Hoppa í meginmál
mos.is - Forsíða

20. ágúst 2013 kl. 07:00,
2. hæð Helgafell


Fundinn sátu

  • Elías Pétursson formaður
  • Ólafur Gunnarsson (ÓG) varaformaður
  • Bryndís Haraldsdóttir (BH) aðalmaður
  • Erlendur Örn Fjeldsted aðalmaður
  • Jóhannes Bjarni Eðvarðsson (JBE) aðalmaður
  • Jóhanna Björg Hansen framkvæmdastjóri umhverfissviðs
  • Ásbjörn Þorvarðsson byggingarfulltrúi
  • Finnur Birgisson skipulagsfulltrúi

Fundargerð ritaði

Ásbjörn þorvarðarson byggingafulltrúi


Dagskrá fundar

Almenn erindi

  • 1. Völu­teig­ur 23, fyr­ir­spurn um leyfi fyr­ir fjar­skipta­m­astri201302070

    Umsókn um tímabundið leyfi fyrir fjarskiptamastri var grenndarkynnt 21. júní 2013 með athugasemdafresti til 20. júlí 2013. Engin athugasemd barst.

    Nefnd­in ger­ir ekki at­huga­semd­ir við að um­beð­ið leyfi verði veitt.

    • 2. Spóa­höfði 17, fyr­ir­spurn um bygg­ing­ar­leyfi201301426

      Umsókn um leyfi til að innrétta og starfrækja hárgreiðsluvinnustofu með einni vinnustöð í u.þ.b. 10 m2 rými með sérinngangi á norðurhlið hússins var grenndarkynnt 3. júlí 2013 með athugasemdafresti til 1. ágúst 2013. Engin athugasemd barst.

      Nefnd­in ger­ir ekki at­huga­semd­ir við að um­beð­in leyfi verði veitt, en árétt­ar að áskil­ið er að við­kom­andi hús­næði verði gjald­skylt sem at­vinnu­hús­næði svo lengi sem starf­sem­in fer þar fram.

      • 3. Leir­vogstunga 22, ósk um breyt­ingu á deili­skipu­lagi201108892

        Tillaga að breytingu á deiliskipulagi, sbr. bókun á 345. fundi, var grenndarkynnt sem óveruleg breyting 2. júlí 2013 með athugasemdafresti til 31. júlí 2013. Engin athugasemd barst.

        Nefnd­in sam­þykk­ir deili­skipu­lags­breyt­ing­una sbr. 43. og 44. gr. skipu­lagslaga, og fel­ur skipu­lags­full­trúa að senda hana Skipu­lags­stofn­un.

        • 4. Ósk um breyt­ingu á deili­skipu­lagi frí­stunda­lóð­ar úr Mið­dalslandi201306126

          Tillaga að breytingu á deiliskipulagi, sbr. bókun á 345. fundi, var grenndarkynnt sem óveruleg breyting 1. júlí 2013 með athugasemdafresti til 31. júlí 2013. Engin athugasemd barst.

          Nefnd­in sam­þykk­ir deili­skipu­lags­breyt­ing­una sbr. 43. og 44. gr. skipu­lagslaga, og fel­ur skipu­lags­full­trúa að senda hana Skipu­lags­stofn­un.

          • 5. Fyr­ir­spurn um breyt­ingu á deili­skipu­lagi lóð­ar við Desjarmýri201301425

            Tillaga að breytingu á deiliskipulagi lóðarinnar Desjarmýri 7 var auglýst skv. 1. mgr. 43. gr. skipulagslaga 27.6.2013 með athugasemdafresti til 8. ágúst 2013. Engin athugasemd barst.

            Af­greiðslu máls­ins frestað þar til forms­at­riði varð­andi út­hlut­un lóð­ar­inn­ar liggja fyr­ir.

            • 6. Bjarg­slund­ur 2, ósk um breyt­ingu úr ein­býl­is­húsi í par­hús201305206

              Lögð fram tillaga að breytingu á deiliskipulagi, sem í felst að lóðin sem er einbýlislóð skv. gildandi skipulagi verði parhúsalóð, sbr. bókun á 345. fundi.

              Frestað.

              • 7. Flugu­bakki 10 - Til­laga að breyt­ingu á deili­skipu­lagi201109449

                Lögð fram tillaga að breytingu á deiliskipulagi, ásamt yfirlýsingu lóðarhafa um að þeir muni taka á sig kostnað ef einhver verður.

                Nefnd­in fel­ur skipu­lags­full­trúa að grennd­arkynna til­lög­una fyr­ir næstu ná­grönn­um og Fé­lagi hest­húsa­eig­enda á svæð­inu.

                • 8. Að­al­skipu­lag 2011-2030, end­ur­skoð­un á AS 2002-2024200611011

                  Lagt fram bréf Skipulagsstofnunar dags. 29.7.2013 varðandi samþykki ráðherra fyrir frestun á skipulagi svæðis í aðalskipulagi Mosfellsbæjar. Einnig lagt fram bréf skipulagsfulltrúa til ráðuneytis umhverfis- og auðlindamála dags. 13.8.2013 þar sem óskað er eftir samþykki ráðuneytisins fyrir frestun.

                  Lagt fram til kynn­ing­ar.

                  • 9. Svæð­is­skipu­lag höf­uð­borg­ar­svæð­is­ins 2015-2040201306129

                    Lögð fram verkefnislýsing fyrir gerð Svæðisskipulags höfuðborgarsvæðisins 2015-2040, sem send hefur verið Mosfellsbæ og öðrum aðildarsveitarfélögum til samþykktar. Vísað til skipulagsnefndar til umsagnar af bæjarráði.

                    Nefnd­in ger­ir ekki at­huga­semd­ir við verk­efn­is­lýs­ing­una og legg­ur til að hún verði sam­þykkt, enda hafi Mos­fells­bær mögu­leika á að gera at­huga­semd­ir við ein­stök at­riði í svæð­is­skipu­lag­inu á síð­ari stig­um.

                    • 10. Kort­lagn­ing um­ferð­ar­há­vaða og gerð að­gerða­áætl­ana201204069

                      Hljóðkort fyrir Mosfellsbæ og drög að aðgerðaráætlun gegn hávaða í samræmi við hávaðatilskipun ESB frá árinu 2002 og reglugerð nr. 1000/2005 hafa legið frammi til kynningar fyrir bæjarbúum og öðrum hagsmunaaðilum frá 1. júlí. Ein athugasemd hefur borist, frá Guðjóni Jenssyni og Úrsúlu Jünemann.

                      Nefnd­in fagn­ar fram­kom­inni kort­lagn­ingu vegna um­ferð­ar­há­vaða og að­gerðaráætlun og mæl­ir með því að hún verði sam­þykkt og lögð til grund­vall­ar að­gerð­um á næstu árum.
                      Er­lend­ur Örn Fjeld­sted vék af fundi þeg­ar hér var kom­ið.

                      • 11. Strætó bs., leiða­kerfi 2014201302039

                        Vegna vinnu að leiðakerfi 2014 óskaði Strætó bs. 4. febrúar 2013 eftir tillögum um úrbætur eða breytingar á leiðakerfi í Mosfellsbæ ef einhverjar væru. Lögð fram umsögn framkvæmdastjóra umhverfis- og fræðslusviða um málið. Frestað á 346. fundi.

                        Lagt fram.

                        Fleira var ekki gert. Fundi slitið kl. 09:00