23. nóvember 2011 kl. 16:30,
2. hæð Helgafell
Fundinn sátu
- Hafsteinn Pálsson (HP) Forseti
- Bryndís Brynjarsdóttir (BBr) 1. varabæjarfulltrúi
- Bryndís Haraldsdóttir (BH) aðalmaður
- Jón Jósef Bjarnason (JJB) aðalmaður
- Hanna Bjartmars Arnardóttir 1. varabæjarfulltrúi
- Rúnar Bragi Guðlaugsson (RBG) 2. varabæjarfulltrúi
- Eva Magnúsdóttir (EMa) 4. varabæjarfulltrúi
- Stefán Ómar Jónsson (SÓJ) framkvæmdastjóri stjórnsýslusviðs
Fundargerð ritaði
Stefán Ómar Jónsson bæjarritari
Dagskrá fundar
Fundargerðir til staðfestingar
1. Bæjarráð Mosfellsbæjar - 1051201111006F
Fundargerð 1051. fundar bæjarráðs lögð fram til afgreiðslu á 569. fundi bæjarstjórnar eins og einstök erindi bera með sér.
1.1. Samráðslýðræði, kynning á Íbúar ses 201110263
Áður á dagskrá 1049. fundar bæjarráðs þar sem óskað var eftir kynningu frá Íbúar - Samráðslýðræði. Fulltrúi þeirra mætir á fundinn um 08:30 og kynnir starfssemina. Engin gögn fylgja.
Niðurstaða þessa fundar:
<DIV>Kynning fór fram á 1051. fundi bæjarráðs á samráðslýðræði og vefnum Betri Reykjavík. Lagt fram á 569. fundi bæjarstjórnar.</DIV>
1.2. Tillögur rýnihóps um gerð og framkvæmd svæðisskipulags höfuðborgarsvæðisins 201109392
Áður á 1046. fundi bæjarráðs þar sem óskað var umsagnar skipulagsnefndar. Hjálögð er umsögnin.
Niðurstaða þessa fundar:
<DIV><DIV>Til máls tóku: HBA og BH.</DIV><DIV>Afgreiðsla 1051. fundar bæjarráðs, um að gera umsögn skipulagsnefndar að sinni og senda til SSH, samþykkt á 569. fundi bæjarstjórnar með sjö atkvæðum.</DIV></DIV>
1.3. Stígur meðfram Vesturlandsvegi 201102165
Áður á dagskrá 1044. fundar bæjarráðs þar sem útboð var heimilað. Nú eru lagðar fyrir niðurstöður útboðs ásamt tillögu um töku tilboðs lægstbjóðanda.
Niðurstaða þessa fundar:
<DIV><DIV><DIV>Til máls tók: HBA. </DIV></DIV><DIV>Afgreiðsla 1051. fundar bæjarráðs, að ganga til samninga við lægstbjóðanda o.fl., samþykkt á 569. fundi bæjarstjórnar með sjö atkvæðum.</DIV></DIV>
1.4. Erindi Ungmennafélags íslands varðandi 2. landsmót UMFÍ 50 2012 201108002
Óskað er eftir tilnefningu eins fulltrúa Mosfellsbæjar í landsmótsnefnd. Engin gögn lögð fram.
Niðurstaða þessa fundar:
<DIV><DIV><DIV>Til máls tóku: HBA, HP og BH.</DIV></DIV><DIV>Afgreiðsla 1051. fundar bæjarráðs, að tilnefna Rúnar Braga Guðlaugsson sem fulltrúa Mosfellsbæjar í landsmótsnefnd, samþykkt á 569. fundi bæjarstjórnar með sjö atkvæðum.</DIV></DIV>
1.5. Erindi varðandi bráðabirgðarheimreið að Helgafelli framhjá Fellsási 2 201106051
Áður á dagskrá 1033. fundar bæjarráðs þar sem óskað var umsagnar framkvæmdastjóra stjórnsýslusviðs. Hjálögð er umsögn.
Niðurstaða þessa fundar:
<DIV>Afgreiðsla 1051. fundar bæjarráðs, að heimila bæjarstjóra að vinna áfram að því að leysa ágreining sem uppi er o.fl., samþykkt á 569. fundi bæjarstjórnar með sjö atkvæðum.</DIV>
1.6. Tillögur verkefnahóps SSH, samstarf sveitarfélaganna um sorphirðu 201109103
Minnisblað framkvæmsastjóra umhverfissviðs um framhald þessa máls.
