Hoppa í meginmál
mos.is - Forsíða

18. júní 2013 kl. 07:00,
2. hæð Helgafell


Fundinn sátu

  • Elías Pétursson formaður
  • Bryndís Haraldsdóttir (BH) aðalmaður
  • Erlendur Örn Fjeldsted aðalmaður
  • Jóhannes Bjarni Eðvarðsson (JBE) áheyrnarfulltrúi
  • Jón Guðmundur Jónsson 1. varamaður
  • Ólafur Guðmundsson 1. varamaður
  • Jóhanna Björg Hansen framkvæmdastjóri umhverfissviðs
  • Ásbjörn Þorvarðsson byggingarfulltrúi
  • Finnur Birgisson skipulagsfulltrúi

Fundargerð ritaði

Ásbjörn Þorvarðarson byggingafulltrúi


Dagskrá fundar

Almenn erindi

  • 1. Leir­vogstunga, fyr­ir­spurn um breyt­ing­ar á deili­skipu­lagi201305195

    Þröstur Bjarnason f.h. LT lóða ehf/Miðengis ehf spyrst með bréfi dags. 22.5.2013 fyrir um mögulega breytingu á deiliskipulagi á lóðum í eigu félagsins við Voga-, Laxa- og Leirvogstungu. Framhald umfjöllunar á 344. fundi.

    Nefnd­in tek­ur já­kvætt í fyr­ir­spurn­ina og heim­il­ar að unn­in verði til­laga að breyt­ing­um á deili­skipu­lag­inu. Nefnd­in set­ur þó þann fyr­ir­vara, að á nokkr­um af um­rædd­um lóð­um eru hugs­an­lega ann­mark­ar á því að breyta hús­gerð, sbr. fyr­ir­liggj­andi um­sögn skipu­lags­höf­und­ar.

    • 2. Spóa­höfði 17, fyr­ir­spurn um bygg­ing­ar­leyfi201301426

      Bæjarstjórn samþykkti 3.4.2013 að vísa afgreiðslu 336. fundar á málinu aftur til nefndarinnar til frekari skoðunar. Lagt fram minnisblað skipulags- og byggingarfulltrúa.

      Nefnd­in ít­rek­ar fyrri af­greiðslu sína frá 336. fundi, þ.e. að hún tek­ur já­kvætt í er­ind­ið og sam­þykk­ir að er­ind­ið verði grennd­arkynnt þeg­ar full­nægj­andi gögn liggja fyr­ir. Nefnd­in tek­ur fram að ekki er um að ræða breyt­ingu á deili­skipu­lagi, held­ur er sótt um leyfi fyr­ir breyttri notk­un á hluta íbúð­ar­húss, sem nefnd­in tel­ur að geti sam­ræmst gild­andi skipu­lags­ákvæð­um. Þá vill nefnd­in árétta að vegna sam­keppn­is- og jafn­ræð­is­sjón­ar­miða tel­ur hún að í til­vik­um sem þess­um beri að beita ákvæð­um 8. gr. reglu­gerð­ar nr. 1160/2005 um fast­eigna­skatt, þar sem seg­ir: Ef af­not­um fast­eign­ar, sem met­in er sem ein heild, er á þann veg háttað að greiða ber fast­eigna­skatt af henni sam­kvæmt fleiri en ein­um gjald­flokki, sbr. 2.4. gr. ákveð­ur bygg­ing­ar­full­trúi skipt­ingu milli gjald­flokka.

      • 3. Að­al­skipu­lag 2011-2030, end­ur­skoð­un á AS 2002-2024200611011

        Lögð fram greinargerð og uppdrættir að aðalskipulagi Mosfellsbæjar 2011-2030, endurskoðuð gögn með tilliti til afgreiðslu athugasemda, sbr. bókun á 343. fundi.

        Nefnd­in legg­ur til við Bæj­ar­stjórn að Að­al­skipu­lag Mos­fells­bæj­ar 2011-2030 eins og það er sett fram í fram­lögð­um gögn­um, verði sam­þykkt og sent Skipu­lags­stofn­un til stað­fest­ing­ar.

