5. september 2013 kl. 07:30,
2. hæð Helgafell
Fundinn sátu
- Hafsteinn Pálsson (HP) formaður
- Bryndís Haraldsdóttir (BH) varaformaður
- Jón Jósef Bjarnason (JJB) aðalmaður
- Hanna Bjartmars Arnardóttir vara áheyrnarfulltrúi
- Bryndís Brynjarsdóttir (BBr) áheyrnarfulltrúi
- Stefán Ómar Jónsson (SÓJ) bæjarritari
Fundargerð ritaði
Stefán Ómar Jónsson bæjarritari
Dagskrá fundar
Almenn erindi
1. Stjórnun í Varmárskóla201206080
Lagt fram minnisblað um stjórnun í Varmárskóla skólaárið 2013-14. Framkvæmdastjóri fræðslusviðs og mannauðsstjóri mæta á fundinn undir þessum dagskrárlið.
Samþykkt með þremur atkvæðum að fresta afgreiðslu erindisins.
2. Erindi Lágafellsskóla varðandi hljóðvist í kennslurýmum201307194
Um er að ræða breiðni um að loka kennslurýmum í 3. áfanga skólans. Óskað er heimildar bæjarráðs til þess að ráðast í umræddar úrbætur.
Tillaga kom fram frá bæjarráðsmanni Jóni Jósefi Bjarnasyni um að vísa erindinu til fjárhagsáætlunar 2014 og var hún felld með tveimur atkvæðum gegn einu atkvæði.
Samþykkt með þremur atkvæðum að heimila framkvæmdir við hljóðvist í Lágafellsskóla. Heildarkostnaður er ráðgerður 10,5 millj. kr. en framkvæmdin dreifist á 2013 og 2014 og er kostnaður sem fellur til á árinu 2013 4,5 millj. kr.
Fjármálastjóra falið að semja tillögu að viðauka við fjárhagsáætlun ársins og leggja fyrir bæjarráð.3. Kærunefnd útboðsmála, kæra Gámaþjónustunnar hf.201305102
Kærunefnd útboðsmála, kæra Gámaþjónustunnar hf. endanleg niðurstaða Kærunefndar útboðsmála til kynningar.
Endanlegur úrskurður Kærunefndar útboðsmála lagður fram.
4. Erindi Heilbriðgiseftirlits Kjósarsvæðis varðandi starfsemi Mótomos í Mosfellsbæ2013082023
Erindi Heilbriðgiseftirlits Kjósarsvæðis varðandi starfsemi Mótomos í Mosfellsbæ en í erindinu er m.a. hvatt til þess að hljóðmælingar fari fram á braut Mótomos.
Samþykkt með þremur atkvæðum að vísa erindinu til umsagnar framkvæmdastjóra umhverfissviðs.
5. Árshlutareikningur SORPU bs., janúar - júní 2013201309033
Kynntur er árshlutareikningur SORPU bs. fyrir tímabilið janúar - júní 2013.
Árshlutareikningurinn lagður fram.