29. ágúst 2012 kl. 16:30,
2. hæð Helgafell
Fundinn sátu
- Bryndís Haraldsdóttir (BH) Forseti
- Karl Tómasson 1. varaforseti
- Kolbrún G Þorsteinsdóttir (KGÞ) 1. varabæjarfulltrúi
- Haraldur Sverrisson aðalmaður
- Hafsteinn Pálsson (HP) aðalmaður
- Jón Jósef Bjarnason (JJB) aðalmaður
- Jónas Sigurðsson (JS) aðalmaður
- Stefán Ómar Jónsson (SÓJ) framkvæmdastjóri stjórnsýslusviðs
Fundargerð ritaði
Stefán Ómar Jónsson bæjarritari
Dagskrá fundar
Fundargerðir til staðfestingar
1. Bæjarráð Mosfellsbæjar - 1086201208013F
Fundargerð 1086. fundar bæjarráðs lögð fram til afgreiðslu á 587. fundi bæjarstjórnar eins og einstök erindi bera með sér.
1.1. Erindi kennara um stjórnun í Varmárskóla 201206080
Svar bæjarstjóra, framkvæmdastjóra fræðslusviðs og mannauðsstjóra til þriggja kennara lagt fram til kynningar.
Niðurstaða þessa fundar:
Erindið var kynnt á 1086. fundi bæjarráðs. Lagt fram á 587. fundi bæjarstjórnar.$line$$line$Til máls tóku: JJB, BH, HSv, JS, KT og HP.$line$$line$Bókun bæjarfulltrúa Íbúahreyfingarinnar.$line$Íbúahreyfingin spurðist fyrir um málið vegna greinar í Mosfellingi fyrir bæjarstjórnarfund 6. júní s.l. Bæjarstjóri og formaður fræðslunefndar lugu því til að vita nokkuð um málið en komið hefur í ljós að báðir höfðu fundað með kennurum 6 dögum fyrr. $line$Íbúahreyfingin óskaði eftir umræðum í bæjarráði um málið, því var hunsað sem er brot á sveitarstjórnarlögum og samþykktum Mosfellsbæjar en auk þess atlaga að íbúum bæjarins.$line$Íbúahreyfingin fordæmir að bæjarstjóri komi kerfisbundið í veg fyrir að bæjarfulltrúi Íbúahreyfingarinnar geti sinnt starfi sínu sem fulltrúi bæjarbúa og hvetur meirihlutann til þess að virða lög og lýðræðisleg vinnubrögð. $line$$line$Jón Jósef Bjarnason, bæjarfulltrúi.$line$$line$$line$Bókun bæjarfulltrúa V og D lista.$line$Fulltrúar V og D lista vísa ásökunum sem fram koma í bókun Íbúahreyfingarinnar algjörlega á bug.$line$Umræddur fundur var um samskipti starfsmanna og stjórnenda stofnunar bæjarins eins og bæjarfulltrúar hafa við upplýstir um og hafa þessi mál verið ítrekað á dagskrá í bæjarráði frá því í vor.$line$$line$Það er ólíðandi að fulltrúi Íbúahreyfingarinnar í bæjarstjórn sé síendurtekið að saka bæjarfulltrúa um ósannindi. Það verður að gera þá kröfu til kjörinna fulltrúa íbúa að þeir segi satt og rétt frá.
1.2. Vegtenging Brúnás - Ásavegur 201206082
Lögð fram niðurstaða útboðs og óskað heimildar til að semja við lægstbjóðanda VGH ehf.
Niðurstaða þessa fundar:
Afgreiðsla 1086. fundar bæjarráðs, að heimila umhverfissviði að ganga til samninga við lægstbjóðanda VGH ehf., samþykkt á 587. fundi bæjarstjórnar með sjö atkvæðum.
1.3. Erindi Stefáns Erlendssonar varðandi launalaust leyfi 201206256
Erindi þessu var frestað á 1084. fundi bæjarráðs.
Sömu gögn eiga við.Niðurstaða þessa fundar:
Afgreiðslu erindisins var frestað á 1086. fundi bæjarráðs. Lagt fram á 587. fundi bæjarstjórnar.
1.4. Erindi Innanríkisráðuneytisins þar sem óskað er upplýsinga Mosfellsbæjar vegna framkominnar kæru A 201207039
Lagður er fram til kynningar úrskurður Innanríkisráðuneytisins vegna kæru. Áður á dagskrá 1083. fundar bæjarráðs þar sem þá framkomin kæra var kynnt.