Niðurstaða þessa fundar:
<DIV><DIV>Till máls tóku: HBA, HP, JJB, BH, RBG og BBr.</DIV><DIV>Afgreiðsla 1051. fundar bæjarráðs, að heimila umhverfissviði að taka þátt í útboði varðandi sameiginleg kaup á tunnum o.fl., samþykkt á 569. fundi bæjarstjórnar með sjö atkvæðum.</DIV></DIV>
1.7. Erindi Soroptimistaklúbbs Mosfellssveitar varðandi landsþing 2012 201111005
Niðurstaða þessa fundar:
<DIV>Afgreiðsla 1051. fundar bæjarráðs, að fela bæjarstjóra að ræða við bréfritara um erindið, samþykkt á 569. fundi bæjarstjórnar með sjö atkvæðum.</DIV>
1.8. Erindi Samtaka um kvennaathvarf, varðandi rekstarstyrk fyrir árið 2012 201111015
Niðurstaða þessa fundar:
<DIV>Afgreiðsla 1051. fundar bæjarráðs, að vísa erindinu til fjölskyldunefndar til umsagnar, samþykkt á 569. fundi bæjarstjórnar með sjö atkvæðum.</DIV>
1.9. Umsagnarbeiðni um drög að skipulagsreglugerð 201111068
Niðurstaða þessa fundar:
<DIV><DIV>Til máls tók: HBA.</DIV><DIV>Afgreiðsla 1051. fundar bæjarráðs, að vísa erindinu til skipulagsnefndar til umsagnar, samþykkt á 569. fundi bæjarstjórnar með sjö atkvæðum.</DIV></DIV>
1.10. Rekstraryfirlit janúar til september 2011 201111071
Gögn varðandi þennan lið verða sett inn á morgun miðvikudag.
Niðurstaða þessa fundar:
<DIV>Rekstraryfirlit janúar til september lagt fram á 1051. fundi bæjarráðs. Lagt fram á 569. fundi bæjarstjórnar.</DIV>
2. Bæjarráð Mosfellsbæjar - 1052201111011F
Fundargerð 1051. fundar bæjarráðs lögð fram til afgreiðslu á 569. fundi bæjarstjórnar eins og einstök erindi bera með sér.
2.1. Jarðskjálftar af mannavöldum 201110264
áður á dagskrá 1049. fundar bæjarráðs þar samþykkt var að vísa erindinu til framkvæmdastjóra umhverfissviðs til umsagnar. Hjálögð er umsögn.
Niðurstaða þessa fundar:
<DIV>Afgreiðsla 1052. fundar bæjarráðs, að fela framkvæmdastjóra umhverfissviðs að skrifa Orkuveitu Reykjavíkur og Viðlagatryggingu Íslands og óska útskýringa, samþykkt á 569. fundi bæjarstjórnar með sjö atkvæðum.</DIV>
2.2. Lögreglusamþykkt fyrir Mosfellsbæ 201109233
Áður á dagskrá 1049. fundar bæjarráðs þar sem umræður fóru fram. Framkvæmdastjórar umhverfis- og stjórnsýslusviðs gera grein fyrir stöðu málsins. Engin gögn lögð fram.
Niðurstaða þessa fundar:
<DIV>Afgreiðsla 1052. fundar bæjarráðs, um að SSH beiti sér fyrir samvinnu sveitarfélaga innan SSH varðandi setningu lögreglusamþykkta o.fl., samþykkt á 569. fundi bæjarstjórnar með sjö atkvæðum.</DIV>
2.3. Rekstraryfirlit janúar til september 2011 201111071
Áður á dagskrá 1051. fundar bæjarráðs þar sem erindinu var frestað til næsta fundar.
Niðurstaða þessa fundar:
<DIV>Rekstrarfyfirlitð lagt fram á 1052. fundi bæjarráðs. Lagt fram á 569. fundi bæjarstjórnar.</DIV>
2.4. Styrkbeiðni vegna Snorraverkefnis árið 2012 201111095
Niðurstaða þessa fundar:
<DIV>Afgreiðsla 1052. fundar bæjarráðs, um að vísa erindinu til framkvæmdastjóra fræðslusviðs til umsagnar og afgreiðslu, samþykkt á 569. fundi bæjarstjórnar með sjö atkvæðum.</DIV>
2.5. Staða og ástand á nýbyggingarsvæðum 2010 201004045
Áður á dagskrá 1047. fundar það sem álagning dagsekta var samþykkt. Tillaga er nú gerð um álagningu dagsekta vegna tveggja lóða.
