Hoppa í meginmál
mos.is - Forsíða

11. júní 2012 kl. 17:00,
2. hæð Helgafell


Fundinn sátu

  • Theódór Kristjánsson (TKr) formaður
  • Þórhildur Katrín Stefánsdóttir aðalmaður
  • Valdimar Leó Friðriksson aðalmaður
  • Richard Már Jónsson áheyrnarfulltrúi
  • Hjörtur Methúsalemsson 1. varamaður
  • Sigurður Brynjar Guðmundsson menningarsvið
  • Edda Ragna Davíðsdóttir menningarsvið
  • Björn Þráinn Þórðarson framkvæmdastjóri menningarsviðs

Fundargerð ritaði

Björn Þráinn Þórðarson framkvæmdastjóri menningarsviðs


Dagskrá fundar

Almenn erindi

  • 1. 2. lands­mót UMFÍ 50 ára og eldri árið 2012 í Mos­fells­bæ201108002

    Greint verður frá 2. landsmóti UMFÍ sem haldið er þessa helgi. Valdimar Leó kemur með ferskar fréttir.

    Valdi­mar Leó Frið­riks­son formað­ur lands­móts­nefnd­ar greindi frá því hvern­ig 2. lands­mót UMFÍ 50 ára og eldri í Mos­fells­bæ gekk fyr­ir sig.  Þátt­tak­end­ur voru 680.  Að auki tóku 100 hlaup­ar­ar þátt í 7. tinda hlaup­inu og 65 í Ála­foss­hlaup­inu.

     

    Valdi­mar kom á fram­færi sér­stöku þakklæti til starfs­fólks Mos­fells­bæj­ar, bæði Áhalda­húss og starfs­manna Íþrótta­húss­ins að Varmá.  Mót­ið gekk sér­stak­lega vel og var til fyr­ir­mynd­ar í alla staði.

     

    Íþrótta- og tóm­stunda­nefnd fær­ir fram þakk­ir til UMFÍ, UMSK, Aft­ur­eld­ing­ar, Golf­klúbbs­ins Kjal­ar, Hesta­manna­féalgs­ins Harð­ar og allra ann­arra að­stand­enda og var þetta lands­mót Ung­menna­fé­lög­um og Mos­fells­bæ til sóma.

    • 2. Er­indi Motomos varð­andi styrk201204150

      Íþrótta- og tómstundanefnd þarf að gefa umsögn um málið. Frekari upplýsingar verða lagðar fram á fundinum.

      Um­sögn nefnd­ar­inn­ar send bæj­ar­ráði.

      • 3. Íþrótta- og tóm­stunda­þing Mos­fells­bæj­ar201104020

        Lögð fram samantekt um íþróttaþingið. Óskað er eftir afstöðu til þess, hvernig málið eigi að vinnast áfram.

        Lögð fram sam­an­tekt um íþrótta­þing Mos­fells­bæj­ar sem hald­ið var 17. mars, 2012.  Lagt til að end­an­leg nið­ur­staða verði lögð fram í nefnd­inni sam­hliða end­an­legri gerð Íþrótta- og tóm­stunda­stefnu Mos­fells­bæj­ar.  Í fram­haldi af því verði stefna og nið­ur­staða þings gerð að­gengi­leg fyr­ir þátt­tak­end­um þings­ins og bæj­ar­bú­um.

        Almenn erindi - umsagnir og vísanir

        • 4. Verk­efna­listi Stað­ar­dag­skrár 21 í Mos­fells­bæ 2012201202171

          Drög að verkefnalista Staðardagskrár 21 í Mosfellsbæ fyrir árið 2012 send frá umhverfisnefnd til íþrótta- og tómstundanefndar til umsagnar

          Um­sögn nefnd­ar­inn­ar send um­hverf­is­nefnd.

          Fleira var ekki gert. Fundi slitið kl. 19:00