Niðurstaða þessa fundar:
Erindið var lagt fram til kynningar á 1086. fundi bæjarráðs. Lagt fram á 587. fundi bæjarstjórnar.$line$$line$Til máls tóku: JJB og HP.$line$$line$$line$Bókun bæjarfulltrúa Íbúahreyfingarinnar.$line$Bæjarstjóri og meirihluti Sjálfstæðisflokks og VG koma kerfisbundið í veg fyrir að fulltrúi Íbúahreyfingarinnar geti sinnt starfi sínu með því að hunsa beiðnir um upplýsingar, hunsa beiðnir um að fá mál rædd á fundum og jafnvel með því að neita honum um að bóka í fundargerð. Allt eru þetta lögvarin réttindi bæjarfulltrúa.$line$Þessar kærur fjalla um 3 brot en eru fram komnar vegna marg ítrekaðra brota sem ekki verður lýst öðruvísi en að um kerfisbundið og vísvitandi athæfi sé að ræða gegn lýðræðinu, gegnsæi og íbúum sveitarfélagsins.$line$$line$Fulltrúar þessara flokka eru svo veikir í málfluttningi sínum og gjörðum að þeir þurfa að beita lögbrotum til þess að komast hjá því að mál séu rædd, upplýsingar og gagnrýni fái að koma fram.$line$Jón Jósef Bjarnason, bæjarfulltrúi.$line$$line$$line$Bókun D og V lista.$line$Umræddum kærum fulltrúa Íbúahreyfingarinnar til innanríkisráðuneytisins hefur verið vísað frá af hálfu ráðuneytisins. Í úrskurði ráðuneytisins leiðbeinir það bæjarfulltrúanum um það hvernig ber að bera sig að við að óska eftir málum á dagskrá nefnda og ráða bæjarins. Þessar leiðbeiningar hefur bæjarfulltrúinn einnig fengið ítrekað frá stjórnsýslu bæjarins. Bæjarfulltrúar V og D lista fagna því að bæjarfulltrúi Íbúahreyfingarinnar hafi fengið viðeigandi ráðleggingar frá ráðuneytinu.
1.5. Erindi Innanríkisráðuneytisins þar sem óskað er upplýsinga Mosfellsbæjar vegna framkominnar kæru B 201207040
Lagður er fram til kynningar úrskurður Innanríkisráðuneytisins vegna kæru. Áður á dagskrá 1083. fundar bæjarráðs þar sem þá framkomin kæra var kynnt.
Niðurstaða þessa fundar:
Erindið var lagt fram til kynningar á 1086. fundi bæjarráðs. Lagt fram á 587. fundi bæjarstjórnar.$line$$line$Til máls tóku: JJB og HP.$line$$line$$line$Bókun bæjarfulltrúa Íbúahreyfingarinnar.$line$Bæjarstjóri og meirihluti Sjálfstæðisflokks og VG koma kerfisbundið í veg fyrir að fulltrúi Íbúahreyfingarinnar geti sinnt starfi sínu með því að hunsa beiðnir um upplýsingar, hunsa beiðnir um að fá mál rædd á fundum og jafnvel með því að neita honum um að bóka í fundargerð. Allt eru þetta lögvarin réttindi bæjarfulltrúa.$line$Þessar kærur fjalla um 3 brot en eru fram komnar vegna marg ítrekaðra brota sem ekki verður lýst öðruvísi en að um kerfisbundið og vísvitandi athæfi sé að ræða gegn lýðræðinu, gegnsæi og íbúum sveitarfélagsins.$line$$line$Fulltrúar þessara flokka eru svo veikir í málfluttningi sínum og gjörðum að þeir þurfa að beita lögbrotum til þess að komast hjá því að mál séu rædd, upplýsingar og gagnrýni fái að koma fram.$line$Jón Jósef Bjarnason, bæjarfulltrúi.$line$$line$$line$Bókun D og V lista$line$Umræddum kærum fulltrúa Íbúahreyfingarinnar til innanríkisráðuneytisins hefur verið vísað frá af hálfu ráðuneytisins. Í úrskurði ráðuneytisins leiðbeinir það bæjarfulltrúanum um það hvernig ber að bera sig að við að óska eftir málum á dagskrá nefnda og ráða bæjarins. Þessar leiðbeiningar hefur bæjarfulltrúinn einnig fengið ítrekað frá stjórnsýslu bæjarins. Bæjarfulltrúar V og D lista fagna því að bæjarfulltrúi Íbúahreyfingarinnar hafi fengið viðeigandi ráðleggingar frá ráðuneytinu.
