Hoppa í meginmál
mos.is - Forsíða

5. september 2013 kl. 07:30,
2. hæð Helgafell


Fundinn sátu

  • Hafsteinn Pálsson (HP) formaður
  • Bryndís Haraldsdóttir (BH) varaformaður
  • Jón Jósef Bjarnason (JJB) aðalmaður
  • Hanna Bjartmars Arnardóttir vara áheyrnarfulltrúi
  • Bryndís Brynjarsdóttir (BBr) áheyrnarfulltrúi
  • Stefán Ómar Jónsson (SÓJ) bæjarritari

Fundargerð ritaði

Stefán Ómar Jónsson bæjarritari


Dagskrá fundar

Almenn erindi

  • 1. Stjórn­un í Varmár­skóla201206080

    Lagt fram minnisblað um stjórnun í Varmárskóla skólaárið 2013-14. Framkvæmdastjóri fræðslusviðs og mannauðsstjóri mæta á fundinn undir þessum dagskrárlið.

    Sam­þykkt með þrem­ur at­kvæð­um að fresta af­greiðslu er­ind­is­ins.

    • 2. Er­indi Lága­fells­skóla varð­andi hljóð­vist í kennslu­rým­um201307194

      Um er að ræða breiðni um að loka kennslurýmum í 3. áfanga skólans. Óskað er heimildar bæjarráðs til þess að ráðast í umræddar úrbætur.

      Til­laga kom fram frá bæj­ar­ráðs­manni Jóni Jós­efi Bjarna­syni um að vísa er­ind­inu til fjár­hags­áætl­un­ar 2014 og var hún felld með tveim­ur at­kvæð­um gegn einu at­kvæði.

      Sam­þykkt með þrem­ur at­kvæð­um að heim­ila fram­kvæmd­ir við hljóð­vist í Lága­fells­skóla. Heild­ar­kostn­að­ur er ráð­gerð­ur 10,5 millj. kr. en fram­kvæmd­in dreif­ist á 2013 og 2014 og er kostn­að­ur sem fell­ur til á ár­inu 2013 4,5 millj. kr.
      Fjár­mála­stjóra fal­ið að semja til­lögu að við­auka við fjár­hags­áætlun árs­ins og leggja fyr­ir bæj­ar­ráð.

      • 3. Kær­u­nefnd út­boðs­mála, kæra Gáma­þjón­ust­unn­ar hf.201305102

        Kærunefnd útboðsmála, kæra Gámaþjónustunnar hf. endanleg niðurstaða Kærunefndar útboðsmála til kynningar.

        End­an­leg­ur úr­skurð­ur Kær­u­nefnd­ar út­boðs­mála lagð­ur fram.

        • 4. Er­indi Heil­brið­gis­eft­ir­lits Kjós­ar­svæð­is varð­andi starf­semi Mótomos í Mos­fells­bæ2013082023

          Erindi Heilbriðgiseftirlits Kjósarsvæðis varðandi starfsemi Mótomos í Mosfellsbæ en í erindinu er m.a. hvatt til þess að hljóðmælingar fari fram á braut Mótomos.

          Sam­þykkt með þrem­ur at­kvæð­um að vísa er­ind­inu til um­sagn­ar fram­kvæmda­stjóra um­hverf­is­sviðs.

          • 5. Árs­hluta­reikn­ing­ur SORPU bs., janú­ar - júní 2013201309033

            Kynntur er árshlutareikningur SORPU bs. fyrir tímabilið janúar - júní 2013.

            Árs­hluta­reikn­ing­ur­inn lagð­ur fram.

            Fleira var ekki gert. Fundi slitið kl. 09:30