Mál númer 201206080
- 9. október 2013
Bæjarstjórn Mosfellsbæjar #612
Lagt fram minnisblað um stjórnun í Varmárskóla skólaárið 2013-14. Framkvæmdastjóri fræðslusviðs og mannauðsstjóri mæta á fundinn undir þessum dagskrárlið.
Afgreiðsla 1136. fundar bæjarráðs lögð fram á 612. fundi bæjarstjórnar.$line$$line$Tillaga kom fram frá bæjarfulltrúa Jóni Jósef Bjarnasyni að fela bæjarritara skoða hvort hægt væri að birta umrædda starfslokasamninga.$line$$line$Fram kom málsmeðferðartillaga um að vísa tillögunni til bæjarráðs.$line$Málsmeðferðartillagan borin upp og samþykkt með sex atkvæðum.
- 3. október 2013
Bæjarráð Mosfellsbæjar #1137
Lagt fram minnisblað um stjórnun í Varmárskóla skólaárið 2013-14. Framkvæmdastjóri fræðslusviðs og mannauðsstjóri mæta á fundinn undir þessum dagskrárlið.
Á fundinn undir þessum dagskrárlið voru mætt Björn Þráinn Þórðarson (BÞÞ) framkvæmdastjóri fræðslusviðs og Sigríður Indriðadóttir (SI) mannauðsstjóri.
Framkvæmdastjóri fræðslusviðs og mannauðsstjóri fóru munnlega yfir stjórnun í Varmárskóla og svöruðu fyrirspurnum fundarmanna þar um. Umræður á fundinum eru trúnaðarmál.
- 11. september 2013
Bæjarstjórn Mosfellsbæjar #610
Lagt fram minnisblað um stjórnun í Varmárskóla skólaárið 2013-14
Afgreiðsla 283. fundar fræðslunefndar lögð fram á 610. fundi bæjarstjórnar.
- 11. september 2013
Bæjarstjórn Mosfellsbæjar #610
Lagt fram minnisblað um stjórnun í Varmárskóla skólaárið 2013-14. Framkvæmdastjóri fræðslusviðs og mannauðsstjóri mæta á fundinn undir þessum dagskrárlið.
Afgreiðsla 1133. fundar bæjarráðs lögð fram á 610. fundi bæjarstjórnar.
- 5. september 2013
Bæjarráð Mosfellsbæjar #1133
Lagt fram minnisblað um stjórnun í Varmárskóla skólaárið 2013-14. Framkvæmdastjóri fræðslusviðs og mannauðsstjóri mæta á fundinn undir þessum dagskrárlið.
Samþykkt með þremur atkvæðum að fresta afgreiðslu erindisins.
- 3. september 2013
Fræðslunefnd Mosfellsbæjar #283
Lagt fram minnisblað um stjórnun í Varmárskóla skólaárið 2013-14
Minnisblað lagt fram.
- 12. september 2012
Bæjarstjórn Mosfellsbæjar #588
Á fundinum verður gerð grein fyrir stöðu mála.
Kynnt var niðurstaða erindisins á 270. fundi fræðslunefndar. Lagt fram á 588. fundi bæjarstjórnar.
- 4. september 2012
Fræðslunefnd Mosfellsbæjar #270
Á fundinum verður gerð grein fyrir stöðu mála.
Niðurstaða erindisins kynnt.
- 29. ágúst 2012
Bæjarstjórn Mosfellsbæjar #587
Svar bæjarstjóra, framkvæmdastjóra fræðslusviðs og mannauðsstjóra til þriggja kennara lagt fram til kynningar.
