yf­ir­far­ið af bæj­ar­ráði árið 2009, eng­ar nýj­ar upp­lýs­ing­ar eða gögn hafa kom­ið fram og því lagt að bréf­rit­ara verði svarað í sam­ræmi við af­greiðslu bæj­ar­ráðs frá 19.11.2009 fundi núm­er 958, en þar var bókað:
              Bæj­ar­ráð hef­ur far­ið yfir fram­lögð gögn sem tengjast deili­skipu­lagi Hamra­fells, Hjalla­brekku, Huldu­hóla og Lágu­hlíð­ar sem
              sam­þykkt var í bæj­ar­stjórn Mos­fells­bæj­ar 10. nóv­em­ber 2004.
              Deili­skipu­lag­ið tók form­lega gildi 29. apríl 2005 með aug­lýs­ingu í Stjórn­ar­tíð­ind­um, að feng­inni stað­fest­ingu Skipu­lags­stofn­un­ar.
              Þessi skoð­un bæj­ar­ráðs hef­ur leitt í ljós að ekki var rétt stað­ið að mál­um við upp­skipt­ingu lands sam­kvæmt deili­skipu­lagi á þessu svæði.
              Sam­kvæmt fyr­ir­liggj­andi gögn­um er ekki að sjá að máls­að­il­ar hafi haft af því ávinn­ing né Mos­fells­bær orð­ið fyr­ir tjóni vegna þessa.
              Bæj­ar­ráð tel­ur ekki þörf á því að að­hafast neitt frek­ar þar sem skjala­stjórn­un bæj­ar­ins og verk­ferl­ar hafa ver­ið end­ur­skoð­að­ir og bætt­ir.
              Til­lag­an borin upp og sam­þykkt með tveim­ur at­kvæð­um gegn einu at­kvæði.


              Bæj­ar­ráðs­mað­ur Jón Jósef Bjarna­son óskað bókað:
              Ég lýsi furðu mini á að formað­ur bæj­ar­ráðs sem sem ekki sat fund­inn 2009, lýsi yfir að eng­in ný gögn hafi kom­ið fram og minni enn á 24.grein Sveit­ar­sjórn­ar­laga en þar segi í ann­ari máls­grein.
              "Sveit­ar­stjórn­ar­mönn­um ber að gegna starfi sínu af alúð og sam­visku­semi.
              Sveit­ar­stjórn­ar­mönn­um ber í hví­vetna að gæta að al­menn­um hags­mun­um íbúa sveit­ar­fé­lags­ins sem og öðr­um al­manna­hags­mun­um." Formað­ur bæj­ar­ráðs get­ur ekki hald­ið því fram að eng­in ný gögn hafi kom­ið fram í mál­inu enda veit hún ekki hvaða gögn hafi áður kom­ið fram.

              Fleira var ekki gert. Fundi slitið kl.