11. júní 2012 kl. 17:00,
2. hæð Helgafell
Fundinn sátu
- Theódór Kristjánsson (TKr) formaður
- Þórhildur Katrín Stefánsdóttir aðalmaður
- Valdimar Leó Friðriksson aðalmaður
- Richard Már Jónsson áheyrnarfulltrúi
- Hjörtur Methúsalemsson 1. varamaður
- Sigurður Brynjar Guðmundsson menningarsvið
- Edda Ragna Davíðsdóttir menningarsvið
- Björn Þráinn Þórðarson framkvæmdastjóri menningarsviðs
Fundargerð ritaði
Björn Þráinn Þórðarson framkvæmdastjóri menningarsviðs
Dagskrá fundar
Almenn erindi
1. 2. landsmót UMFÍ 50 ára og eldri árið 2012 í Mosfellsbæ201108002
Greint verður frá 2. landsmóti UMFÍ sem haldið er þessa helgi. Valdimar Leó kemur með ferskar fréttir.
Valdimar Leó Friðriksson formaður landsmótsnefndar greindi frá því hvernig 2. landsmót UMFÍ 50 ára og eldri í Mosfellsbæ gekk fyrir sig. Þátttakendur voru 680. Að auki tóku 100 hlauparar þátt í 7. tinda hlaupinu og 65 í Álafosshlaupinu.
Valdimar kom á framfæri sérstöku þakklæti til starfsfólks Mosfellsbæjar, bæði Áhaldahúss og starfsmanna Íþróttahússins að Varmá. Mótið gekk sérstaklega vel og var til fyrirmyndar í alla staði.
Íþrótta- og tómstundanefnd færir fram þakkir til UMFÍ, UMSK, Aftureldingar, Golfklúbbsins Kjalar, Hestamannaféalgsins Harðar og allra annarra aðstandenda og var þetta landsmót Ungmennafélögum og Mosfellsbæ til sóma.
2. Erindi Motomos varðandi styrk201204150
Íþrótta- og tómstundanefnd þarf að gefa umsögn um málið. Frekari upplýsingar verða lagðar fram á fundinum.
Umsögn nefndarinnar send bæjarráði.
3. Íþrótta- og tómstundaþing Mosfellsbæjar201104020
Lögð fram samantekt um íþróttaþingið. Óskað er eftir afstöðu til þess, hvernig málið eigi að vinnast áfram.
Lögð fram samantekt um íþróttaþing Mosfellsbæjar sem haldið var 17. mars, 2012. Lagt til að endanleg niðurstaða verði lögð fram í nefndinni samhliða endanlegri gerð Íþrótta- og tómstundastefnu Mosfellsbæjar. Í framhaldi af því verði stefna og niðurstaða þings gerð aðgengileg fyrir þátttakendum þingsins og bæjarbúum.
Almenn erindi - umsagnir og vísanir
4. Verkefnalisti Staðardagskrár 21 í Mosfellsbæ 2012201202171
Drög að verkefnalista Staðardagskrár 21 í Mosfellsbæ fyrir árið 2012 send frá umhverfisnefnd til íþrótta- og tómstundanefndar til umsagnar
Umsögn nefndarinnar send umhverfisnefnd.