Niðurstaða þessa fundar:
<DIV>Afgreiðsla 1052. fundar bæjarráðs, um að samþykkja álagningu dagsekta á tvær lóðir, samþykkt á 569. fundi bæjarstjórnar með sjö atkvæðum.</DIV>
3. Fjölskyldunefnd Mosfellsbæjar - 183201111004F
Til máls tók: JJB.
Fundargerð 183. fundar fjölskyldunefndar lögð fram til kynningar á 569. fundi bæjarstjórnar eins og einstök erindi bera með sér.
4. Fræðslunefnd Mosfellsbæjar - 260201111009F
Fundargerð 260. fundar fræðslunefndar lögð fram til afgreiðslu á 569. fundi bæjarstjórnar eins og einstök erindi bera með sér.
4.1. Upplýsingar um sumarstarf leikskólanna 201109293
Niðurstaða þessa fundar:
<DIV>Erindið lagt fram á 260. fundi fræðslunefndar. Lagt fram á 569. fundi bæjarstjórnar.</DIV>
4.2. Öryggi barna 201111075
Niðurstaða þessa fundar:
<DIV><DIV>Erindið lagt fram á 260. fundi fræðslunefndar. Lagt fram á 569. fundi bæjarstjórnar.</DIV></DIV>
4.3. Erindi frá ráðuneyti um forfallakennslu í grunnskólum 201111106
Niðurstaða þessa fundar:
<DIV><DIV>Erindið lagt fram á 260. fundi fræðslunefndar. Lagt fram á 569. fundi bæjarstjórnar.</DIV></DIV>
4.4. Grunnskólabörn í Mosfellsbæ 2011-2012 201111029
Niðurstaða þessa fundar:
<DIV><DIV>Erindið lagt fram á 260. fundi fræðslunefndar. Lagt fram á 569. fundi bæjarstjórnar.</DIV></DIV>
4.5. Ársskýrsla Skólaskrifstofu 2010-2011 201111101
Niðurstaða þessa fundar:
<DIV><DIV>Erindið lagt fram á 260. fundi fræðslunefndar. Lagt fram á 569. fundi bæjarstjórnar.</DIV></DIV>
4.6. Erindi SSH - tillögur verkefnahóps 15 varðandi menntamál 201110293
Niðurstaða þessa fundar:
<DIV>Afgreiðsla 260. fundar fræðslunefndar lagt fram. Afgreiðslan send bæjarráði sem óskað hafði umsagnar um erindið.</DIV>
5. Skipulagsnefnd Mosfellsbæjar - 309201111007F
Fundargerð 309. fundar skipulagsnefndar lögð fram til afgreiðslu á 569. fundi bæjarstjórnar eins og einstök erindi bera með sér.
5.1. Krafa um úrbætur á Þingvallavegi vegna aukins umferðarþunga 201110219
Halla Fróðadóttir og Hákon Pétursson óska í bréfi 16. október 2011 eftir tafarlausum úrbótum í umferðaröryggismálum vegna aukins umferðarþunga á Þingvallavegi.
Niðurstaða þessa fundar:
<DIV><DIV>Til máls tóku: JJB, BH, HP, HBA og BBr.</DIV><DIV>Afgreiðsla 309. fundar skipulagsnefndar, þar sem óskað er eftir að lýsing við biðskýli verði bætt o.fl. vísað til framkvæmdastjóra umhverfissviðs til umsagnar, samþykkt á 569. fundi bæjarstjórnar með sjö atkvæðum. Umsögninni verði skilað til bæjarráðs.</DIV></DIV>
5.2. Leiðakerfisbreytingar Strætó bs. 2012 201110220
Tekið á dagskrá að nýju. Frestað á 308. fundi.
