18. júní 2013 kl. 07:00,
2. hæð Helgafell
Fundinn sátu
- Elías Pétursson formaður
- Bryndís Haraldsdóttir (BH) aðalmaður
- Erlendur Örn Fjeldsted aðalmaður
- Jóhannes Bjarni Eðvarðsson (JBE) áheyrnarfulltrúi
- Jón Guðmundur Jónsson 1. varamaður
- Ólafur Guðmundsson 1. varamaður
- Jóhanna Björg Hansen framkvæmdastjóri umhverfissviðs
- Ásbjörn Þorvarðsson byggingarfulltrúi
- Finnur Birgisson skipulagsfulltrúi
Fundargerð ritaði
Ásbjörn Þorvarðarson byggingafulltrúi
Dagskrá fundar
Almenn erindi
1. Leirvogstunga, fyrirspurn um breytingar á deiliskipulagi201305195
Þröstur Bjarnason f.h. LT lóða ehf/Miðengis ehf spyrst með bréfi dags. 22.5.2013 fyrir um mögulega breytingu á deiliskipulagi á lóðum í eigu félagsins við Voga-, Laxa- og Leirvogstungu. Framhald umfjöllunar á 344. fundi.
Nefndin tekur jákvætt í fyrirspurnina og heimilar að unnin verði tillaga að breytingum á deiliskipulaginu. Nefndin setur þó þann fyrirvara, að á nokkrum af umræddum lóðum eru hugsanlega annmarkar á því að breyta húsgerð, sbr. fyrirliggjandi umsögn skipulagshöfundar.
2. Spóahöfði 17, fyrirspurn um byggingarleyfi201301426
Bæjarstjórn samþykkti 3.4.2013 að vísa afgreiðslu 336. fundar á málinu aftur til nefndarinnar til frekari skoðunar. Lagt fram minnisblað skipulags- og byggingarfulltrúa.
Nefndin ítrekar fyrri afgreiðslu sína frá 336. fundi, þ.e. að hún tekur jákvætt í erindið og samþykkir að erindið verði grenndarkynnt þegar fullnægjandi gögn liggja fyrir. Nefndin tekur fram að ekki er um að ræða breytingu á deiliskipulagi, heldur er sótt um leyfi fyrir breyttri notkun á hluta íbúðarhúss, sem nefndin telur að geti samræmst gildandi skipulagsákvæðum. Þá vill nefndin árétta að vegna samkeppnis- og jafnræðissjónarmiða telur hún að í tilvikum sem þessum beri að beita ákvæðum 8. gr. reglugerðar nr. 1160/2005 um fasteignaskatt, þar sem segir: Ef afnotum fasteignar, sem metin er sem ein heild, er á þann veg háttað að greiða ber fasteignaskatt af henni samkvæmt fleiri en einum gjaldflokki, sbr. 2.4. gr. ákveður byggingarfulltrúi skiptingu milli gjaldflokka.
3. Aðalskipulag 2011-2030, endurskoðun á AS 2002-2024200611011
Lögð fram greinargerð og uppdrættir að aðalskipulagi Mosfellsbæjar 2011-2030, endurskoðuð gögn með tilliti til afgreiðslu athugasemda, sbr. bókun á 343. fundi.
Nefndin leggur til við Bæjarstjórn að Aðalskipulag Mosfellsbæjar 2011-2030 eins og það er sett fram í framlögðum gögnum, verði samþykkt og sent Skipulagsstofnun til staðfestingar.
4. Bjargslundur 2, ósk um breytingu úr einbýlishúsi í parhús201305206
Sveinn Sveinsson, Bjargslundi 2, Mosfellsbæ, óskar 24. maí 2013 eftir breytingu á skilmálum á lóð sinni, þannig að í stað einbýlishúss verði leyft að byggja parhús.
Skipulagsnefnd heimilar fyrirspyrjanda að leggja fram tillögu að breytingu á deiliskipulagi til grenndarkynningar.
5. Leirvogstunga og Tunguvegur, breytingar á deiliskipulagi201304054
Tillaga að breytingum á deiliskipulagi var auglýst 7. maí 2013 með athugasemdafresti til 18. júní 2013. Enn hefur engin athugasemd borist.
Nefndin samþykkir tillögurnar og felur skipulagsfulltrúa að annast gildistöku þeirra. Samþykktin er þó með fyrirvara um að ekki berist athugasemdir, sem sendar hafa verið af stað innan athugasemdafrests.
6. Erindi Umferðarstofu varðandi umferðaröryggisáætlun201001142
Lögð fram umferðaröryggisskýrsla fyrir Mosfellsbæ dags. í júní 2013. Skýrslan er unnin á Umhverfissviði samkvæmt samstarfssamningi við Umferðarstofu frá 17.8.2010.
Frestað.
7. Kortlagning umferðarhávaða og gerð aðgerðaáætlana201204069
Lögð fram hljóðkort fyrir Mosfellsbæ og drög að aðgerðaráætlun gegn hávaða, sem unnin hafa verið í samræmi við hávaðatilskipun ESB frá árinu 2002 og reglugerð nr. 1000/2005. Skv. tilskipuninni ber að kynna aðgerðaráætlunina fyrir bæjarbúum og öðrum hagsmunaaðilum.
Frestað.
8. Leirvogstunga 22, ósk um breytingu á deiliskipulagi201108892
Lögð fram tillaga að breytingu á deiliskipulagi, dags. 14.6.2013, unnin af Teiknistofu Arkitekta fyrir lóðarhafa. Samkvæmt tillögunni verða breytingar á byggingarreit og staðsetningu bílastæða á lóðinni og gert er ráð fyrir að bílskúr sem nú er við húsið verði rifinn.
Nefndin samþykkir að tillagan verði grenndarkynnt sem óveruleg breyting á deiliskipulagi.
9. Breytingar á deiliskipulagi 2.-4. áfanga Helgafellshverfis201110295
Málið tekið til umræðu samkvæmt ósk Jóhannesar Eðvarðssonar nefndarmanns.
Frestað.
10. Laxnes 1, deiliskipulag reiðleiðar og akvegar201206187
Málið tekið til umræðu samkvæmt ósk Jóhannesar Eðvarðssonar nefndarmanns.
Frestað.
11. Ósk um breytingu á deiliskipulagi frístundalóðar úr Miðdalslandi201306126
Hildigunnur Haraldsdóttir óskar f.h. Eggerts Ó Jóhannssonar eftir breytingu á deiliskipulagi varðandi frístundalóð hans, þannig að byggingarreitur færist austar og norðar á lóðina sbr. meðfylgjandi tillöguuppdrátt.
Nefndin samþykkir að tillagan verði grenndarkynnt sem óveruleg breyting á deiliskipulagi.