Hoppa í meginmál
mos.is - Forsíða

16. febrúar 2012 kl. 17:00,
2. hæð Helgafell


Fundinn sátu

  • Theódór Kristjánsson (TKr) formaður
  • Högni Snær Hauksson varaformaður
  • Kolbrún Reinholdsdóttir (KR) aðalmaður
  • Valdimar Leó Friðriksson aðalmaður
  • Indriði Jósafatsson menningarsvið
  • Sigurður Brynjar Guðmundsson menningarsvið
  • Edda Ragna Davíðsdóttir menningarsvið
  • Björn Þráinn Þórðarson framkvæmdastjóri menningarsviðs

Fundargerð ritaði

Björn Þráinn Þórðarson framkvæmdastjóri menningarsviðs


Dagskrá fundar

Almenn erindi

  • 1. Er­indi Ung­menna­fé­lags Ís­lands varð­andi 2. lands­mót UMFÍ 50 2012201108002

    Lögð fram drög að samningi við Landsmótsnefnd UMFÍ - 50

    Lögð fram drög að samn­ingi.  Íþrótta- og tóm­stunda­nefnd legg­ur til við bæj­ar­stjórn að samn­ing­ur­inn verði sam­þykkt­ur.

    • 2. Íþrótta- og tóm­stunda­þing Mos­fells­bæj­ar201104020

      Kynntar tímasetningar um þingið.

      Íþrótta- og tóm­stunda­þing Mos­fells­bæj­ar fer fram 17. mars.

       

      Íþrótta- og tóm­stunda­nefnd hvet­ur bæj­ar­búa og alla hags­muna­að­ila sem koma að íþrótta- og tóm­u­stunda­mál­um í Mos­fells­bæ til að mæta á þing­ið sem hefst kl. 9 í Krika­skóla.

      • 3. Samn­ing­ur við Tóm­stunda­skóla Mos­fells­bæj­ar 2012201202126

        Lögð fram drög að samningi ásamt minnisblaði

        Samn­ing­ur­inn lagð­ur fram.  Íþrótta- og tóm­stunda­nefnd legg­ur til við bæj­ar­stjórn að sam­þykkja samn­ing­inn.

        • 4. Sam­st­arf við ÍSÍ um af­reks­fólk úr Mos­fells­bæ201201487

          Kynnt niðurstaða bæjarstjórnar og framhald málsins rætt

          Rætt um fram­hald máls­ins og lagt til að nefnd­in setji sig í sam­band við ÍSÍ vegna máls­ins, sem og skóla í Mos­fells­bæ í fram­hald­inu.

          • 5. Styrk­ir til efni­legra ung­menna 2012201202125

            Lagt fram minnisblað um framkvæmd styrkveitinga 2012 til samþykktar nefndarinnar.

            Lagt til að styrk­ir til efni­legra ung­menna verði með sama sniði og síð­asta sum­ar eins og fram kem­ur í fram­lögðu minn­is­blaði.

            • 6. Sum­ar­vinna ung­menna 2012201202127

              Lögð fram gögn og upplýsingar um sumarvinnu ungmenna og Vinnuskóla 2010 og 2011. Áætlun um sumarvinnu 2012 kynnt.

              Áætlun um sum­ar­vinnu 2012 kynnt, bæði fyr­ir ung­linga í Vinnu­skóla og önn­ur ung­menni.  Sum­ar­vinna verð­ur með sama hætti og síð­ast­lið­ið ár.

              • 7. Yf­ir­lýs­ing Mosverja og Mos­fells­bæj­ar í til­efni 50 ára af­mæl­is skáta­fé­lags­ins201202075

                Yfirlýsing lögð fram til kynningar og athugasemda.

                Yf­ir­lýs­ing Skáta­fé­lags­ins Mosverja og Mos­fells­bæj­ar í til­efni 50 ára af­mæl­is fé­lags­ins lögð fram. 

                 

                Nefnd­in lýs­ir yfir ánægju með yf­ir­lýs­ing­una.  Í henn­ir seg­ir með­al ann­ars:  "Markmið skáta­hreyf­ing­ar­inn­ar er að stuðla að því að börn og ung­ling­ar verði sjálf­stæð­ir, virk­ir og ábyrg­ir ein­stak­ling­ar. Í gegn­um skát­a­starf­ið er hægt að finna marg­ar skemmti­leg­ar og spenn­andi leið­ir til að eflast og þroskast í leik og starfi.  Skáta­fé­lag­ið Mosverj­ar hef­ur með verk­um sín­um og starf­semi sýnt getu sína til að ná þess­um mark­mið­um og Mos­fells­bær fyr­ir hönd bæj­ar­búa lýs­ir yfir þakklæti og ánægju vegna þessa."

                Fleira var ekki gert. Fundi slitið kl. 19:00