        • 4. Bjarg­slund­ur 2, ósk um breyt­ingu úr ein­býl­is­húsi í par­hús201305206

          Sveinn Sveinsson, Bjargslundi 2, Mosfellsbæ, óskar 24. maí 2013 eftir breytingu á skilmálum á lóð sinni, þannig að í stað einbýlishúss verði leyft að byggja parhús.

          Skipu­lags­nefnd heim­il­ar fyr­ir­spyrj­anda að leggja fram til­lögu að breyt­ingu á deili­skipu­lagi til grennd­arkynn­ing­ar.

          • 5. Leir­vogstunga og Tungu­veg­ur, breyt­ing­ar á deili­skipu­lagi201304054

            Tillaga að breytingum á deiliskipulagi var auglýst 7. maí 2013 með athugasemdafresti til 18. júní 2013. Enn hefur engin athugasemd borist.

            Nefnd­in sam­þykk­ir til­lög­urn­ar og fel­ur skipu­lags­full­trúa að ann­ast gildis­töku þeirra. Sam­þykkt­in er þó með fyr­ir­vara um að ekki ber­ist at­huga­semd­ir, sem send­ar hafa ver­ið af stað inn­an at­huga­semda­frests.

            • 6. Er­indi Um­ferð­ar­stofu varð­andi um­ferðarör­ygg­is­áætlun201001142

              Lögð fram umferðaröryggisskýrsla fyrir Mosfellsbæ dags. í júní 2013. Skýrslan er unnin á Umhverfissviði samkvæmt samstarfssamningi við Umferðarstofu frá 17.8.2010.

              Frestað.

              • 7. Kort­lagn­ing um­ferð­ar­há­vaða og gerð að­gerða­áætl­ana201204069

                Lögð fram hljóðkort fyrir Mosfellsbæ og drög að aðgerðaráætlun gegn hávaða, sem unnin hafa verið í samræmi við hávaðatilskipun ESB frá árinu 2002 og reglugerð nr. 1000/2005. Skv. tilskipuninni ber að kynna aðgerðaráætlunina fyrir bæjarbúum og öðrum hagsmunaaðilum.

                Frestað.

                • 8. Leir­vogstunga 22, ósk um breyt­ingu á deili­skipu­lagi201108892

                  Lögð fram tillaga að breytingu á deiliskipulagi, dags. 14.6.2013, unnin af Teiknistofu Arkitekta fyrir lóðarhafa. Samkvæmt tillögunni verða breytingar á byggingarreit og staðsetningu bílastæða á lóðinni og gert er ráð fyrir að bílskúr sem nú er við húsið verði rifinn.

                  Nefnd­in sam­þykk­ir að til­lag­an verði grennd­arkynnt sem óveru­leg breyt­ing á deili­skipu­lagi.

                  • 9. Breyt­ing­ar á deili­skipu­lagi 2.-4. áfanga Helga­fells­hverf­is201110295

                    Málið tekið til umræðu samkvæmt ósk Jóhannesar Eðvarðssonar nefndarmanns.

                    Frestað.

                    • 10. Lax­nes 1, deili­skipu­lag reið­leið­ar og ak­veg­ar201206187

                      Málið tekið til umræðu samkvæmt ósk Jóhannesar Eðvarðssonar nefndarmanns.

                      Frestað.

                      • 11. Ósk um breyt­ingu á deili­skipu­lagi frí­stunda­lóð­ar úr Mið­dalslandi201306126

                        Hildigunnur Haraldsdóttir óskar f.h. Eggerts Ó Jóhannssonar eftir breytingu á deiliskipulagi varðandi frístundalóð hans, þannig að byggingarreitur færist austar og norðar á lóðina sbr. meðfylgjandi tillöguuppdrátt.

                        Nefnd­in sam­þykk­ir að til­lag­an verði grennd­arkynnt sem óveru­leg breyt­ing á deili­skipu­lagi.

                        Fleira var ekki gert. Fundi slitið kl. 09:00