Mál númer 201108002
- 20. júní 2012
Bæjarstjórn Mosfellsbæjar #583
Greint verður frá 2. landsmóti UMFÍ sem haldið er þessa helgi. Valdimar Leó kemur með ferskar fréttir.
<DIV><DIV>Til máls tók: BH.</DIV><DIV>Erindið kynnt á 161. fundi íþrótta- og tómstundanefndar. Lagt fram á 583. fundi bæjarstjórnar.</DIV></DIV>
- 11. júní 2012
Íþrótta- og tómstundanefnd Mosfellsbæjar #161
Greint verður frá 2. landsmóti UMFÍ sem haldið er þessa helgi. Valdimar Leó kemur með ferskar fréttir.
Valdimar Leó Friðriksson formaður landsmótsnefndar greindi frá því hvernig 2. landsmót UMFÍ 50 ára og eldri í Mosfellsbæ gekk fyrir sig. Þátttakendur voru 680. Að auki tóku 100 hlauparar þátt í 7. tinda hlaupinu og 65 í Álafosshlaupinu.
Valdimar kom á framfæri sérstöku þakklæti til starfsfólks Mosfellsbæjar, bæði Áhaldahúss og starfsmanna Íþróttahússins að Varmá. Mótið gekk sérstaklega vel og var til fyrirmyndar í alla staði.
Íþrótta- og tómstundanefnd færir fram þakkir til UMFÍ, UMSK, Aftureldingar, Golfklúbbsins Kjalar, Hestamannaféalgsins Harðar og allra annarra aðstandenda og var þetta landsmót Ungmennafélögum og Mosfellsbæ til sóma.
- 29. febrúar 2012
Bæjarstjórn Mosfellsbæjar #575
Lögð fram drög að samningi við Landsmótsnefnd UMFÍ - 50
<DIV>Á 158. fundi íþrótta- og tómstundanefndar voru lögð fram drög að samningi varðandi landsmótið og jafnframt lagt til að hann yrði samþykktur. </DIV><DIV>Lagt fram á 575. fundi bæjarstjórnar. </DIV><DIV>Erindið er til afgreiðslu fyrr á þessum fundi sbr. fundargerð 1064. fundar bæjarráðs.</DIV>
- 29. febrúar 2012
Bæjarstjórn Mosfellsbæjar #575
Lögð fram drög að samkomulagi ásamt minnisblaði
<DIV><DIV><DIV><DIV><DIV><DIV>Til máls tóku: JJB, HSv, BH, KGÞ og KT.</DIV><DIV> </DIV><DIV>Erindinu var vísað til bæjarstjórnar frá bæjarráði.</DIV><DIV> </DIV><DIV>Tillaga.</DIV><DIV>Bæjarstjórn samþykkir framlagðan samning vegna landsmóts 50 ára og eldri og felur bæjarstjóra að undirrita hann. <BR>Jafnframt lýsir bæjarstjórn yfir ánægju sinni með að þetta verkefni verði að veruleika hér í Mosfellsbæ og þeirri samstöðu sem um það ríkir hjá félagasamtökum hér í bænum. Mótið er fjölskylduhátíð með fjölbreyttri dagskrá. Ljóst er að Mosfellsbær ásamt fyrirtækjum í hér í bæ munu njóta góðs af því að hingað komi fjöldi fólk víða af landinu til þess að eiga góða stund og um leið nýta sér þá þjónustu sem boðið er upp á í bæjarfélaginu. Þetta er skemmtilegur viðburður á 25 ára afmælisári bæjarins.</DIV><DIV>Samþykkt með sjö atkvæðum.</DIV><DIV> </DIV><DIV>Jón Jósef Bjarnason vill láta færa til bókar að hann samþykki samninginn en er mótfallinn auknum kostnaði Mosfellsbæjar vegna mótsins.</DIV></DIV></DIV></DIV></DIV></DIV>
- 23. febrúar 2012
Bæjarráð Mosfellsbæjar #1064
Lögð fram drög að samkomulagi ásamt minnisblaði
Bæjarráð vísar framlögðum drögum að samkomulagi um samstarfssamning við UMFÍ um að halda landsmót 50 ára og eldri sumarið 2012 til bæjarstjórnar.
- 16. febrúar 2012
Íþrótta- og tómstundanefnd Mosfellsbæjar #158
Lögð fram drög að samningi við Landsmótsnefnd UMFÍ - 50
Lögð fram drög að samningi. Íþrótta- og tómstundanefnd leggur til við bæjarstjórn að samningurinn verði samþykktur.
