29. september 2011 kl. 07:30,
2. hæð Helgafell
Fundinn sátu
- Herdís Sigurjónsdóttir formaður
- Bryndís Haraldsdóttir (BH) varaformaður
- Jón Jósef Bjarnason (JJB) aðalmaður
- Jónas Sigurðsson (JS) áheyrnarfulltrúi
- Karl Tómasson áheyrnarfulltrúi
- Haraldur Sverrisson bæjarstjóri
- Stefán Ómar Jónsson (SÓJ) bæjarritari
Fundargerð ritaði
Stefán Ómar Jónsson bæjarritari
Dagskrá fundar
Almenn erindi
1. Umgengni gagna í vörslu Mosfellsbæjar201109385
Sett á dagskrá í samræmi við tölvupóst þar um frá formanni bæjarráðs.
Til máls tóku: HS, JJB, HSv, SÓJ, JS, BH og KT.
Fyrirliggjandi er tillaga að samþykkt bæjarráðs.<BR>Bæjarráð óskar eftir því við framkvæmdastjóra stjórnsýslusviðs að fram fari lögfræðileg skoðun á því hvort brotið hafi verið gegn reglum Mosfellsbæjar um meðferð mála, ákvæðum sveitarstjórnarlaga og ákvæðum annarra laga sem kveða á um vernd persónuupplýsinga þegar Íbúahreyfingin birti upplýsingar um afskriftir til lögaðila í Mosfellsbæ í dreifibréfi til íbúa Mosfellsbæjar í september sl.<BR>
<BR>Bókun bæjarráðsmanns Íbúahreyfingarinnar.<BR>Í umræðu um þetta mál kemur fram að fréttamenn hafi í auknu mæli sóst eftir fundargögnum og hafi þá fengið svör innann stutts tíma. Bæjarfulltrúi Íbúahreyfingarinnar gerði samskonar fyrirspurn sem bókuð var á bæjarstjórnarfundi fyrir 6 mánuðum síðan og verður að teljast nokkuð óeðlilegur munur á þjónustu við þessa aðila.<BR>Umrædd gögn eru augljóslega ekki trúnaðargön og skiptir þar engu stimplun á þeim, þau hefði átt að birta strax eftir afgreiðslu enda um að ræða upplýsingar sem íbúar eiga rétt á að vita.<BR>Íbúahreyfingin telur enga ástæðu til þess að skoða málið frekar en sé það gert er óeðlilegt að sá sem átti að svara erindinu fyrir 6 mánuðum taki það að sér.<BR>
<BR>Bókun bæjarráðsfulltrúa S-lista.<BR>Aðal atriðið er að farið sé að lögum við birtingu upplýsinga og er því mikilvægt að engin vafi leiki á hvort gögn sem kjörnir fulltrúar fá í hendur séu trúnaðarmál eða ekki. Því er nauðsynlegt að þau gögn sem sett eru á fundargátt séu merkt hvað það varðar. Telji fundarmenn vafa leika á slíkri merkingu skjals þá sé afstaða tekin til þess á þeim fundi þar sem um málið er fjallað. Sé ágreingur fyrir hendi er þá leitað úrskurðar í málinu.
Lagt er til í ljósi bókana og umræðna að sú breyting verði gerð á ofangreindri tillögu að samþykkt bæjarráðs, að lögfræðileg skoðun fari fram af lögmönnum bæjarins í stað framkvæmdastjóra stjórnsýslusviðs.
<BR>Tillagan borin upp og samþykkt með tveimur atkvæðum gegn einu atkvæði Jóns Jósefs Bjarnasonar.
Bókun bæjarráðsmanna D- og V lista.<BR>Okkur þykir miður að hlutleyfi embættismanna Mosfellsbæjar sé dregið í efa.
Bókun bæjarráðsfulltrúa Íbúaheyfingarinnar.<BR>Íbúahreyfingin telur ekki ástæðu til þess að kaupa lögfræðiþjónustu fyrir þetta augljósa mál og minnir á að bæjarráðsmenn eiga sjálfir að geta tekið ákvarðanir af þessum toga enda til þess kosnir.<BR>Hlutleysi embættismanna er ekki dregið í efa en þar sem þeir eru aðilar máls með þessum hætti, þá bendir Íbúahreyfingin á að eðlilegast væri að fela umrætt verkefni í hendur öðrum, ef kjörnir fulltrúar geta ekki sinnt sínu starfi og skorið úr málinu.
2. Tillögur rýnihóps um gerð og framkvæmd svæðisskipulags höfuðborgarsvæðisins201109392
Samþykkt með þremur atkvæðum að vísa erindinu til skipulagsnefndar til umsagnar.
3. Erindi íbúa í Tröllateig vegna göngustígs201107154
áður á dagskrá 1042. fundar bæjarráðs þar sem bæjarstjóra var falið að ræða við íbúa á grundvelli umsagnar framkvæmdastjóra umhverfissviðs. Hjálagt er afnotasamningur sem niðurstaða úr þeim viðræðum.
Frestað.
4. Erindi Ungmennafélags íslands varðandi 2. landsmót UMFÍ 50 2012201108002
Áður á dagskrá 1039. fundar bæjarráðs þar sem samþykkt var að fela bæjarstjóra, framkvæmdastjóra menningarsviðs ásamt íþrótta- og tómstundanefnd að kanna grundvöll fyrir umsókn. Hjálögð er umsögn ásamt afgreiðslu 154. fundar íþrótta- og tómstundanefndar.
Frestað.
5. Erindi Hestamannafélagsins Harðar varðandi reiðleiðir í Mosfellsdal201109043
Áður á dagskrá 1043. fundar bæjarráðs þar sem óskað var umsagnar framkvæmdastjóra umhverfissviðs. Hjálögð er umsögnin.
Frestað.
6. Erindi Hugins Þórs Grétarssonar vegna Listaskóla Mosfellsbæjar201109265
Áður á dagskrá 1045. fundar bæjarráðs þar sem óskað var umsagnar framkvæmdastjóra fræðslusviðs. Umsögnin er hjálögð.
Frestað.
7. Lánasamningar sveitarfélagsins201107033
Umbeðin skoðun hefur farið fram á erlendum lánasamningum sbr. álit lögmanns Lex.
Frestað.
8. Fjárhagsáætlun 2012201109236
Frestað.
9. Beiðni um skil á lóðinni Litlikriki 37201109369
Frestað.
10. Fjármál sveitarfélaga - upplýsingar úr rafrænum skilum201109394
Frestað.
11. Mótmæli varðandi beit á landi Laxnes 2 að hálfu Hestaleigunnar í Laxnesi 1201109427
Frestað.
12. Beiðni um aðstoð við að halda utan um starfsemi fyrir atvinnuleitendur201109428
Frestað.
13. Utnahússviðgerðir á eldri deild Varmárskóla201109439
Frestað.