Hoppa í meginmál
mos.is - Forsíða

3. október 2013 kl. 07:30,
2. hæð Helgafell


Fundinn sátu

  • Bryndís Haraldsdóttir (BH) varaformaður
  • Kolbrún G Þorsteinsdóttir (KGÞ) 1. varamaður
  • Jón Jósef Bjarnason (JJB) aðalmaður
  • Jónas Sigurðsson (JS) áheyrnarfulltrúi
  • Karl Tómasson
  • Haraldur Sverrisson bæjarstjóri
  • Stefán Ómar Jónsson (SÓJ) bæjarritari

Fundargerð ritaði

Stefán Ómar Jónsson bæjarritari


Dagskrá fundar

Almenn erindi

  • 1. Er­indi Mar­grét­ar Tryggva­dótt­ur varð­andi upp­skipti á jörð­inni Mið­dal I200605022

    Erindi Margrétar Tryggvadóttur varðandi uppskipti á jörðinni Miðdal I, þar sem talið er að forsendur fyrir uppskiptingar landsins liggi nú fyrir.

    Sam­þykkt með þrem­ur at­kvæð­um að vísa er­ind­inu til um­sagn­ar bygg­ing­ar­full­trúa.

    • 2. Er­indi Neyt­enda­sam­tak­anna varð­andi styrk­beiðni201309450

      Erindi Neytendasamtakanna varðandi beiðni um styrkveitingu vegna ársins 2014 að upphæð 162 þúsund krónur.

      Sam­þykkt með þrem­ur at­kvæð­um að synja er­ind­inu.

      • 3. Stjórn­un í Varmár­skóla201206080

        Lagt fram minnisblað um stjórnun í Varmárskóla skólaárið 2013-14. Framkvæmdastjóri fræðslusviðs og mannauðsstjóri mæta á fundinn undir þessum dagskrárlið.

        Á fund­inn und­ir þess­um dag­skrárlið voru mætt Björn Þrá­inn Þórð­ar­son (BÞÞ) fram­kvæmda­stjóri fræðslu­sviðs og Sig­ríð­ur Ind­riða­dótt­ir (SI) mannauðs­stjóri.

        Fram­kvæmda­stjóri fræðslu­sviðs og mannauðs­stjóri fóru munn­lega yfir stjórn­un í Varmár­skóla og svör­uðu fyr­ir­spurn­um fund­ar­manna þar um. Um­ræð­ur á fund­in­um eru trún­að­ar­mál.

        Fleira var ekki gert. Fundi slitið kl. 09:30