Hoppa í meginmál
mos.is - Forsíða

12. febrúar 2013 kl. 07:00,
2. hæð Helgafell


Fundinn sátu

  • Elías Pétursson formaður
  • Ólafur Gunnarsson (ÓG) varaformaður
  • Bryndís Haraldsdóttir (BH) aðalmaður
  • Hanna Bjartmars Arnardóttir aðalmaður
  • Jóhannes Bjarni Eðvarðsson (JBE) áheyrnarfulltrúi
  • Þröstur Jón Sigurðsson 1. varamaður
  • Jóhanna Björg Hansen framkvæmdastjóri umhverfissviðs
  • Ásbjörn Þorvarðsson byggingarfulltrúi
  • Finnur Birgisson skipulagsfulltrúi

Fundargerð ritaði

Ásbjörn Þorvarðarson byggingafulltrúi.


Dagskrá fundar

Fundargerðir til kynningar

  • 1. Af­greiðslufund­ur bygg­ing­ar­full­trúa - 225201302010F

    Fundargerð 225. afgreiðslufundar byggingarfulltrúa.

    Fund­ar­gerð­in lögð fram til kynn­ing­ar á 336. fundi skipu­lags­nefnd­ar

    • 1.1. Stórikriki 23, um­sókn um bygg­ing­ar­leyfi, breyt­ing 201302060

      Planki ehf Bugðu­tanga 3 Mos­fells­bæ sæk­ir um leyfi fyr­ir smá­vægi­leg­um innri fyr­ir­komu­lags­breyt­ing­um og breyt­ingu á ein­angr­un­ar­þykkt­um í áð­ur­sam­þykktu ein­býl­is­húsi úr stein­steypu að Stórakrika 23 sam­kvæmt fram­lögð­um gögn­um.

      Niðurstaða þessa fundar:

      Lagt fram.

    • 1.2. Reykja­hvoll 41, um­sókn um bygg­ing­ar­leyfi vegna breyt­inga. 201301532

      Kristín Ólafs­dótt­ir Reykja­hvoli 41 Mos­fells­bæ sæk­ir um leyfi til að breyta innra fyr­ir­komu­lagi og stærð ut­an­húss geymslu,eimbaðs­að­stöðu og ver­önd húss­ins nr. 41 við Reykja­hvol sam­kvæmt fram­lögð­um gögn­um.
      Stærð­ir húss breyt­ast ekki.
      Stærð útigeymslu eft­ir breyt­ingu 20,7 m2, 41,55 m3.
      Stærð eimbaðs eft­ir breyt­ingu 7,1 m2, 12,19 m3.

      Niðurstaða þessa fundar:

      Lagt fram.

    • 1.3. Þrast­ar­höfði 38, um­sókn um bygg­ing­ar­leyfi vegna breyt­inga. 201301637

      Júlía M. Jóns­dótt­ir Þrast­ar­höfða 38 Mos­fells­bæ sæk­ir um leyfi fyr­ir smá­vægi­leg­um inn­an­húss fyr­ir­komu­lags­breyt­ing­um í íbúð­ar­hús­inu að Þrast­ar­höfða 38 sam­kvæmt fram­lögð­um gögn­um.
      Heild­ar­stærð­ir húss­ins breyt­ast ekki.

      Niðurstaða þessa fundar:

      Lagt fram.

    Almenn erindi

    • 2. Litlikriki 3 og 5, um­sókn um að breyta par­hús­um í fjór­býli201205160

      Lögð fram drög að svörum við athugasemdum sem bárust í grenndarkynningu á tillögu að breytingu á deiliskipulagi, sbr. bókun á 335. fundi.

      Skipu­lags­nefnd hafn­ar til­lögu að breyt­ingu á deili­skipu­lagi vegna fram­kom­inna at­huga­semda um bíla­stæða­mál og fel­ur skipu­lags­full­trúa að svara þeim sem gerðu at­huga­semd­ir í sam­ræmi við fram­lögð drög og um­ræð­ur á fund­in­um.

      • 3. Forn­minj­ar í Krika­hverfi, minn­is­blað KM201301405

        Minnisblað Kristins Magnússonar dags. 11.1.2013 varðandi fornminjar á lóðum við Sunnukrika. Frestað á 335. fundi.

        Nefnd­in mæl­ir með því að gerð verði könn­unar­rann­sókn í sam­ræmi við til­lög­ur í minn­is­blað­inu.

        • 4. Að­al­skipu­lag Reykja­vík­ur 2012-2030201301589

          Gerð var grein fyrir viðræðum við Reykjavíkurborg um hugsanlega staðsetningu flugvallar á Hólmsheiði. Frestað á 335. fundi.