Niðurstaða þessa fundar:
<DIV>Erindið lagt fram á 309. fundi skipulagsnefndar. Lagt fram á 569. fundi bæjarstjórnar.</DIV>
5.3. Reykjabyggð 4, umsókn um byggingarleyfi 201110303
Sigríður B Guðmundsdóttir Garðabyggð 16B Blönduósi, og Árni Stefánsson Reykjabyggð 4 Mosfellsbæ, sækja um leyfi til að stækka úr steinsteypu húsið nr. 4 við Reykjabyggð. Jafnframt er sótt um leyfi til að breyta notkun á bílskúr og innrétta þar aukaíbúð samkvæmt framlögðum gögnum.
Byggingafulltrúi óskar álits skipulagsnefndar á því hvort fyrirhugaðar breytingar á húsinu samræmist því skipulagi sem gildir á svæðinu.Niðurstaða þessa fundar:
<DIV>Afgreiðsla 309. fundar skipulagsnefndar, um að nefndin sé jákvæð fyrir stækkun hússins en fallist ekki á aukaíbúð í bílskúr, samþykkt á 569. fundi bæjarstjórnar með sjö atkvæðum.</DIV>
5.4. Landsskipulagsstefna 2012-2024 201111026
Erindi frá Skipulagsstofnun dags. 25. október 2011, þar sem kynnt er fyrirhuguð vinna við gerð tillögu að landsskipulagsstefnu og kostur gefinn á að tilnefna einstaklinga til þátttöku í samráðsvettvangi fyrir 15. nóvember 2011.
Niðurstaða þessa fundar:
<DIV>Afgreiðsla 309. fundar skipulagsnefndar, um að tilnefna Ólaf Gunnarsson og Jóhannes Eðvaldsson sem fulltrúa Mosfellsbæjar í samráðsvettvang um landsskipulagsstefnu, samþykkt á 569. fundi bæjarstjórnar með sjö atkvæðum. </DIV>
5.5. Fornleifar við Selvatn í landi Selmerkur 201111016
Erindi dags. 27. október frá Fornleifavernd ríkisins, þar sem vakin er athygli á "skekkju sem er á samþykktum deiliskipulagsuppdrætti um stærð og staðsetningu og stærð rústahóls Víkursels," en það eru fornminjar austur af enda Selvatns.
Niðurstaða þessa fundar:
<DIV>Afgreiðsla 309. fundar skipulagsnefndar, um að leiðrétt verði staðsetning fornminja á deiliskipulagsuppdrætti, samþykkt á 569. fundi bæjarstjórnar með sjö atkvæðum.</DIV>
5.6. Samræming á lögsögumörkum milli Mosfellsbæjar og Reykjavíkur á Hólmsheiði 201110109
Hrólfur Jónsson f.h. Reykjavíkurborgar óskar 28. september 2011 eftir samþykki nefndarinnar á meðfylgjandi tillögu að samræmdum lögsögumörkum milli sveitarfélaganna á Hólmsheiði, frá Hólmsá að Hofmannaflöt. Frestað á 308. fundi.
Ath: Til viðbótar við fyrri fylgigögn eru tvö ný skýringargögn á fundargáttinni.Niðurstaða þessa fundar:
<DIV>Erindinu frestað á 309. fundi skipulagsnefndar. Frestað á 569. fundi bæjarstjórnar.</DIV>
5.7. Flugubakki 10 - Tillaga að breytingu á deiliskipulagi 201109449
Tekið fyrir að nýju, sbr. bókun á 307. fundi.
Niðurstaða þessa fundar:
<DIV>Afgreiðsla 309. fundar skipulagsnefndar, um að hafna tillögu að breyttu deiliskipulagi varðandi fjölda og umfang kvista, samþykkt á 569. fundi bæjarstjórnar með sjö atkvæðum.</DIV>
5.8. Fjarskiptahús og mastur fyrir Ríkisútvarpið ohf. á Úlfarsfelli 201106165
Tekið fyrir að nýju, sbr. bókanir á 303. og 306. fundi. Gerð grein fyrir niðurstöðu samráðs við Reykjavíkurborg og umsækjendur um fjarskiptastöð, sem er sú að umsækjendurnir tveir, RÚV og Vodafone, munu sameinast um nýja umsókn um fjarskiptastöð Reykjavíkurmegin við sveitarfélagamörkin, á þeim stað þar sem bráðabirgðastöð er nú. Meðferð málsins verður í höndum Reykjavíkurborgar, en haft verður samráð við Mosfellsbæ á öllum stigum þess.
