16. febrúar 2012 kl. 17:00,
2. hæð Helgafell
Fundinn sátu
- Theódór Kristjánsson (TKr) formaður
- Högni Snær Hauksson varaformaður
- Kolbrún Reinholdsdóttir (KR) aðalmaður
- Valdimar Leó Friðriksson aðalmaður
- Indriði Jósafatsson menningarsvið
- Sigurður Brynjar Guðmundsson menningarsvið
- Edda Ragna Davíðsdóttir menningarsvið
- Björn Þráinn Þórðarson framkvæmdastjóri menningarsviðs
Fundargerð ritaði
Björn Þráinn Þórðarson framkvæmdastjóri menningarsviðs
Dagskrá fundar
Almenn erindi
1. Erindi Ungmennafélags Íslands varðandi 2. landsmót UMFÍ 50 2012201108002
Lögð fram drög að samningi við Landsmótsnefnd UMFÍ - 50
Lögð fram drög að samningi. Íþrótta- og tómstundanefnd leggur til við bæjarstjórn að samningurinn verði samþykktur.
2. Íþrótta- og tómstundaþing Mosfellsbæjar201104020
Kynntar tímasetningar um þingið.
Íþrótta- og tómstundaþing Mosfellsbæjar fer fram 17. mars.
Íþrótta- og tómstundanefnd hvetur bæjarbúa og alla hagsmunaaðila sem koma að íþrótta- og tómustundamálum í Mosfellsbæ til að mæta á þingið sem hefst kl. 9 í Krikaskóla.
3. Samningur við Tómstundaskóla Mosfellsbæjar 2012201202126
Lögð fram drög að samningi ásamt minnisblaði
Samningurinn lagður fram. Íþrótta- og tómstundanefnd leggur til við bæjarstjórn að samþykkja samninginn.
4. Samstarf við ÍSÍ um afreksfólk úr Mosfellsbæ201201487
Kynnt niðurstaða bæjarstjórnar og framhald málsins rætt
Rætt um framhald málsins og lagt til að nefndin setji sig í samband við ÍSÍ vegna málsins, sem og skóla í Mosfellsbæ í framhaldinu.
5. Styrkir til efnilegra ungmenna 2012201202125
Lagt fram minnisblað um framkvæmd styrkveitinga 2012 til samþykktar nefndarinnar.
Lagt til að styrkir til efnilegra ungmenna verði með sama sniði og síðasta sumar eins og fram kemur í framlögðu minnisblaði.
6. Sumarvinna ungmenna 2012201202127
Lögð fram gögn og upplýsingar um sumarvinnu ungmenna og Vinnuskóla 2010 og 2011. Áætlun um sumarvinnu 2012 kynnt.
Áætlun um sumarvinnu 2012 kynnt, bæði fyrir unglinga í Vinnuskóla og önnur ungmenni. Sumarvinna verður með sama hætti og síðastliðið ár.
7. Yfirlýsing Mosverja og Mosfellsbæjar í tilefni 50 ára afmælis skátafélagsins201202075
Yfirlýsing lögð fram til kynningar og athugasemda.
Yfirlýsing Skátafélagsins Mosverja og Mosfellsbæjar í tilefni 50 ára afmælis félagsins lögð fram.
Nefndin lýsir yfir ánægju með yfirlýsinguna. Í hennir segir meðal annars: "Markmið skátahreyfingarinnar er að stuðla að því að börn og unglingar verði sjálfstæðir, virkir og ábyrgir einstaklingar. Í gegnum skátastarfið er hægt að finna margar skemmtilegar og spennandi leiðir til að eflast og þroskast í leik og starfi. Skátafélagið Mosverjar hefur með verkum sínum og starfsemi sýnt getu sína til að ná þessum markmiðum og Mosfellsbær fyrir hönd bæjarbúa lýsir yfir þakklæti og ánægju vegna þessa."