1.6. Erindi Samhjálpar vegna styrks til viðgerðar á Hlaðgerðarkoti 201207077
Áður á dagskrá 584. fundar bæjarstjórnar þar sem óskað var umsagnar framkvæmdastjóra umhverfissviðs og fjölskyldusviðs. Hjálögð umsögnin.
Niðurstaða þessa fundar:
Erindið var lagt fram til kynningar á 1086. fundi bæjarráðs. Lagt fram á 587. fundi bæjarstjórnar.
1.7. Erindi Guðnýjar Halldórsdóttur varðandi umferðarþunga í Mosfellsdal 201208013
Áður á dagskrá 1085. fundar bæjarráðs þar sem óskað var umsagnar framkvæmdastjóra umhverfissviðs. Hjálögð er umsögnin.
Niðurstaða þessa fundar:
Afgreiðslu erindisins var frestað á 1086. fundi bæjarráðs. Lagt fram á 587. fundi bæjarstjórnar.
1.8. Beiðni um aðstöðu og lagfæringar í sal 1 að Varmá 2012081267
Niðurstaða þessa fundar:
Afgreiðsla 1086. fundar bæjarráðs, að vísa erindinu til framkvæmdastjóra menningarsviðs til umsagnar, samþykkt á 587. fundi bæjarstjórnar með sjö atkvæðum.
1.9. Málefni lýðræðisnefndar 201011056
Fram er lagðar til kynningar nýsamþykktar reglur Hafnarfjarðar um birtingu gagna með fundargerðum.
Niðurstaða þessa fundar:
Afgreiðslu erindisins var frestað á 1086. fundi bæjarráðs. Lagt fram á 587. fundi bæjarstjórnar.
2. Fjölskyldunefnd Mosfellsbæjar - 195201208011F
Fundargerð 195. fundar fjölskyldunefndar lögð fram til afgreiðslu á 587. fundi bæjarstjórnar eins og einstök erindi bera með sér.
2.1. Styrkumsókn vegna Ástráðs, forvarnarstarfs læknanema 201207016
Niðurstaða þessa fundar:
Afgreiðsla 195. fundar fjölskyldunefndar, að ekki sé unnt að verða við erindinu, samþykkt á 587. fundi bæjarstjórnar með sjö atkvæðum.
2.2. Niðurgreiðsla Mosfellsbæjar á matarþjónustu á Eirhömrum 201206182
Niðurstaða þessa fundar:
Afgreiðslu erindisins var frestað á 195. fundi fjölskyldunefndar. Lagt fram á 587. fundi bæjarstjórnar.$line$$line$Til máls tóku: JS og KGÞ.
2.3. Beiðni um afhendingu á skýrslu um stöðu og þróun jafnréttismála 201207195
Niðurstaða þessa fundar:
Erindið var lagt fram til kynningar á 195. fundi fjölskyldunefndar. Lagt fram á 587. fundi bæjarstjórnar.
2.4. Jafnréttiskönnun eldra fólks 201207073
Staðan á jafnréttiskönnun eldra fólks kynnt. Ekkert fylgiskjal.
Niðurstaða þessa fundar:
Erindið var lagt fram til kynningar á 195. fundi fjölskyldunefndar. Lagt fram á 587. fundi bæjarstjórnar.
2.5. Landsfundur jafnréttisnefnda 2012 201208094
Kynning á landsfundi jafnréttisnefnda 2012 sem fer fram á Akranesi 14. september nk.
Niðurstaða þessa fundar:
Erindið var lagt fram til kynningar á 195. fundi fjölskyldunefndar. Lagt fram á 587. fundi bæjarstjórnar.
2.6. Jafnréttisdagur Mosfellsbæjar 2012 201208923
Staða máls verður kynnt á fundinum.
Niðurstaða þessa fundar:
Afgreiðsla 195. fundar fjölskyldunefndar, að sameina þetta árið jafnréttisdag Mosfellsbæjar dagskrá um virkni aldraðra og samstöðu kynslóða þann 1. október nk., samþykkt á 587. fundi bæjarstjórnar með sjö atkvæðum.
2.7. Ný reglugerð um framlög vegna þjónustu við fatlað fólk 201207037
Niðurstaða þessa fundar:
Erindið var lagt fram til kynningar á 195. fundi fjölskyldunefndar. Lagt fram á 587. fundi bæjarstjórnar.
