12. febrúar 2013 kl. 07:00,
2. hæð Helgafell
Fundinn sátu
- Elías Pétursson formaður
- Ólafur Gunnarsson (ÓG) varaformaður
- Bryndís Haraldsdóttir (BH) aðalmaður
- Hanna Bjartmars Arnardóttir aðalmaður
- Jóhannes Bjarni Eðvarðsson (JBE) áheyrnarfulltrúi
- Þröstur Jón Sigurðsson 1. varamaður
- Jóhanna Björg Hansen framkvæmdastjóri umhverfissviðs
- Ásbjörn Þorvarðsson byggingarfulltrúi
- Finnur Birgisson skipulagsfulltrúi
Fundargerð ritaði
Ásbjörn Þorvarðarson byggingafulltrúi.
Dagskrá fundar
Fundargerðir til kynningar
1. Afgreiðslufundur byggingarfulltrúa - 225201302010F
Fundargerð 225. afgreiðslufundar byggingarfulltrúa.
Fundargerðin lögð fram til kynningar á 336. fundi skipulagsnefndar
1.1. Stórikriki 23, umsókn um byggingarleyfi, breyting 201302060
Planki ehf Bugðutanga 3 Mosfellsbæ sækir um leyfi fyrir smávægilegum innri fyrirkomulagsbreytingum og breytingu á einangrunarþykktum í áðursamþykktu einbýlishúsi úr steinsteypu að Stórakrika 23 samkvæmt framlögðum gögnum.
Niðurstaða þessa fundar:
Lagt fram.
1.2. Reykjahvoll 41, umsókn um byggingarleyfi vegna breytinga. 201301532
Kristín Ólafsdóttir Reykjahvoli 41 Mosfellsbæ sækir um leyfi til að breyta innra fyrirkomulagi og stærð utanhúss geymslu,eimbaðsaðstöðu og verönd hússins nr. 41 við Reykjahvol samkvæmt framlögðum gögnum.
Stærðir húss breytast ekki.
Stærð útigeymslu eftir breytingu 20,7 m2, 41,55 m3.
Stærð eimbaðs eftir breytingu 7,1 m2, 12,19 m3.Niðurstaða þessa fundar:
Lagt fram.
1.3. Þrastarhöfði 38, umsókn um byggingarleyfi vegna breytinga. 201301637
Júlía M. Jónsdóttir Þrastarhöfða 38 Mosfellsbæ sækir um leyfi fyrir smávægilegum innanhúss fyrirkomulagsbreytingum í íbúðarhúsinu að Þrastarhöfða 38 samkvæmt framlögðum gögnum.
Heildarstærðir hússins breytast ekki.Niðurstaða þessa fundar:
Lagt fram.
Almenn erindi
2. Litlikriki 3 og 5, umsókn um að breyta parhúsum í fjórbýli201205160
Lögð fram drög að svörum við athugasemdum sem bárust í grenndarkynningu á tillögu að breytingu á deiliskipulagi, sbr. bókun á 335. fundi.
Skipulagsnefnd hafnar tillögu að breytingu á deiliskipulagi vegna framkominna athugasemda um bílastæðamál og felur skipulagsfulltrúa að svara þeim sem gerðu athugasemdir í samræmi við framlögð drög og umræður á fundinum.
3. Fornminjar í Krikahverfi, minnisblað KM201301405
Minnisblað Kristins Magnússonar dags. 11.1.2013 varðandi fornminjar á lóðum við Sunnukrika. Frestað á 335. fundi.
Nefndin mælir með því að gerð verði könnunarrannsókn í samræmi við tillögur í minnisblaðinu.
4. Aðalskipulag Reykjavíkur 2012-2030201301589
Gerð var grein fyrir viðræðum við Reykjavíkurborg um hugsanlega staðsetningu flugvallar á Hólmsheiði. Frestað á 335. fundi.
Skipulagsnefnd óskar eftir kynningarfundi með fulltrúum Reykjavíkurborgar um fyrirhugaðar breytingar á aðalskipulagi Reykjavíkur og svæðisskipulagi.
5. Aðalskipulag 2011-2030, endurskoðun á AS 2002-2024200611011
Lögð fram umsögn framkvæmdastjóra umhverfissviðs vegna tillögu um úttekt á jarðmyndunum og vistkerfum í Mosfellsbæ, sbr. bókun bæjarstjórnar á 589. fundi. Í umsögninni kemur fram lausleg skilgreining verksins og kostnaðarmat. Frestað á 335. fundi.
Skipulagsnefnd samþykkir framlagða umsögn framkvæmdastjóra umhverfissviðs.
6. Laxnes 1, deiliskipulag reiðleiðar og akvegar201206187
Lýsing deiliskipulagsverkefnis var auglýst á heimasíðu bæjarins og kynnt með bréfi til hagsmunaaðila dags. 31. júlí 2012 í samræmi við bókun 323. fundar skipulagsnefndar. Meðfylgjandi formleg svör bárust frá Vegagerðinni og Skipulagsstofnun og ennfremur fyrirspurn frá íbúa í Dalnum um undirgöng undir Þingvallaveg. Frestað á 335. fundi.
Lagt fram til kynningar.
7. Ný skipulagsreglugerð, gildistaka201302071
Þann 31. janúar öðlaðist gildi með auglýsingu í Stjórnartíðindum ný skipulagsreglugerð nr. 90/2013, sem umhverfisráðherra undirritaði 16. janúar 2013 í samræmi við lög nr. 123/2010.
Lagt fram til kynningar.
8. Spóahöfði 17, fyrirspurn um byggingarleyfi201301426
Jónas Bjarni Árnason og Kristín Ýr Pálmarsdóttir spyrja hvort innrétting og starfræksla hárgreiðslustofu einyrkja að Spóahöfða 17 samkvæmt framlögðum gögnum geti samræmst skipulagi svæðisins.
Nefndin tekur jákvætt í erindið og samþykkir að það verði grenndarkynnt þegar fullnægjandi gögn liggja fyrir.
9. Stórikriki 29-37, fyrirspurn um að breyta einbýlishúsum í parhús á deiliskipulagi201211054
Lögð fram tillaga að breytingu á deiliskipulagi dagsett 31. janúar 2013, sbr. bókun á 333. fundi.
Frestað.
10. Starfsáætlun Skipulagsnefndar 2013201302069
Lögð fram tillaga að starfsáætlun skipulagsnefndar árið 2013, sbr. bókun 594. bæjarstjórnarfundar þann 21.11.2012.
Frestað.
11. Fyrirspurn um breytingu á deiliskipulagi vegna Desjamýri 1201301425
Karl Emilsson f.h. Oddsmýrar ehf. óskar með bréfi 17. janúar 2013 eftir afstöðu nefndarinnar til hugmyndar um breytingar á deiliskipulagi skv. meðf. skýringarmyndum. Í hugmyndinni felst að á lóðina komi geymsluhúsnæði í samtals 108 einingum, 26 m2 hver.
Frestað.
12. Völuteigur 23, fyrirspurn um leyfi fyrir fjarskiptamastri201302070
Ari Hermann Oddsson f.h. Björgunarsveitarinnar Kyndils óskar 28. janúar 2013 eftir því að leyfi verði veitt fyrir fjarskiptamastri, sem þegar hefur verið komið fyrir á lóðinni.
Frestað.
13. Strætó bs., leiðakerfi 2014.201302039
Vegna vinnu að leiðakerfi 2014 óskar Strætó bs. 4. febrúar 2013 eftir tillögum um úrbætur eða breytingar á leiðakerfi í Mosfellsbæ ef einhverjar eru.
Frestað.