15. maí 2012 kl. 17:15,
2. hæð Helgafell
Fundinn sátu
- Hafsteinn Pálsson (HP) formaður
- Eva Magnúsdóttir (EMa) varaformaður
- Bryndís Brynjarsdóttir (BBr) aðalmaður
- Anna Sigríður Guðnadóttir (ASG) aðalmaður
- Snorri Gissurarson 2. varamaður
- Bergljót Kristín Ingvadóttir áheyrnarfulltrúi
- Karl Ásbjörn Hjartarson áheyrnarfulltrúi
- Gunnhildur María Sæmundsdóttir fræðslusvið
- Björn Þráinn Þórðarson framkvæmdastjóri fræðslusviðs
Fundargerð ritaði
Björn Þráinn Þórðarson framkvæmdastjóri fræðslusviðs
Dagskrá fundar
Almenn erindi
1. Endurskoðun stefnu um sérkennslu og sérfræðiþjónustu leik- og grunnskóla Mosfellsbæjar201103249
Á fundinn mætti Hulda Sólrún Guðmundsdóttir sem setið hefur í vinnuhóp um stefnu um sérkennslu og sérfræðiþjónustu. Hún kynnti ásamt framkvæmdastjóra fræðslusviðs drög að niðurstöðum vinnuhópsins Hópurinn hefur unnið með hléum í vetur, en fundað alls 23 sinnum og farið í nokkrar skólaheimsóknir bæði innan og utan bæjar.
Fræðslunefnd felur hópnum að ljúka skýrslu vegna verkefnisins og leggja fram í nefndinni.
2. Skýrsla um framkvæmd og fyrirkomulag íþróttakennslu í grunnskólum201205086
Lagt fram og óskað eftir að skýrslan verði kynnt skólunum. Eftir eðli máls verður málinu vísað til fræðslunefndar ef þörf er á.
3. Tölvur og íslenskt mál í grunnskólum201205089
Lagt fram og óskað eftir að skýrslan verði kynnt skólunum. Eftir eðli máls verður málinu vísað til fræðslunefndar ef þörf er á.
4. Færanlegar kennslustofur við Lágafellsskóla201205088
<DIV><DIV><DIV>Í framhaldi af yfirferð fræðslunefndar á þróun nemendafjölda hefur framkvæmdastjóri fræðslusviðs óskað eftir því við skipulagsnefnd að heimilað verði að setja niður færanlegar kennslustofur við Lágafellsskóla.</DIV></DIV></DIV>
5. Umsóknir í Sprotasjóð 2012201203017
Úthlutun hefur farið fram úr Sprotasjóði árið 2012. Skólaskrifstofa Mosfellsbæjar fékk þriggja milljón króna styrk til að innleiða nýja íslenska menntastefnu í leik- og grunnskólum. Fræðslunefnd lýsir yfir ánægju með úthlutunina.