3. júlí 2012 kl. 17:15,
2. hæð Helgafell
Fundinn sátu
- Eva Magnúsdóttir (EMa) formaður
- Hafsteinn Pálsson (HP) aðalmaður
- Sæunn Þorsteinsdóttir aðalmaður
- Elísabet Kristjánsdóttir aðalmaður
- Snorri Gissurarson 2. varamaður
- Sólborg Alda Pétursdóttir vara áheyrnarfulltrúi
- Helga Jóhanna Magnúsdóttir áheyrnarfulltrúi
- Guðrún Þórhildur Elfarsdóttir (GÞE) vara áheyrnarfulltrúi
- Jóhanna S Hermannsdóttir áheyrnarfulltrúi
- Berglind Bára Hansdóttir áheyrnarfulltrúi
- Atli Guðlaugsson fræðslusvið
- Hulda Sólrún Guðmundsdóttir fræðslusvið
- Þrúður Hjelm fræðslusvið
- Þóranna Rósa Ólafsdóttir (ÞRÓ) fræðslusvið
- Magnea S Ingimundardóttir (MI) fræðslusvið
- Gunnhildur María Sæmundsdóttir fræðslusvið
- Björn Þráinn Þórðarson framkvæmdastjóri fræðslusviðs
- Stefán Ómar Jónsson (SÓJ) framkvæmdastjóri stjórnsýslusviðs
Fundargerð ritaði
Björn Þráinn Þórðarson framkvæmdastjóri fræðslusviðs
Dagskrá fundar
Almenn erindi
1. Erindi, tillögur (verkefnahóps 5) vegna tónlistarskóla og listmenntun201206101
Vísað til umsagnar framkvæmdastjóra fræðslusviðs og fræðslunefndar frá 1078. fundi bæjarráðs.
Umsögn send bæjarráði.
2. Úttekt ráðuneytis á stærðfræðikennslu í 8 grunnskólum201206025
Lagt fram til upplýsinga
Úttekt lögð fram og lagt til að hún sé kynnt grunnskólunum. Jafnframt óskað eftir að fræðslunefnd fái upplýsingar um hvernig grunnskólar bæjarins nýti sér innihald hennar.
3. Krikaskóli - erindi til mennta- og menningarmálaráðuneytis um að gerast þróunarskóli á grundvelli 44. gr. grunnskólalaga nr. 91/2008.201109309
Lagt fram.
Lagt fram. Fræðslunefnd fagnar því að þessi heimild sé nú fengin og Krikaskóla óskað til hamingju með þennan áfanga.
4. Skólastjórn Lágafellsskóla201006288
Tillögur um skipan skólastjórnunar við Lágafellsskóla lagðar fram til staðfestingar.
Lögð fram greinargerð um skólastjórnun Lágafellsskóla, þar sem fram kemur sú tillaga að í Lágafellsskóla verði einn skólastjóri. Þá er lagt til að deildarstjórar verði fjórir og að auki að einn stjórnandi verði deildar- og verkefnisstjóri rekstrar og skipulags.
Fræðslunefnd leggur til að bæjarstjórn staðfesti framlagðar tillögur, en gert er ráð fyrir að kostnaðarauki vegna þeirra verði 2,1 milljón á árinu 2013.
5. Skýrsla vinnuhóps um sérkennslu og sérfræðiþjónustu leik- og grunnskóla Mosfellsbæjar201103249
Skýrsla vinnhóps og tillögur lagðar fram til staðfestingar.
Skýrsla vinnuhóps lögð fram. Þar koma fram tillögur um umbætur á þjónustu við börn með sérþarfir. Lagt er til að stofnaðar verði sérdeildir við Lágafellsskóla og Varmárskóla, auk þess sem fest verði í sessi Þjónustu- og þekkingarsetur við Skólaskrifstofuna um börn með ADHD greiningu og langveik börn og við Krikaskóla verði staðsett þekkingarsetur um mál og læsi.
Fræðslunefnd leggur til við bæjarstjórn að tillögum vinnuhópsins verði hrint í framkvæmd og felur Skólaskrifstofu að vinna að því í samráði við leik- og grunnskóla. Gerðar verði ráðstafanir í fjárhagsáætlun í samræmi við það næstu 3 árin. Þá leggur nefndin áherslu á að tillögur verkefnahópsins fái góða umfjöllun í leik- og grunnskólunum.
Fræðslunefnd þakkar verkefnahópnum vel unnin störf.
6. Erindi kennara um stjórnun í Varmárskóla201206080
Kynnt er staða mála vegna samskiptavanda í Varmárskóla. Málið er jafnframt tekið fyrir að beiðni fulltrúa Íbúahreyfingarinnar.
Málið kynnt. Lagt til að unnið verði að málinu í samræmi við það sem fram kom á fundinum.
Almenn erindi - umsagnir og vísanir
7. Verkefnalisti Staðardagskrár 21 í Mosfellsbæ 2012201202171
Drög að verkefnalista Staðardagskrár 21 í Mosfellsbæ fyrir árið 2012 send frá umhverfisnefnd til fræðslunefndar til umsagnar
Umsögn send umhverfisnefnd.