6. október 2011 kl. 07:30,
2. hæð Helgafell
Fundinn sátu
- Herdís Sigurjónsdóttir formaður
- Bryndís Haraldsdóttir (BH) varaformaður
- Jón Jósef Bjarnason (JJB) aðalmaður
- Jónas Sigurðsson (JS) áheyrnarfulltrúi
- Karl Tómasson áheyrnarfulltrúi
- Haraldur Sverrisson bæjarstjóri
- Stefán Ómar Jónsson (SÓJ) bæjarritari
Fundargerð ritaði
Stefán Ómar Jónsson bæjarritari
Dagskrá fundar
Almenn erindi
1. Erindi íbúa í Tröllateig vegna göngustígs201107154
Frestað á 1046. fundi bæjarráðs.
Til máls tóku: HS, JJB og HSv.
Samþykkt með þremur atkvæðum að fela umhverfissviði að ganga frá afnotasamningi vegna svæðis sem hugsað var undir göngustíg.
2. Erindi Ungmennafélags íslands varðandi 2. landsmót UMFÍ 50 2012201108002
Frestað á 1046. fundi bæjarráðs.
Til máls tók: HS.
Samþykkt með þremur atkvæðum að leggja til aðstöðu líkt og lagt er til í minnisblaði. Bæjarráð fagnar því að mótið verður haldið í Mosfellsbæ árið 2012.
3. Erindi Hestamannafélagsins Harðar varðandi reiðleiðir í Mosfellsdal201109043
Frestað á 1046. fundi bæjarráðs.
Til máls tók: HS.
Samþykkt með þremur atkvæðum að fela bæjarstjóra að skrifa Vegagerðinni í þessu sambandi.
4. Erindi Hugins Þórs Grétarssonar vegna Listaskóla Mosfellsbæjar201109265
Frestað á 1046. fundi bæjarráðs.
Samþykkt með þremur atkvæðum að fela framkvæmdastjóra fræðslusviðs að svara bréfritara.
5. Lánasamningar sveitarfélagsins201107033
Frestað á 1046. fundi bæjarráðs. Umbeðin skoðun hefur farið fram á erlendum lánasamningum sbr. álit lögmanns Mosfellsbæjar.
<DIV><DIV><DIV><DIV><DIV><DIV>Til máls tóku: HS, HSv, JJB, BH, KT og JS.</DIV><DIV>Erindið lagt fram, en umbeðin skoðun á erlendum lánasamningum hefur farið fram af hálfu lögmanna bæjarins.</DIV></DIV></DIV></DIV></DIV></DIV>
6. Fjárhagsáætlun 2012201109236
Frestað á 1046. fundi bæjarráðs.
Á fundinn undir þessum dagskrárlið mætti Pétur J. Lockton (PJL) fjármálastjóri.
Til máls tóku: HS, PJL, HSv, JS og BH, JJB.
Samþykkt með þremur atkvæðum að haga vinnu við undirbúning og framkvæmd fjárhagsáætlunar fyrir árið 2012 í samræmi við tillögu fjármálastjóra þar um.
7. Beiðni um skil á lóðinni Litlikriki 37201109369
Frestað á 1046. fundi bæjarráðs.
Samþykkt með þremur atkvæðum að vísa erindinu til framkvæmdastjóra stjórnsýslusviðs til umsagnar.
8. Fjármál sveitarfélaga - upplýsingar úr rafrænum skilum201109394
Frestað á 1046. fundi bæjarráðs.
Erindið lagt fram.
9. Beit í landi Laxnes 2 að hálfu Hestaleigunnar í Laxnesi I201109427
Frestað á 1046. fundi bæjarráðs.
Til máls tóku: KT og HS.
Samþykkt með þremur atkvæðum að fela framkvæmdastjóra stjórnsýslusviðs að svara erindinu.
10. Beiðni um aðstoð við að halda utan um starfsemi fyrir atvinnuleitendur201109428
Frestað á 1046. fundi bæjarráðs.
Til máls tóku: HS, JJB og BH.
Samþykkt með þremur atkvæðum að vísa erindinu til framkvæmdastjóra fjölskyldusviðs til umsagnar.
11. Utanhússviðgerðir á eldri deild Varmárskóla201109439
Frestað á 1046. fundi bæjarráðs.
