Hoppa í meginmál
mos.is - Forsíða

3. júlí 2012 kl. 17:15,
2. hæð Helgafell


Fundinn sátu

  • Eva Magnúsdóttir (EMa) formaður
  • Hafsteinn Pálsson (HP) aðalmaður
  • Sæunn Þorsteinsdóttir aðalmaður
  • Elísabet Kristjánsdóttir aðalmaður
  • Snorri Gissurarson 2. varamaður
  • Sólborg Alda Pétursdóttir vara áheyrnarfulltrúi
  • Helga Jóhanna Magnúsdóttir áheyrnarfulltrúi
  • Guðrún Þórhildur Elfarsdóttir (GÞE) vara áheyrnarfulltrúi
  • Jóhanna S Hermannsdóttir áheyrnarfulltrúi
  • Berglind Bára Hansdóttir áheyrnarfulltrúi
  • Atli Guðlaugsson fræðslusvið
  • Hulda Sólrún Guðmundsdóttir fræðslusvið
  • Þrúður Hjelm fræðslusvið
  • Þóranna Rósa Ólafsdóttir (ÞRÓ) fræðslusvið
  • Magnea S Ingimundardóttir (MI) fræðslusvið
  • Gunnhildur María Sæmundsdóttir fræðslusvið
  • Björn Þráinn Þórðarson framkvæmdastjóri fræðslusviðs
  • Stefán Ómar Jónsson (SÓJ) framkvæmdastjóri stjórnsýslusviðs

Fundargerð ritaði

Björn Þráinn Þórðarson framkvæmdastjóri fræðslusviðs


Dagskrá fundar

Almenn erindi

  • 1. Er­indi, til­lög­ur (verk­efna­hóps 5) vegna tón­list­ar­skóla og list­mennt­un201206101

    Vísað til umsagnar framkvæmdastjóra fræðslusviðs og fræðslunefndar frá 1078. fundi bæjarráðs.

    Um­sögn send bæj­ar­ráði.

    • 2. Út­tekt ráðu­neyt­is á stærð­fræði­kennslu í 8 grunn­skól­um201206025

      Lagt fram til upplýsinga

      Út­tekt lögð fram og lagt til að hún sé kynnt grunn­skól­un­um.  Jafn­framt óskað eft­ir að fræðslu­nefnd fái upp­lýs­ing­ar um hvern­ig grunn­skól­ar bæj­ar­ins nýti sér inni­hald henn­ar.

      • 3. Krika­skóli - er­indi til mennta- og menn­ing­ar­mála­ráðu­neyt­is um að gerast þró­un­ar­skóli á grund­velli 44. gr. grunn­skóla­laga nr. 91/2008.201109309

        Lagt fram.

        Lagt fram.  Fræðslu­nefnd fagn­ar því að þessi heim­ild sé nú feng­in og Krika­skóla óskað til ham­ingju með þenn­an áfanga.

        • 4. Skóla­stjórn Lága­fells­skóla201006288

          Tillögur um skipan skólastjórnunar við Lágafellsskóla lagðar fram til staðfestingar.

          Lögð fram grein­ar­gerð um skóla­stjórn­un Lága­fells­skóla, þar sem fram kem­ur sú til­laga að í Lága­fells­skóla verði einn skóla­stjóri.  Þá er lagt til að deild­ar­stjór­ar verði fjór­ir og að auki að einn stjórn­andi verði deild­ar- og verk­efn­is­stjóri rekstr­ar og skipu­lags.

           

          Fræðslu­nefnd legg­ur til að bæj­ar­stjórn stað­festi fram­lagð­ar til­lög­ur, en gert er ráð fyr­ir að kostn­að­ar­auki vegna þeirra verði 2,1 millj­ón á ár­inu 2013.

          • 5. Skýrsla vinnu­hóps um sér­kennslu og sér­fræði­þjón­ustu leik- og grunn­skóla Mos­fells­bæj­ar201103249

            Skýrsla vinnhóps og tillögur lagðar fram til staðfestingar.

            Skýrsla vinnu­hóps lögð fram.  Þar koma fram til­lög­ur um um­bæt­ur á þjón­ustu við börn með sér­þarf­ir. Lagt er til að stofn­að­ar verði sér­deild­ir við Lága­fells­skóla og Varmár­skóla, auk þess sem fest verði í sessi Þjón­ustu- og þekk­ing­ar­set­ur við Skóla­skrif­stof­una um börn með ADHD grein­ingu og lang­veik börn og við Krika­skóla verði stað­sett þekk­ing­ar­set­ur um mál og læsi.

             

            Fræðslu­nefnd legg­ur til við bæj­ar­stjórn að til­lög­um vinnu­hóps­ins verði hrint í fram­kvæmd og fel­ur Skóla­skrif­stofu að vinna að því í sam­ráði við leik- og grunn­skóla.  Gerð­ar verði ráð­staf­an­ir í fjár­hags­áætlun í sam­ræmi við það næstu 3 árin. Þá legg­ur nefnd­in áherslu á að til­lög­ur verk­efna­hóps­ins fái góða um­fjöllun í leik- og grunn­skól­un­um.

             

            Fræðslu­nefnd þakk­ar verk­efna­hópn­um vel unn­in störf.

            • 6. Er­indi kenn­ara um stjórn­un í Varmár­skóla201206080

              Kynnt er staða mála vegna samskiptavanda í Varmárskóla. Málið er jafnframt tekið fyrir að beiðni fulltrúa Íbúahreyfingarinnar.

              Mál­ið kynnt. Lagt til að unn­ið verði að mál­inu í sam­ræmi við það sem fram kom á fund­in­um.

              Almenn erindi - umsagnir og vísanir

              • 7. Verk­efna­listi Stað­ar­dag­skrár 21 í Mos­fells­bæ 2012201202171

                Drög að verkefnalista Staðardagskrár 21 í Mosfellsbæ fyrir árið 2012 send frá umhverfisnefnd til fræðslunefndar til umsagnar

                Um­sögn send um­hverf­is­nefnd.

                Fleira var ekki gert. Fundi slitið kl. 19:00