Hoppa í meginmál
mos.is - Forsíða

22. mars 2011 kl. 17:15,
2. hæð Helgafell


Fundinn sátu

  • Hafsteinn Pálsson (HP) formaður
  • Eva Magnúsdóttir (EMa) varaformaður
  • Gylfi Dalmann Aðalsteinsson aðalmaður
  • Jónas Sigurðsson (JS) áheyrnarfulltrúi
  • Sæunn Þorsteinsdóttir 1. varamaður
  • Dagný Kristinsdóttir (DK) áheyrnarfulltrúi
  • Arndís Hilmarsdóttir vara áheyrnarfulltrúi
  • Þóranna Rósa Ólafsdóttir (ÞRÓ) áheyrnarfulltrúi
  • Helga Jóhanna Magnúsdóttir vara áheyrnarfulltrúi
  • Guðrún Þórhildur Elfarsdóttir (GÞE) vara áheyrnarfulltrúi
  • Sveinbjörg Davíðsdóttir (SD) áheyrnarfulltrúi
  • Sævar Garðarsson áheyrnarfulltrúi
  • Guðrún Bergmann áheyrnarfulltrúi
  • Þuríður Stefánsdóttir (ÞS) fræðslusvið
  • Björg Bjarkey Kristjánsdóttir áheyrnarfulltrúi
  • Magnea S Ingimundardóttir (MI) fræðslusvið
  • Björn Þráinn Þórðarson framkvæmdastjóri fræðslusviðs

Fundargerð ritaði

Björn Þráinn Þórðarson framkvæmdastjóri fræðslusviðs


Dagskrá fundar

Almenn erindi

  • 1. PISA könn­un 2009 nið­ur­stöð­ur201102210

    Lagðar fram umbótaáætlanir og mat á fyrri áætlunum. Undir þessum lið mæta skólastjórnendur ásamt fulltrúum kennara.

    Á fund­inn mættu full­trú­ar kenn­ara Varmár­skóla og Lága­fells­skóla.  Lagð­ar voru fram hug­mynd­ir að um­bóta­áætl­un­um frá skól­un­um. Skól­arn­ir hyggjast skipa teymi eða vinnu­hópa til að vinna að fram­gangi um­bóta­áætl­ana. Fram komu ýms­ar hug­mynd­ir um hvað bet­ur megi fara til að skól­arn­ir í Mos­fells­bæ geti bætt skólast­arf og ár­ang­ur eins og hann er mæld­ur í PISA-könn­un.  Skóla­skrif­stofu og stjórn­end­um skóla var fal­ið að taka sam­an frek­ari hug­mynd­ir um hvern­ig styðja megi við bætt­an ár­ang­ur í skólastarfi og leggi þær fyr­ir fræðslu­nefnd.

    • 2. Skóla­da­gatal 2011-2012201102220

      Lagt fram til samþykktar.

      Skóla­daga­töl leik- og grunn­skóla árið 2011 - 2012 voru lögð fram. Reynt hef­ur ver­ið að sam­ræma leik- og grunn­skóla­daga­tölin eins og kost­ur er.  Fræðslu­nefnd legg­ur til við bæj­ar­stjórn að stað­festa fram­lögð skóla­daga­töl.

      • 3. Fyr­ir­komulag v. 5 ára leik­skóla­barna næsta skóla­ár201103273

        Lagt fram til upplýsinga

        Fyr­ir­komulag á leik­skólastarfi 5 ára barna næsta skóla­ár lagt fram.

        • 4. End­ur­skoð­un á stefnu­mörk­un um sér­kennslu í Mos­fells­bæ201103249

          Fræðslu­nefnd legg­ur til að skip­að­ur verði vinnu­hóp­ur og hon­um verði sett er­ind­is­bréf um end­ur­skoð­un á stefnu Mos­fells­bæj­ar í sér­kennslu í leik- og grunn­skól­um.  Skóla­skrif­stofu fal­inn und­ir­bún­ing­ur verks­ins.

          Almenn erindi - umsagnir og vísanir

          • 5. Að­al­skipu­lag 2009-2030, end­ur­skoð­un á AS 2002-2024200611011

            Lagt fram minn­is­blað fram­kvæmda­stjóra.  Fræðslu­nefnd legg­ur til að minn­is­blað­ið ber­ist skipu­lags­nefnd og tek­ið verði til­lit til þeirra at­huga­semda sem þar koma fram.

            Fleira var ekki gert. Fundi slitið kl. 19:00