Erindið lagt fram.
12. Erindi Þórarins Jónassonar varðandi landakaup201109264
Áður á dagskrá 1045. fundar bæjarráðs þar sem bæjarstjóra var falið að koma sjónarmiðum Mosfellsbæjar á framfæri í málinu. Bæjarstjóri fer yfir stöðu málsins á fundinum. Engin frekari fylgiskjöl lögð fram.
Til máls tóku: HSv, HS, JJB, JS, BH og KT.
Bæjarstjóri fór yfir erindið og sagði frá samræðum við bréfritara vegna tilboðs hans um kaup á hlut Mosfellsbæjar í óskiptu landi Laxnes I.
Samþykkt með þremur atkvæðum að ekki sé hægt að samþykkja tilboð um kaup á hlut Mosfellsbæjar í óskiptu landi Laxnes I eins og það er lagt fram.
13. Staða og ástand á nýbyggingarsvæðum 2010201004045
Óskað er eftir samþykkt bæjarráðs á álagningu dagsekta. Yfirlit verður sett á fundargátt á morgun miðvikudag.
Til máls tóku: HS, SÓJ, BH, JJB, KT og JS.
Bæjarráð Mosfellsbæjar samþykkir með þremur atkvæðum, að tillögu byggingarfulltrúa, að leggja á dagsektir frá og með 25. október 2011 vegna neðangreindra lóða í samræmi við verklagsreglur þar um og með heimild í lögum um mannvirki nr. 160/2010, en dagsektirnar eru álagðar þar sem ekki hefur verið orðið við tilmælum um úrbætur m.a. vegna öryggismála.
Ástu Sólliljugata 1-7 dagsekt alls kr. 2.000<BR>Ástu Sólliljugata 22-24 dagsekt alls kr. 2.000<BR>Ástu Sólliljugata 30-32 dagsekt alls kr. 2.000<BR>Gerplustræti 16-22 dagsekt alls kr. 2.000<BR>Sölkugata 12 og 14 dagsekt alls kr. 4.000<BR>Vefarastræti 15-19 dagsekt alls kr. 3.000<BR>Kvíslartunga 4 dagsekt alls kr. 2.000<BR>Kvíslartunga 48 dagsekt alls kr. 3.000<BR>Kvíslartunga 54 dagsekt alls kr. 3.000<BR>Kvíslartunga 56 dagsekt alls kr. 3.000<BR>Kvíslartunga 58 dagsekt alls kr. 3.000<BR>Laxatunga 153 dagsekt alls kr. 2.000<BR>Laxatunga 155 dagsekt alls kr. 2.000<BR>Laxatunga 157 dagsekt alls kr. 2.000<BR>Laxatunga 159 dagsekt alls kr. 2.000<BR>Laxatunga 161 dagsekt alls kr. 2.000<BR>Laxatunga 163 dagsekt alls kr. 3.000<BR>Laxatunga 165 dagsekt alls kr. 2.000<BR>Laxatunga 167 dagsekt alls kr. 2.000<BR>Laxatunga 169 dagsekt alls kr. 2.000
15. Erindi SSH varðandi skýrslu verkefnahóps 2 um félagslegt húsnæði201110021
Samþykkt með þremur atkvæðum að vísa erindinu til fjölskyldunefndar til umsagnar.
16. Erindi SSH varðandi skýrslu verkefnhóps 11 um íþróttamannvirki o.fl.201110028
Samþykkt með þremur atkvæðum að vísa erindinu til íþrótta- og tómstundanefndar til umsagnar.
17. Erindi SSH varðandi skýrslu verkefnahóps 10 um samstarf safna201110027
Samþykkt með þremur atkvæðum að vísa erindinu til menningarmálanefndar til umsagnar.
18. Erindi SSH varðandi stjórnsýsluúttektir á byggðasamlögunum og framhald máls201110030
Til máls tóku: HS, JJB, HSv og JS.
Samþykkt með þremur atkvæðum að vísa erindinu til næsta fundar bæjarráðs til fekari umfjöllunar.
19. Erindi Skólar ehf. varðandi samstarf um mótun heilsustefnu grunnskóla201110008
Til máls tóku: HS, HSv og JS.Samþykkt með þremur atkvæðum að vísa erindinu til framkvæmdastjóra fræðslusviðs til umsagnar.