22. nóvember 2017 kl. 17:15,
2. hæð Helgafell
Fundinn sátu
- Kolbrún G Þorsteinsdóttir (KGÞ) formaður
- Bryndís Brynjarsdóttir (BBr) varaformaður
- Hafsteinn Pálsson (HP) aðalmaður
- Steinunn Dögg Steinsen (SDS) aðalmaður
- Helga Jóhanna Magnúsdóttir áheyrnarfulltrúi
- Þuríður Stefánsdóttir (ÞS) áheyrnarfulltrúi
- Kristín Ásta Ólafsdóttir áheyrnarfulltrúi
- Elín Guðný Hlöðversdóttir (EGH) áheyrnarfulltrúi
- Sonja Dögg Pálsdóttir áheyrnarfulltrúi
- Sigrún H. Pálsdóttir (SHP) vara áheyrnarfulltrúi
- Guðbjörg Linda Udengard (LU) framkvæmdastjóri fræðslusviðs
- Gunnhildur María Sæmundsdóttir fræðslusvið
- Magnea S Ingimundardóttir (MI) fræðslusvið
Fundargerð ritaði
Gunnhildur María Sæmundsdóttir skólafulltrúi
Dagskrá fundar
Almenn erindi
1. Sértæk skólaúrræði201711220
Kynning á þróunarverkefninu, Fellið, í Lágafellsskóla. Skólastjóri Lágafellsskóla og starfsfólk Fellsins mæta á fundinn og kynna.
Fræðslunefnd þakkar starfsfólki fyrir skilmerkilega og faglega kynningu á Fellinu, atferlismótunarveri í Lágafellsskóla. Verkefnið er þróunarverkefni og verður metið vorið 2018.
2. Skýrsla vinnuhóps um sérkennslu og sérfræðiþjónustu leik- og grunnskóla Mosfellsbæjar201103249
Lagt fram stöðumat á skýrslu vinnuhóps um sérkennslu og sérfræðiþjónustu leik- og grunnskóla Mosfellsbæjar.
Fræðslunefnd þakkar kynninguna og felur fræðslu- og frístundasviði að setja fram áherslur í stoðþjónustu og sérkennslu næstu þriggja ára.
3. Þjónusta við ung börn201611055
Kynning og umsögn á faglegu mati um fyrirkomulag á þjónustu við yngstu börnin í Mosfellsbæ.
Fræðslunefnd leggur til við bæjarstjórn að samþykkja tillöguna. Fræðslu- og frístundasviði er falið að vinna áfram að nánari útfærslu og framkvæmd tillögunnar í samstarfi við foreldra og starfsfólk Hlíðar.