20. ágúst 2013 kl. 07:00,
2. hæð Helgafell
Fundinn sátu
- Elías Pétursson formaður
- Ólafur Gunnarsson (ÓG) varaformaður
- Bryndís Haraldsdóttir (BH) aðalmaður
- Erlendur Örn Fjeldsted aðalmaður
- Jóhannes Bjarni Eðvarðsson (JBE) aðalmaður
- Jóhanna Björg Hansen framkvæmdastjóri umhverfissviðs
- Ásbjörn Þorvarðsson byggingarfulltrúi
- Finnur Birgisson skipulagsfulltrúi
Fundargerð ritaði
Ásbjörn þorvarðarson byggingafulltrúi
Dagskrá fundar
Almenn erindi
1. Völuteigur 23, fyrirspurn um leyfi fyrir fjarskiptamastri201302070
Umsókn um tímabundið leyfi fyrir fjarskiptamastri var grenndarkynnt 21. júní 2013 með athugasemdafresti til 20. júlí 2013. Engin athugasemd barst.
Nefndin gerir ekki athugasemdir við að umbeðið leyfi verði veitt.
2. Spóahöfði 17, fyrirspurn um byggingarleyfi201301426
Umsókn um leyfi til að innrétta og starfrækja hárgreiðsluvinnustofu með einni vinnustöð í u.þ.b. 10 m2 rými með sérinngangi á norðurhlið hússins var grenndarkynnt 3. júlí 2013 með athugasemdafresti til 1. ágúst 2013. Engin athugasemd barst.
Nefndin gerir ekki athugasemdir við að umbeðin leyfi verði veitt, en áréttar að áskilið er að viðkomandi húsnæði verði gjaldskylt sem atvinnuhúsnæði svo lengi sem starfsemin fer þar fram.
3. Leirvogstunga 22, ósk um breytingu á deiliskipulagi201108892
Tillaga að breytingu á deiliskipulagi, sbr. bókun á 345. fundi, var grenndarkynnt sem óveruleg breyting 2. júlí 2013 með athugasemdafresti til 31. júlí 2013. Engin athugasemd barst.
Nefndin samþykkir deiliskipulagsbreytinguna sbr. 43. og 44. gr. skipulagslaga, og felur skipulagsfulltrúa að senda hana Skipulagsstofnun.
4. Ósk um breytingu á deiliskipulagi frístundalóðar úr Miðdalslandi201306126
Tillaga að breytingu á deiliskipulagi, sbr. bókun á 345. fundi, var grenndarkynnt sem óveruleg breyting 1. júlí 2013 með athugasemdafresti til 31. júlí 2013. Engin athugasemd barst.
Nefndin samþykkir deiliskipulagsbreytinguna sbr. 43. og 44. gr. skipulagslaga, og felur skipulagsfulltrúa að senda hana Skipulagsstofnun.
5. Fyrirspurn um breytingu á deiliskipulagi lóðar við Desjarmýri201301425
Tillaga að breytingu á deiliskipulagi lóðarinnar Desjarmýri 7 var auglýst skv. 1. mgr. 43. gr. skipulagslaga 27.6.2013 með athugasemdafresti til 8. ágúst 2013. Engin athugasemd barst.
Afgreiðslu málsins frestað þar til formsatriði varðandi úthlutun lóðarinnar liggja fyrir.
6. Bjargslundur 2, ósk um breytingu úr einbýlishúsi í parhús201305206
Lögð fram tillaga að breytingu á deiliskipulagi, sem í felst að lóðin sem er einbýlislóð skv. gildandi skipulagi verði parhúsalóð, sbr. bókun á 345. fundi.
Frestað.
7. Flugubakki 10 - Tillaga að breytingu á deiliskipulagi201109449
Lögð fram tillaga að breytingu á deiliskipulagi, ásamt yfirlýsingu lóðarhafa um að þeir muni taka á sig kostnað ef einhver verður.
Nefndin felur skipulagsfulltrúa að grenndarkynna tillöguna fyrir næstu nágrönnum og Félagi hesthúsaeigenda á svæðinu.
8. Aðalskipulag 2011-2030, endurskoðun á AS 2002-2024200611011
Lagt fram bréf Skipulagsstofnunar dags. 29.7.2013 varðandi samþykki ráðherra fyrir frestun á skipulagi svæðis í aðalskipulagi Mosfellsbæjar. Einnig lagt fram bréf skipulagsfulltrúa til ráðuneytis umhverfis- og auðlindamála dags. 13.8.2013 þar sem óskað er eftir samþykki ráðuneytisins fyrir frestun.
Lagt fram til kynningar.
9. Svæðisskipulag höfuðborgarsvæðisins 2015-2040201306129
Lögð fram verkefnislýsing fyrir gerð Svæðisskipulags höfuðborgarsvæðisins 2015-2040, sem send hefur verið Mosfellsbæ og öðrum aðildarsveitarfélögum til samþykktar. Vísað til skipulagsnefndar til umsagnar af bæjarráði.
Nefndin gerir ekki athugasemdir við verkefnislýsinguna og leggur til að hún verði samþykkt, enda hafi Mosfellsbær möguleika á að gera athugasemdir við einstök atriði í svæðisskipulaginu á síðari stigum.
10. Kortlagning umferðarhávaða og gerð aðgerðaáætlana201204069
Hljóðkort fyrir Mosfellsbæ og drög að aðgerðaráætlun gegn hávaða í samræmi við hávaðatilskipun ESB frá árinu 2002 og reglugerð nr. 1000/2005 hafa legið frammi til kynningar fyrir bæjarbúum og öðrum hagsmunaaðilum frá 1. júlí. Ein athugasemd hefur borist, frá Guðjóni Jenssyni og Úrsúlu Jünemann.
Nefndin fagnar framkominni kortlagningu vegna umferðarhávaða og aðgerðaráætlun og mælir með því að hún verði samþykkt og lögð til grundvallar aðgerðum á næstu árum.
Erlendur Örn Fjeldsted vék af fundi þegar hér var komið.11. Strætó bs., leiðakerfi 2014201302039
Vegna vinnu að leiðakerfi 2014 óskaði Strætó bs. 4. febrúar 2013 eftir tillögum um úrbætur eða breytingar á leiðakerfi í Mosfellsbæ ef einhverjar væru. Lögð fram umsögn framkvæmdastjóra umhverfis- og fræðslusviða um málið. Frestað á 346. fundi.
Lagt fram.