3. október 2013 kl. 07:30,
2. hæð Helgafell
Fundinn sátu
- Bryndís Haraldsdóttir (BH) varaformaður
- Kolbrún G Þorsteinsdóttir (KGÞ) 1. varamaður
- Jón Jósef Bjarnason (JJB) aðalmaður
- Jónas Sigurðsson (JS) áheyrnarfulltrúi
- Karl Tómasson
- Haraldur Sverrisson bæjarstjóri
- Stefán Ómar Jónsson (SÓJ) bæjarritari
Fundargerð ritaði
Stefán Ómar Jónsson bæjarritari
Dagskrá fundar
Almenn erindi
1. Erindi Margrétar Tryggvadóttur varðandi uppskipti á jörðinni Miðdal I200605022
Erindi Margrétar Tryggvadóttur varðandi uppskipti á jörðinni Miðdal I, þar sem talið er að forsendur fyrir uppskiptingar landsins liggi nú fyrir.
Samþykkt með þremur atkvæðum að vísa erindinu til umsagnar byggingarfulltrúa.
2. Erindi Neytendasamtakanna varðandi styrkbeiðni201309450
Erindi Neytendasamtakanna varðandi beiðni um styrkveitingu vegna ársins 2014 að upphæð 162 þúsund krónur.
Samþykkt með þremur atkvæðum að synja erindinu.
3. Stjórnun í Varmárskóla201206080
Lagt fram minnisblað um stjórnun í Varmárskóla skólaárið 2013-14. Framkvæmdastjóri fræðslusviðs og mannauðsstjóri mæta á fundinn undir þessum dagskrárlið.
Á fundinn undir þessum dagskrárlið voru mætt Björn Þráinn Þórðarson (BÞÞ) framkvæmdastjóri fræðslusviðs og Sigríður Indriðadóttir (SI) mannauðsstjóri.
Framkvæmdastjóri fræðslusviðs og mannauðsstjóri fóru munnlega yfir stjórnun í Varmárskóla og svöruðu fyrirspurnum fundarmanna þar um. Umræður á fundinum eru trúnaðarmál.