          Skipu­lags­nefnd ósk­ar eft­ir kynn­ing­ar­fundi með full­trú­um Reykja­vík­ur­borg­ar um fyr­ir­hug­að­ar breyt­ing­ar á að­al­skipu­lagi Reykja­vík­ur og svæð­is­skipu­lagi.

          • 5. Að­al­skipu­lag 2011-2030, end­ur­skoð­un á AS 2002-2024200611011

            Lögð fram umsögn framkvæmdastjóra umhverfissviðs vegna tillögu um úttekt á jarðmyndunum og vistkerfum í Mosfellsbæ, sbr. bókun bæjarstjórnar á 589. fundi. Í umsögninni kemur fram lausleg skilgreining verksins og kostnaðarmat. Frestað á 335. fundi.

            Skipu­lags­nefnd sam­þykk­ir fram­lagða um­sögn fram­kvæmda­stjóra um­hverf­is­sviðs.

            • 6. Lax­nes 1, deili­skipu­lag reið­leið­ar og ak­veg­ar201206187

              Lýsing deiliskipulagsverkefnis var auglýst á heimasíðu bæjarins og kynnt með bréfi til hagsmunaaðila dags. 31. júlí 2012 í samræmi við bókun 323. fundar skipulagsnefndar. Meðfylgjandi formleg svör bárust frá Vegagerðinni og Skipulagsstofnun og ennfremur fyrirspurn frá íbúa í Dalnum um undirgöng undir Þingvallaveg. Frestað á 335. fundi.

              Lagt fram til kynn­ing­ar.

              • 7. Ný skipu­lags­reglu­gerð, gild­istaka201302071

                Þann 31. janúar öðlaðist gildi með auglýsingu í Stjórnartíðindum ný skipulagsreglugerð nr. 90/2013, sem umhverfisráðherra undirritaði 16. janúar 2013 í samræmi við lög nr. 123/2010.

                Lagt fram til kynn­ing­ar.

                • 8. Spóa­höfði 17, fyr­ir­spurn um bygg­ing­ar­leyfi201301426

                  Jónas Bjarni Árnason og Kristín Ýr Pálmarsdóttir spyrja hvort innrétting og starfræksla hárgreiðslustofu einyrkja að Spóahöfða 17 samkvæmt framlögðum gögnum geti samræmst skipulagi svæðisins.

                  Nefnd­in tek­ur já­kvætt í er­ind­ið og sam­þykk­ir að það verði grennd­arkynnt þeg­ar full­nægj­andi gögn liggja fyr­ir.

                  • 9. Stórikriki 29-37, fyr­ir­spurn um að breyta ein­býl­is­hús­um í par­hús á deili­skipu­lagi201211054

                    Lögð fram tillaga að breytingu á deiliskipulagi dagsett 31. janúar 2013, sbr. bókun á 333. fundi.

                    Frestað.

                    • 10. Starfs­áætlun Skipu­lags­nefnd­ar 2013201302069

                      Lögð fram tillaga að starfsáætlun skipulagsnefndar árið 2013, sbr. bókun 594. bæjarstjórnarfundar þann 21.11.2012.

                      Frestað.

                      • 11. Fyr­ir­spurn um breyt­ingu á deili­skipu­lagi vegna Desja­mýri 1201301425

                        Karl Emilsson f.h. Oddsmýrar ehf. óskar með bréfi 17. janúar 2013 eftir afstöðu nefndarinnar til hugmyndar um breytingar á deiliskipulagi skv. meðf. skýringarmyndum. Í hugmyndinni felst að á lóðina komi geymsluhúsnæði í samtals 108 einingum, 26 m2 hver.

                        Frestað.

                        • 12. Völu­teig­ur 23, fyr­ir­spurn um leyfi fyr­ir fjar­skipta­m­astri201302070

                          Ari Hermann Oddsson f.h. Björgunarsveitarinnar Kyndils óskar 28. janúar 2013 eftir því að leyfi verði veitt fyrir fjarskiptamastri, sem þegar hefur verið komið fyrir á lóðinni.

                          Frestað.

                          • 13. Strætó bs., leiða­kerfi 2014.201302039

                            Vegna vinnu að leiðakerfi 2014 óskar Strætó bs. 4. febrúar 2013 eftir tillögum um úrbætur eða breytingar á leiðakerfi í Mosfellsbæ ef einhverjar eru.

                            Frestað.

                            Fleira var ekki gert. Fundi slitið kl. 09:00