2.8. Beiðni um samstarfssamning við Mosfellsbæ 201208603
Niðurstaða þessa fundar:
Afgreiðsla 195. fundar fjölskyldunefndar, um að gengið verði til samninga við NPA miðstöðina þegar reglur Mosfellsbæjar um þjónustuna liggja fyrir, samþykkt á 587. fundi bæjarstjórnar með sjö atkvæðum.
2.9. Erindi úrskurðarnefndar félagsþjónustu og húsnæðismála 201201505
Gögn í máli sjá 732. trúnaðarmálafund.
Niðurstaða þessa fundar:
Erindið var lagt fram á 195. fundi fjölskyldunefndar. Lagt fram á 587. fundi bæjarstjórnar.
3. Skipulagsnefnd Mosfellsbæjar - 325201208012F
Fundargerð 325. fundar skipulagsnefndar lögð fram til afgreiðslu á 587. fundi bæjarstjórnar eins og einstök erindi bera með sér.
3.1. Skólabraut 2-4, Umsókn um stöðuleyfi 201208007
Tekið fyrir að nýju og lögð fram ný teikning ásamt minnisblaði Láru Drafnar Gunnarsdóttur arkitekt. Frestað á 324. fundi.
Niðurstaða þessa fundar:
Afgreiðsla 325. fundar skipulagsnefndar, að gera ekki athugasemd við veitingu stöðuleyfis, samþykkt á 587. fundi bæjarstjórnar með sjö atkvæðum.$line$$line$Til máls tóku: JJB, HSv, BH, KT, HP, KGÞ og JS.$line$$line$$line$Bókun bæjarfulltrúa Íbúahreyfingarinnar.$line$Íbúahreyfingin fordæmir framgang bæjarstjóra í þessu máli og óskar eftir skýringu hans og afsökunarbeiðni á því að hafa vísvitandi gengið gegn rökstuddri ákvörðun nefndarinnar.$line$Þá er einnig óskað eftir afsökunarbeiðni bæjarstjóra á því að hafa komið í lok 324. fundar nefndarinnar og sýnt henni þá lítilsvirðingu að tilkynna henni að honum varði ekkert um samþykktir nefndarinnar og muni framkvæma þetta í trássi við hana.$line$ $line$Íbúahreyfingin hvetur meirihlutann til þess að virða lög og lýðræðisleg vinnubrögð.$line$$line$Jón Jósef Bjarnason, bæjarfulltrúi.$line$$line$$line$Bókun D og V lista.$line$Bæjarfulltrúar D og V lista fagna því að nýtt húsnæði við Varmárvöll sem kom í stað fyrri aðstöðu sem var á sama stað hafi komist í notkun í tæka tíð fyrir heimaleik meistaraflokks karla í Aftureldingu með samþykki eftirlitsmanns KSÍ. Að öðru leyti er vísað til skýringa og upplýsinga sem fram hafa komið hér á undan.
3.2. Aðalskipulag 2011-2030, endurskoðun á AS 2002-2024 200611011
Tekið fyrir að nýju í kjölfar forkynningar skv. 2. mgr. 30. gr. skipulagslaga. Lögð fram svör Kópavogsbæjar og Heilbrigðiseftirlits Kjósarsvæðis, sem gera ýmsar athugasemdir við tillögu, og svar Vegagerðarinnar um afstöðu hennar til tillögunnar. Einnig lagður fram tölvupóstur frá framkvæmdastjóra SSH sem spyrst fyrir um samræmi tillögunnar við svæðisskipulag. Svör bárust einnig frá Flugmálastjórn, Seltjarnarnesbæ, Ölfusi og Grímsnes og Grafningshreppi sem ekki gera neinar athugasemdir.
Lögð fram tillaga að ýmsum breytingum á greinargerð og uppdráttum vegna framkominna athugasemda, og drög að svari til Kópavogsbæjar. Einnig lagt fram minnisblað skipulagsfulltrúa um samanburð tillögu við svæðisskipulag.Niðurstaða þessa fundar:
Afgreiðsla 325. fundar skipulagsnefndar, að samþykkja framlagðar tillögur að breytingum á skipulagsgögnum o.fl. og að tillagan verði svo breytt lögð fram til afgreiðslu á næsta fundi, samþykkt á 587. fundi bæjarstjórnar með sex atkvæðum.$line$$line$Til máls tóku: JS, BH, HP, HSv og KGÞ.
Fundargerðir til kynningar
4. Fundargerð 378. fundar SSH201208861
Til máls tóku: HP og BH.
Fundargerð 378. fundar SSH lögð fram á 587. fundi bæjarstjórnar.