13. september 2011 kl. 17:00,
2. hæð Helgafell
Fundinn sátu
- Theódór Kristjánsson (TKr) formaður
- Högni Snær Hauksson varaformaður
- Kolbrún Reinholdsdóttir (KR) aðalmaður
- Þórhildur Katrín Stefánsdóttir aðalmaður
- Valdimar Leó Friðriksson aðalmaður
- Edda Ragna Davíðsdóttir menningarsvið
- Björn Þráinn Þórðarson framkvæmdastjóri menningarsviðs
Fundargerð ritaði
Björn Þráinn Þórðarson framkvæmdastjóri menningarsviðs
Dagskrá fundar
Almenn erindi
1. Erindi UMFÍ - forvarnir gegn tóbaksnotkun201108930
Lagt fram og embættismönnum falið að taka afstöðu til erindisins í tengslum við sambærileg
2. Lokaskýrsla verkefnisins Allt hefur áhrif, einkum við sjálf201105180
1030. fundur bæjarráðs. Lokaskýrslan verði send fræðslu- fjölskyldu- og íþrótta- og tómstundanefndum til upplýsingar.
Skýrslan lögð fram. Lagt er til að Mosfellsbær haldi áfram lýðheilsuverkefni sem byggir á verkefninu Allt hefur áhrif og vinnuhópi um lýðheilsu falið að starfa áfram.
3. Vatnaskíðabraut í Mosfellsbæ201106170
1037. fundur bæjarráðs sendir erindið til íþrótta- og tómstundanefndar til sjálfstæðrar umfjöllunar í nefndinni.
Íþrótta- og tómstundanefnd lýsir yfir jákvæðri afstöðu til verkefnisins, en ekki er hægt að taka afstöðu til erindisins fyrr en forsendur þess, rekstrar- og framkvæmdalegar liggja betur fyrir. Engu að síður telur íþrótta- og tómstundanefnd að ekki sé tímabært að sveitarfélagið seti þetta verkefni í forgangsröð.
5. Frístundafjör 2011-12 - samningur við UMFA201109211
Lagt fram til kynningar
Lagt fram til kynningar.
6. Erindi Hestamannafélagsins Harðar varðandi leigusamning reiðhallar201010230
Erindið lagt fram.
Um leið og nefndin leggur til að erindinu verði vísað til fjárhagsáætlunar er óskað eftir frekari upplýsingum um nýtingu húsins vegna barna- og unglingastarfs og þær liggi fyrir áður en til fjárhagsáætlunar 2012 kemur.
7. Erindi UMFA varðandi aðstöðumál Aftureldingar201108052
Lagt fram til skoðunar / umsagnar
<DIV><DIV>Á fundinn mætti Brynjar Jóhannesson framkvæmdastjóri UMFA og kynnti rök Aftureldingar fyrir aukinni þörf félagsins vegna aðstöðu.</DIV><DIV> </DIV><DIV>Nefndarmönnum lýst vel á tillögu Aftureldingar um leigu á húsnæði undir íþróttaiðkun og telur að með henni sé lögð fram ágæt lausn til næstu 10 ára sem mæti óskum félagsins um bætta aðstöðu. Nefndin leggur til við bæjarstjórn að vísa erindinu til fjárhagsáætlunar 2012.</DIV></DIV>
8. Samningar við íþrótta- og tómstundafélög 2011201109124
Lagt fram til staðfestingar
Samningar við íþrótta- og tómstundafélög 2011 lagðir fram. Íþrótta- og tómstundanefnd leggur til við bæjarstjórn að staðfesta framlagða samninga með þeim breytingum sem fram komu á fundinum.
9. Tímatöflur íþróttamiðstöðva 2011-12201109212
Lagt fram til kynningar - gögn berast á fundinum.
Tímatöflurnar lagðar fram.
10. Stefnumótun á íþrótta- og tómstundasviði200906129
Íþróttanefnd leggur til að framlögð stefna um íþrótta- og tómstundamál Mosfellsbæjar verði kynnt á íþróttaþingi haustið 2011.
11. Íþróttaþing Mosfellsbæjar201104020
Íþrótta- og tómstundanefnd felur embættismönnum að vinna að því að koma á íþróttaþingi í samræmi við óskir bæjarstjórnar.
12. Reglur um íþróttamann Mosfellsbæjar 2011201104021
Reglur ræddar.
13. Fyrirspurn um erindi201109249
Spurst er fyrir um erindi frá frjálsíþróttadeild. Málinu visað til menningarsviðs.
Almenn erindi - umsagnir og vísanir
4. Erindi Ungmennafélags íslands varðandi 2. landsmót UMFÍ 50 2012201108002
Lagt fram til staðfestingar
Íþrótta- og tómstundanefnd leggur til við bæjarstjórn að styðja umsókn UMFA um að 2. landsmót 50 ára og eldri árið 2012 verði haldið í Mosfellsbæ með þeim fyrirvörum sem koma fram í framlögðu minnisblaði.