- 23. nóvember 2011
Bæjarstjórn Mosfellsbæjar #569
Óskað er eftir tilnefningu eins fulltrúa Mosfellsbæjar í landsmótsnefnd. Engin gögn lögð fram.
<DIV><DIV><DIV>Til máls tóku: HBA, HP og BH.</DIV></DIV><DIV>Afgreiðsla 1051. fundar bæjarráðs, að tilnefna Rúnar Braga Guðlaugsson sem fulltrúa Mosfellsbæjar í landsmótsnefnd, samþykkt á 569. fundi bæjarstjórnar með sjö atkvæðum.</DIV></DIV>
- 10. nóvember 2011
Bæjarráð Mosfellsbæjar #1051
Óskað er eftir tilnefningu eins fulltrúa Mosfellsbæjar í landsmótsnefnd. Engin gögn lögð fram.
Til máls tóku: HS, JJB og BH.
Samþykkt með þremur atkvæðum að tilnefna Rúnar Braga Guðlaugsson, formann fulltrúa Mosfellsbæjar í þróunar- og ferðamálanefndar Mosfellsbæjar, í landsmótsnefnd vegna landsmóts UMFÍ 50 sem haldið verður í Mosfellsbæ á næsta ári.
- 12. október 2011
Bæjarstjórn Mosfellsbæjar #566
Frestað á 1046. fundi bæjarráðs.
<DIV><DIV>Afgreiðsla 1047. fundar bæjarráðs, um að leggja til aðstöðu fyrir landsmótið, samþykkt á 566. fundi bæjarstjórnar með sjö atkvæðum.</DIV><DIV> </DIV><DIV>Til máls tók: KT.</DIV></DIV>
- 12. október 2011
Bæjarstjórn Mosfellsbæjar #566
Áður á dagskrá 1039. fundar bæjarráðs þar sem samþykkt var að fela bæjarstjóra, framkvæmdastjóra menningarsviðs ásamt íþrótta- og tómstundanefnd að kanna grundvöll fyrir umsókn. Hjálögð er umsögn ásamt afgreiðslu 154. fundar íþrótta- og tómstundanefndar.
<DIV><DIV>Afgreiðslu erindisins frestað á 1046. fundi bæjarráðs. Frestað á 566. fundi bæjarstjórnar.</DIV></DIV>
- 6. október 2011
Bæjarráð Mosfellsbæjar #1047
Frestað á 1046. fundi bæjarráðs.
Til máls tók: HS.
Samþykkt með þremur atkvæðum að leggja til aðstöðu líkt og lagt er til í minnisblaði. Bæjarráð fagnar því að mótið verður haldið í Mosfellsbæ árið 2012.
- 29. september 2011
Bæjarráð Mosfellsbæjar #1046
Áður á dagskrá 1039. fundar bæjarráðs þar sem samþykkt var að fela bæjarstjóra, framkvæmdastjóra menningarsviðs ásamt íþrótta- og tómstundanefnd að kanna grundvöll fyrir umsókn. Hjálögð er umsögn ásamt afgreiðslu 154. fundar íþrótta- og tómstundanefndar.
Frestað.
- 28. september 2011
Bæjarstjórn Mosfellsbæjar #565
Lagt fram til staðfestingar
<DIV><DIV><DIV>Til máls tók: HSv.</DIV><DIV>Erindið lagt fram á 154. fundi íþrótta- og tómstundanefndar. Lagt fram á 565. fundi bæjarstjórnar.</DIV></DIV></DIV>
- 13. september 2011
Íþrótta- og tómstundanefnd Mosfellsbæjar #154
Lagt fram til staðfestingar
Íþrótta- og tómstundanefnd leggur til við bæjarstjórn að styðja umsókn UMFA um að 2. landsmót 50 ára og eldri árið 2012 verði haldið í Mosfellsbæ með þeim fyrirvörum sem koma fram í framlögðu minnisblaði.
- 11. ágúst 2011
Bæjarráð Mosfellsbæjar #1039
Til máls tóku: HS, HSv, KT, ÞBS og JS.
Samþykkt með þremur atkvæðum að fela bæjarstjóra, framkvæmdastjóra menningarsviðs ásamt íþrótta- og tómstundanefnd að kanna grundvöll fyrir umsókn.