4. júní 2014 kl. 17:50,
2. hæð Helgafell
Fundinn sátu
- Bryndís Haraldsdóttir (BH) formaður
- Hafsteinn Pálsson (HP)
- Jón Jósef Bjarnason (JJB) aðalmaður
- Jónas Sigurðsson (JS) áheyrnarfulltrúi
- Karl Tómasson áheyrnarfulltrúi
- Haraldur Sverrisson bæjarstjóri
- Stefán Ómar Jónsson (SÓJ) bæjarritari
Fundargerð ritaði
Stefán Ómar Jónsson bæjarritari
Dagskrá fundar
Almenn erindi
1. Erindi Sigrúnar Pálsdóttur varðandi samráð við umhverfisnefnd201310161
Erindi varðandi hlutverk umhverfisnefndar þegar kemur að framkvæmdum á opnum svæðum og svæðum sem njóta hverfisverndar. Samantekt unnin skv. samþykkt bæjarstjórnar á 623. fundi sínum.
Samantektin og minnisblað framkvæmdastjóran umhverfissviðs og umhverfisstjóra lögð fram.
2. Nýr skóli við Æðarhöfða201403051
Óskað er heimildar bæjarráðs til þess að semja um jarðvinnu vegna nýs útibús við Æðarhöfða.
Tillaga Jóns Jósefs Bjarnasonar um að fresta ákvarðanatöku og endurtaka verðkönnunina borin upp og felld með tveimur atkvæðum gegn einu atkvæði.
Samþykkt með tveimur atkvæðum gegn einu að heimila umhverfissviði að ganga til samninga við lægstbjóðanda Fagverk ehf.
3. Endurbætur Vatnsveitu Mosfellsbæjar201405143
Lögð er fram skýrsla um endurbætur á Vatnsveitu Mosfellsbæjar þar sem settar eru fram tillögur um úrbætur og framkvæmdir árin 2014-2019.
Erindinu frestað.
4. Erindi Sigurður Arnars Árnasonar varðandi framkvæmdir á bílastæði201405303
Erindi Sigurður Arnars Árnasonar varðandi framkvæmdir á bílastæði við Þverholt 6 þar sem m.a. er óskað eftir að bæjarstjórn taki málið til skoðunar.
Samþykkt með þremur atkvæðum að vísa erindinu til umsagnar umhverfis- og stjórnsýslusviða.
Bæjarráðsmaður Jón Jósef Bjarnason óskar bókað að hann lýsir furðu sinni á því að erindið hafi ekki farið beint inn til bæjarstjórnar eins og bréfritari óskar eftir.
5. Almenningssamgöngustefna Reykjavíkur201405358
Reykjavíkurborg vísar Almenningssamgöngustefnu fyrir Reykjavík, stefnumörkum í almenningssamgöngum, til umsagnar hjá Mosfellsbæ.
Samþykkt með þremur atkvæðum að vísa erindinu til umsagnar skipulagsnefndar.
6. Erindi Sveins Óskars Sigurðssonar varðandi skýrslu um framsal eignarréttinda í Mosfellsbæ á árabilinu 1990 til 2007201405375
Erindi Sveins Óskars Sigurðssonar varðandi skýrslu um framsal eignarréttinda í Mosfellsbæ á árabilinu 1990 til 2007 en í erindinu er óskað eftir umfjöllun bæjarstjórnar á skýrslunni.
Haraldur Sverrisson óskaði bókað að hann víki af fundi undir þessum dagskrárlið.
Jón Jósef Bjarnason bæjarráðsmaður leggur fram svohljóðandi tillögu.
24. grein sveitarstjórnarlaga gefur bæjarráði aðeins einn kost, en þar kemur fram að sveitarstjórnarmönnum beri að gæta hagmuna sveitarfélagsins í hvívetna. Í skýrslunni kemur fram rökstuddur grunur um hegningalagabrot, hugsanleg umboðssvik og að 24. grein sveitarstjórnarlaga hafi verið brotin. Ég legg til að skýrslan verði send sérstökum saksóknara og óskað eftir að hann rannsaki hvort lög hafi verið brotin.Tillagan borin upp og felld með tveimur atkvæðum gegn einu atkvæði.
Skýrslan lögð fram en viðkomandi mál var yfirfarið af bæjarráði árið 2009, engar nýjar upplýsingar eða gögn hafa komið fram og því lagt að bréfritara verði svarað í samræmi við afgreiðslu bæjarráðs frá 19.11.2009 fundi númer 958, en þar var bókað:
Bæjarráð hefur farið yfir framlögð gögn sem tengjast deiliskipulagi Hamrafells, Hjallabrekku, Hulduhóla og Láguhlíðar sem
samþykkt var í bæjarstjórn Mosfellsbæjar 10. nóvember 2004.
Deiliskipulagið tók formlega gildi 29. apríl 2005 með auglýsingu í Stjórnartíðindum, að fenginni staðfestingu Skipulagsstofnunar.
Þessi skoðun bæjarráðs hefur leitt í ljós að ekki var rétt staðið að málum við uppskiptingu lands samkvæmt deiliskipulagi á þessu svæði.
Samkvæmt fyrirliggjandi gögnum er ekki að sjá að málsaðilar hafi haft af því ávinning né Mosfellsbær orðið fyrir tjóni vegna þessa.
Bæjarráð telur ekki þörf á því að aðhafast neitt frekar þar sem skjalastjórnun bæjarins og verkferlar hafa verið endurskoðaðir og bættir.
Tillagan borin upp og samþykkt með tveimur atkvæðum gegn einu atkvæði.
Bæjarráðsmaður Jón Jósef Bjarnason óskað bókað:
Ég lýsi furðu mini á að formaður bæjarráðs sem sem ekki sat fundinn 2009, lýsi yfir að engin ný gögn hafi komið fram og minni enn á 24.grein Sveitarsjórnarlaga en þar segi í annari málsgrein.
"Sveitarstjórnarmönnum ber að gegna starfi sínu af alúð og samviskusemi.
Sveitarstjórnarmönnum ber í hvívetna að gæta að almennum hagsmunum íbúa sveitarfélagsins sem og öðrum almannahagsmunum." Formaður bæjarráðs getur ekki haldið því fram að engin ný gögn hafi komið fram í málinu enda veit hún ekki hvaða gögn hafi áður komið fram.