22. mars 2011 kl. 17:15,
2. hæð Helgafell
Fundinn sátu
- Hafsteinn Pálsson (HP) formaður
- Eva Magnúsdóttir (EMa) varaformaður
- Gylfi Dalmann Aðalsteinsson aðalmaður
- Jónas Sigurðsson (JS) áheyrnarfulltrúi
- Sæunn Þorsteinsdóttir 1. varamaður
- Dagný Kristinsdóttir (DK) áheyrnarfulltrúi
- Arndís Hilmarsdóttir vara áheyrnarfulltrúi
- Þóranna Rósa Ólafsdóttir (ÞRÓ) áheyrnarfulltrúi
- Helga Jóhanna Magnúsdóttir vara áheyrnarfulltrúi
- Guðrún Þórhildur Elfarsdóttir (GÞE) vara áheyrnarfulltrúi
- Sveinbjörg Davíðsdóttir (SD) áheyrnarfulltrúi
- Sævar Garðarsson áheyrnarfulltrúi
- Guðrún Bergmann áheyrnarfulltrúi
- Þuríður Stefánsdóttir (ÞS) fræðslusvið
- Björg Bjarkey Kristjánsdóttir áheyrnarfulltrúi
- Magnea S Ingimundardóttir (MI) fræðslusvið
- Björn Þráinn Þórðarson framkvæmdastjóri fræðslusviðs
Fundargerð ritaði
Björn Þráinn Þórðarson framkvæmdastjóri fræðslusviðs
Dagskrá fundar
Almenn erindi
1. PISA könnun 2009 niðurstöður201102210
Lagðar fram umbótaáætlanir og mat á fyrri áætlunum. Undir þessum lið mæta skólastjórnendur ásamt fulltrúum kennara.
Á fundinn mættu fulltrúar kennara Varmárskóla og Lágafellsskóla. Lagðar voru fram hugmyndir að umbótaáætlunum frá skólunum. Skólarnir hyggjast skipa teymi eða vinnuhópa til að vinna að framgangi umbótaáætlana. Fram komu ýmsar hugmyndir um hvað betur megi fara til að skólarnir í Mosfellsbæ geti bætt skólastarf og árangur eins og hann er mældur í PISA-könnun. Skólaskrifstofu og stjórnendum skóla var falið að taka saman frekari hugmyndir um hvernig styðja megi við bættan árangur í skólastarfi og leggi þær fyrir fræðslunefnd.
2. Skóladagatal 2011-2012201102220
Lagt fram til samþykktar.
Skóladagatöl leik- og grunnskóla árið 2011 - 2012 voru lögð fram. Reynt hefur verið að samræma leik- og grunnskóladagatölin eins og kostur er. Fræðslunefnd leggur til við bæjarstjórn að staðfesta framlögð skóladagatöl.
3. Fyrirkomulag v. 5 ára leikskólabarna næsta skólaár201103273
Lagt fram til upplýsinga
Fyrirkomulag á leikskólastarfi 5 ára barna næsta skólaár lagt fram.
4. Endurskoðun á stefnumörkun um sérkennslu í Mosfellsbæ201103249
Fræðslunefnd leggur til að skipaður verði vinnuhópur og honum verði sett erindisbréf um endurskoðun á stefnu Mosfellsbæjar í sérkennslu í leik- og grunnskólum. Skólaskrifstofu falinn undirbúningur verksins.
Almenn erindi - umsagnir og vísanir
5. Aðalskipulag 2009-2030, endurskoðun á AS 2002-2024200611011
Lagt fram minnisblað framkvæmdastjóra. Fræðslunefnd leggur til að minnisblaðið berist skipulagsnefnd og tekið verði tillit til þeirra athugasemda sem þar koma fram.