Erindið var kynnt á 1086. fundi bæjarráðs. Lagt fram á 587. fundi bæjarstjórnar.$line$$line$Til máls tóku: JJB, BH, HSv, JS, KT og HP.$line$$line$Bókun bæjarfulltrúa Íbúahreyfingarinnar.$line$Íbúahreyfingin spurðist fyrir um málið vegna greinar í Mosfellingi fyrir bæjarstjórnarfund 6. júní s.l. Bæjarstjóri og formaður fræðslunefndar lugu því til að vita nokkuð um málið en komið hefur í ljós að báðir höfðu fundað með kennurum 6 dögum fyrr. $line$Íbúahreyfingin óskaði eftir umræðum í bæjarráði um málið, því var hunsað sem er brot á sveitarstjórnarlögum og samþykktum Mosfellsbæjar en auk þess atlaga að íbúum bæjarins.$line$Íbúahreyfingin fordæmir að bæjarstjóri komi kerfisbundið í veg fyrir að bæjarfulltrúi Íbúahreyfingarinnar geti sinnt starfi sínu sem fulltrúi bæjarbúa og hvetur meirihlutann til þess að virða lög og lýðræðisleg vinnubrögð. $line$$line$Jón Jósef Bjarnason, bæjarfulltrúi.$line$$line$$line$Bókun bæjarfulltrúa V og D lista.$line$Fulltrúar V og D lista vísa ásökunum sem fram koma í bókun Íbúahreyfingarinnar algjörlega á bug.$line$Umræddur fundur var um samskipti starfsmanna og stjórnenda stofnunar bæjarins eins og bæjarfulltrúar hafa við upplýstir um og hafa þessi mál verið ítrekað á dagskrá í bæjarráði frá því í vor.$line$$line$Það er ólíðandi að fulltrúi Íbúahreyfingarinnar í bæjarstjórn sé síendurtekið að saka bæjarfulltrúa um ósannindi. Það verður að gera þá kröfu til kjörinna fulltrúa íbúa að þeir segi satt og rétt frá.
- 23. ágúst 2012
Bæjarráð Mosfellsbæjar #1086
Svar bæjarstjóra, framkvæmdastjóra fræðslusviðs og mannauðsstjóra til þriggja kennara lagt fram til kynningar.
Til máls tóku: BH, HSv, JJB, JS, ÓG og KGÞ.
Bæjarstjóri fór yfir og kynnti stöðu málsins og þann farveg sem mótaður hefur verið í málinu og fóru fram skoðanaskipti um málið. - 12. júlí 2012
Bæjarráð Mosfellsbæjar #1083
Kynnt er staða mála vegna samskiptavanda í Varmárskóla. Málið er jafnframt tekið fyrir að beiðni fulltrúa Íbúahreyfingarinnar.
Erindið var kynnt á 269. fundi fræðslunefndar. Lagt fram á 1083. fundi bæjarráðs.
- 3. júlí 2012
Fræðslunefnd Mosfellsbæjar #269
Kynnt er staða mála vegna samskiptavanda í Varmárskóla. Málið er jafnframt tekið fyrir að beiðni fulltrúa Íbúahreyfingarinnar.
Málið kynnt. Lagt til að unnið verði að málinu í samræmi við það sem fram kom á fundinum.
- 2. júlí 2012
Bæjarráð Mosfellsbæjar #1081
Bæjarstjóri fylgir erindinu úr hlaði. Fundinn munu einnig sitja mannauðsstjóri og framkvæmdastjóri fræðslusviðs. Engin fylgiskjöl lögð fram. Frestað á 1080. fundi bæjarráðs.
Fundinn undir þessum dagskrárlið sátu Björn Þráinn Þórðarson (BÞÞ) framkvæmdastjóri fræðslusviðs og Sigríður Indriðadóttir (SI) mannauðsstjóri.
Til máls tóku: HP, HSv, SI, BÞÞ, JS, KT og BH.
Bæjarstjóri, framkvæmdastjóri fræðslusviðs og mannauðsstjóri fóru yfir og kynntu efnisatriði erindisins og útskýrðu þann farveg sem erindið er í og svöruðu þeim spurningum sem fram komu um málið frá bæjarráðsmönnum.
- 28. júní 2012
Bæjarráð Mosfellsbæjar #1080
Bæjarstjóri fylgir erindinu úr hlaði. Fundinn munu einnig sitja mannauðsstjóri og framkvæmdastjóri fræðslusviðs. Engin fylgiskjöl lögð fram.
Erindinu frestað.