Hoppa í meginmál
mos.is - Forsíða

23. apríl 2013 kl. 07:00,
2. hæð Helgafell


Fundinn sátu

  • Elías Pétursson formaður
  • Ólafur Gunnarsson (ÓG) varaformaður
  • Bryndís Haraldsdóttir (BH) aðalmaður
  • Jóhannes Bjarni Eðvarðsson (JBE) áheyrnarfulltrúi
  • Þröstur Jón Sigurðsson 1. varamaður
  • Ólafur Guðmundsson 1. varamaður
  • Jóhanna Björg Hansen framkvæmdastjóri umhverfissviðs
  • Ásbjörn Þorvarðsson byggingarfulltrúi
  • Finnur Birgisson skipulagsfulltrúi
  • Gylfi Guðjónsson trúnaðarmaður

Fundargerð ritaði

Ásbjörn Þorvarðarson byggingafulltrúi.


Dagskrá fundar

Almenn erindi

  • 1. Völu­teig­ur 23, fyr­ir­spurn um leyfi fyr­ir fjar­skipta­m­astri201302070

    Lagt fram bréf frá Hirti Líndal f.h. Nova dags. 20.3.2013, þar sem óskað er eftir því að veitt verði tímabundið leyfi til þess að hafa stagfestingu fyrir fjarskiptamastur utan lóðarmarka Völuteigs 23. Leyfið verði með því skilyrði að stagfestan skuli fjarlægð ef og þegar nauðsyn krefur, s.s. vegna stígagerðar um svæðið. Sjá einnig bókun á 337. fundi. Frestað á 339. fundi.

    Sam­þykkt að grennd­arkynna um­sókn um mastr­ið með þeim fyr­ir­vara að stag­fest­an verði fjar­lægð ef og þeg­ar nauð­syn kref­ur.

    • 2. Spóa­höfði 17, fyr­ir­spurn um bygg­ing­ar­leyfi201301426

      Bæjarstjórn samþykkti 3.4.2013 að vísa afgreiðslu 336. fundar á málinu aftur til nefndarinnar til frekari skoðunar. Lögð fram umsögn framkvæmdastjóra stjórnsýslusviðs, sem nefndin óskaði eftir á 339. fundi.

      Um­ræð­ur, af­greiðslu frestað.

      • 3. Reið­leið­ir við Reykja­hvol og Skamma­dal201303263

        Reiðveganefnd Harðar og Reiðveganefnd Suðvestursvæðis óska eftir að fundin verði lausn á reiðleiðum við Reykjahvol og tengingum reiðleiða við Skammadal.

        Nefnd­in ósk­ar eft­ir grein­ar­gerð um mögu­leika á reið­leið ofan Reykja­hvols.

        • 4. Reykja­hlíð garð­yrkja, ósk um breyt­ingu nafns í Suð­urá.201303340

          Þröstur Sigurðsson og Júlíana R Einarsdóttir gróðrarstöðinni Reykjahlíð landnr. 123758 sækja um leyfi til að breyta nafni býlis síns úr "Reykjahlíð garðyrkja" í "Suðurá". Fyrir liggur jákvæð umsögn örnefnanefndar.

          Um­ræð­ur, af­greiðslu frestað.

          • 5. Hjól­reiða­stíg­ur í mið­bæ201304311

            Kynntar voru hugmyndir um útfærslu hjólreiðastígs meðfram Háholti/Bjarkarholti, unnar af Landmótun sf.

            Nefnd­in tek­ur já­kvætt í hug­mynd­irn­ar en legg­ur áherslu á að út­færð verði teng­ing hjól­reiða­stígs­ins aust­ur að und­ir­göng­um við Varmá.

            • 6. Að­al­skipu­lag 2011-2030, end­ur­skoð­un á AS 2002-2024200611011

              Teknar fyrir að nýju athugasemdir við tillögu að aðalskipulagi, framhald umfjöllunar á 339. og 340. fundi. Lögð fram samantekt athugasemda og drög að svörum.

              Gylfi Guð­jóns­son arki­tekt mætti á fund­inn und­ir þess­um dag­skrárlið.
              Um­ræð­um um at­huga­semd­ir fram hald­ið.

              Fleira var ekki gert. Fundi slitið kl. 09:00