10. nóvember 2011 kl. 07:30,
2. hæð Helgafell
Fundinn sátu
- Herdís Sigurjónsdóttir formaður
- Bryndís Haraldsdóttir (BH) varaformaður
- Jón Jósef Bjarnason (JJB) aðalmaður
- Ólafur Gunnarsson (ÓG) aðalmaður
- Jónas Sigurðsson (JS) áheyrnarfulltrúi
- Haraldur Sverrisson bæjarstjóri
- Stefán Ómar Jónsson (SÓJ) bæjarritari
Fundargerð ritaði
Stefán Ómar Jónsson bæjarritari
Dagskrá fundar
Almenn erindi
1. Samráðslýðræði, kynning á Íbúar ses201110263
Áður á dagskrá 1049. fundar bæjarráðs þar sem óskað var eftir kynningu frá Íbúar - Samráðslýðræði. Fulltrúi þeirra mætir á fundinn um 08:30 og kynnir starfssemina. Engin gögn fylgja.
Á fundinn undir þessum dagskrárlið voru mættir Gunnar Grímsson og Róbert Bjarnason fulltrúar frá Íbúar sjálfseignarstofnun.
Fulltrúar Íbúar sjálfseignarstofnun fóru yfir og kynntu þá aðferðarfræði sjálfseignarstofnunin hefur þróað og þá sérstaklega vefinn Betri Reykjavík.
2. Tillögur rýnihóps um gerð og framkvæmd svæðisskipulags höfuðborgarsvæðisins201109392
Áður á 1046. fundi bæjarráðs þar sem óskað var umsagnar skipulagsnefndar. Hjálögð er umsögnin.
<DIV><DIV><DIV><DIV>Til máls tók: HS.</DIV><DIV>Samþykkt með þremur atkvæðum að bæjarráð geri umsögn skipulagssnefndar að sinni og sendi SSH. </DIV></DIV></DIV></DIV>
3. Stígur meðfram Vesturlandsvegi201102165
Áður á dagskrá 1044. fundar bæjarráðs þar sem útboð var heimilað. Nú eru lagðar fyrir niðurstöður útboðs ásamt tillögu um töku tilboðs lægstbjóðanda.
Til máls tóku: HSv, BH, JS,
Samþykkt með þremur atkvæðum að heimila umhverfissviði að ganga til samninga við lægstbjóðanda Fagverk verktaka ehf. og telst samningur fyrst kominn á við undirritun verksamnings.
4. Erindi Ungmennafélags íslands varðandi 2. landsmót UMFÍ 50 2012201108002
Óskað er eftir tilnefningu eins fulltrúa Mosfellsbæjar í landsmótsnefnd. Engin gögn lögð fram.
Til máls tóku: HS, JJB og BH.
Samþykkt með þremur atkvæðum að tilnefna Rúnar Braga Guðlaugsson, formann fulltrúa Mosfellsbæjar í þróunar- og ferðamálanefndar Mosfellsbæjar, í landsmótsnefnd vegna landsmóts UMFÍ 50 sem haldið verður í Mosfellsbæ á næsta ári.
5. Erindi varðandi bráðabirgðarheimreið að Helgafelli framhjá Fellsási 2201106051
Áður á dagskrá 1033. fundar bæjarráðs þar sem óskað var umsagnar framkvæmdastjóra stjórnsýslusviðs. Hjálögð er umsögn.
Til máls tóku: HS, HSv, SÓJ, BH, ÓG og JS.
Samþykkt með þremur atkvæðum að heimila bæjarstjóra að vinna áfram að því að leysa þann ágreining sem uppi er eftir þeim leiðum sem kynntar voru á fundinum og lóðarhöfum að Fellsási hafa verið kynntar.
6. Tillögur verkefnahóps SSH, samstarf sveitarfélaganna um sorphirðu201109103
Minnisblað framkvæmsastjóra umhverfissviðs um framhald þessa máls.
Til máls tóku: HS, JS og HSv.
Samþykkt með þremur atkvæðum að heimila umhverfissviði að taka þátt í útboði varðandi sameiginleg kaup á tunnum í samræmi við tillögu í minnisblaði framkvæmdastjóra umhverfissviðs. Að öðru leyti verði atriðum í minnisblaðinu vísað til fjárhagsáætlunar 2012.
7. Erindi Soroptimistaklúbbs Mosfellssveitar varðandi landsþing 2012201111005
Til máls tóku: HS, JJB, JS, HSv, BH og ÓG.
Samþykkt með þremur atkvæðum að fela bæjarstjóra að ræða við bréfritara um innkomið erindi.
8. Erindi Samtaka um kvennaathvarf, varðandi rekstarstyrk fyrir árið 2012201111015
Til máls tóku:
Samþykkt með þremur atkvæðum að vísa erindinu til fjölskyldunefndar til umsagnar.
9. Umsagnarbeiðni um drög að skipulagsreglugerð201111068
Til máls tóku:
Samþykkt með þremur atkvæðum að vísa erindinu til skipulagsnefndar til umsagnar.
10. Rekstraryfirlit janúar til september 2011201111071
Gögn varðandi þennan lið verða sett inn á morgun miðvikudag.
Rekstraryfirlitið lagt fram og fara umræðum fram á næsta fundi.