Niðurstaða þessa fundar:
<DIV>Erindið lagt fram á 309. fundi skipulagsnefndar. Lagt fram á 569. fundi bæjarstjórnar.</DIV>
5.9. Uglugata 7, fyrirspurn um aukaíbúð og hússtærð 201109457
Tekið fyrir að nýju í framhaldi af umræðu á 308. fundi.
Niðurstaða þessa fundar:
<DIV>Erindinu frestað á 309. fundi skipulagsnefndar. Frestað á 569. fundi bæjarstjórnar.</DIV>
5.10. Hlíðartúnshverfi, deiliskipulagsbreyting við Aðaltún 201108671
Athugasemdafresti í grenndarkynningu á óverulegri breytingu á deiliskipulagi skv. 2. mgr. 43. gr. og 44. gr. skipulagslaga lýkur 15. nóvember (á fundardegi nefndarinnar). Borist hefur ein athugasemd/ábending, dags. 25. október, frá Jóni Friðjónssyni.
Niðurstaða þessa fundar:
<DIV><DIV>Afgreiðsla 309. fundar skipulagsnefndar, um samþykki á deiliskipulagsbreytingunni o.fl., samþykkt á 569. fundi bæjarstjórnar með sjö atkvæðum.</DIV></DIV>
6. Afgreiðslufundur byggingarfulltrúa - 201201111008F
Fundargerð 201. afgreiðslufundar byggingarfulltrúa lögð fram til kynningar á 569. fundi bæjarstjórnar eins og einstök erindi bera með sér.
6.1. Bollatangi 2 -Breyting á glugga á vesturhlið í svalahurð 201111019
Niðurstaða þessa fundar:
<DIV>Afgreiðsla 201. afgreiðslufundar byggingarfulltrúa lögð fram til kynningar á 569. fundi bæjarstjórnar.</DIV>
6.2. Reykjabyggð 49, umsókn um byggingaleyfi vegna stækkunar bílskúrs. 201111047
Niðurstaða þessa fundar:
<DIV><DIV>Afgreiðsla 201. afgreiðslufundar byggingarfulltrúa lögð fram til kynningar á 569. fundi bæjarstjórnar.</DIV></DIV>
Fundargerðir til kynningar
7. Fundargerð 16. fundar samstarfsnefndar aðildarfélaga Huggarðs og Sambands ísl.sveitarfélaga201111115
Til máls tóku: JJB og SÓJ.
Fundargerð 16. fundar samstarfsnefndar aðildarfélaga Huggarðs og Sambands ísl. sveitarfélaga lögð fram á 569. fundi bæjarstjórnar.
8. Fundargerð 318. fundar Stjórnar skíðasvæða höfuðborgarsvæðisins201111156
Til máls tóku: HBA, JJB, HP og BH.
Fundargerð 318. fundar Stjórnar skíðasvæða höfuðborgarsvæðisins lögð fram á 569. fundi bæjarstjórnar.
9. Fundargerð 370. fundar SSH201111098
Fundargerð 370. fundar stjórnar SSH lögð fram á 569. fundi bæjarstjórnar.
10. Fundargerð 163. fundar Strætó bs201111139
Til máls tóku: BH, JJB og HP.
Fundargerð 163. fundar stjórnar Strætó bs. lögð fram á 569. fundi bæjarstjórnar.
11. Fundargerð 291. fundar Sorpu bs.201111104
Fundargerð 291. fundar stjórnar Sorpu bs. lögð fram á 569. fundi bæjarstjórnar.
Almenn erindi
12. Ákvörðun um útsvarsprósentu 2012201111151
Til máls tóku: HP, JJB, EMa og BH.
Lögð er fram tillaga um að útsvarsprósentan verði óbreytt frá yfirstandandi ári, þ.e. að útsvarsprósentan vegna álagningar útsvars verði 14,48% á árinu 2012.
Tillagan samþykkt með sjö atkvæðum.
13. Kosning í nefndir af hálfu Samfylkingar201009295
Tillaga kom fram um að Anna Sigríður Guðnadóttir verði aðalmaður í fræðslunefnd stað Jónasar Sigurðssonar sem verði varamaður.
Fleiri tillögur komu ekki fram og var tillagan samþykkt samhljóða.