20. september 2011 kl. 17:15,
2. hæð Helgafell
Fundinn sátu
- Hafsteinn Pálsson (HP) formaður
- Eva Magnúsdóttir (EMa) varaformaður
- Gylfi Dalmann Aðalsteinsson aðalmaður
- Elísabet Kristjánsdóttir aðalmaður
- Jónas Sigurðsson (JS) aðalmaður
- Sæunn Þorsteinsdóttir áheyrnarfulltrúi
- Dagný Kristinsdóttir (DK) áheyrnarfulltrúi
- Helga Jóhanna Magnúsdóttir áheyrnarfulltrúi
- Þóranna Rósa Ólafsdóttir (ÞRÓ) áheyrnarfulltrúi
- Guðrún Þórhildur Elfarsdóttir (GÞE) vara áheyrnarfulltrúi
- Herdís Rós Kjartansdóttir vara áheyrnarfulltrúi
- Jóhanna S Hermannsdóttir áheyrnarfulltrúi
- Karl Ásbjörn Hjartarson áheyrnarfulltrúi
- Atli Guðlaugsson fræðslusvið
- Magnea S Ingimundardóttir (MI) fræðslusvið
- Gunnhildur María Sæmundsdóttir fræðslusvið
- Björn Þráinn Þórðarson framkvæmdastjóri fræðslusviðs
Fundargerð ritaði
Björn Þráinn Þórðarson framkvæmdastjóri fræðslusviðs
Dagskrá fundar
Almenn erindi
1. Framlög úr Jöfnunarsjóði sveitarfélaga til eflingar tónlistarnámi og jöfnunar á aðstöðumun nemenda201109207
Nýjar reglur lagðar fram um greiðslur vegna nemenda í framhaldsnámi. Umsóknir Mosfellsbæjar til jöfnunarsjóðs hafa verið sendar, en enn liggur ekki fyrir hver úthlutun sjóðsins verður til Mosfellsbæjar vegna þeirra nemenda.
2. Erindi mennta- og menningarmálaráðuneytis varðandi úttekt á leikskólanum Hlíð201102180
Úttekt ráðuneytisins lögð fram. Jóhanna Hermannsdóttir kynnti úttektina og umbótaáætlun Hlíðar. Skólaskrifstofu falið að styðja við umbótaáætlun skólans og upplýsa fræðslunefnd um framvinduna.
3. Leiðbeiningar og viðmið fyrir sveitarfélög í tengslum við innra mat leikskóla201109274
Leiðbeiningar og viðmið um innra mat lagt fram. Leikskólarnir hvattir til að nýta sér þessar leiðbeiningar við innra mat og upplýsa fræðslunefnd um skipan innra mats í hverjum skóla fyrir sig.
4. Upphaf grunnskólaskólaársins 2011-12201109291
Skólastjórar grunnskólanna fóru yfir upphaf skólaársins 2011-12.
5. Leiðbeiningar og viðmið fyrir sveitarfélög í tengslum við innra mat grunnskóla201109275
Leiðbeiningar og viðmið um innra mat lagt fram. Grunnskólarnir hvattir til að nýta sér þessar leiðbeiningar við innra mat og upplýsa fræðslunefnd um skipan innra mats í hverjum skóla fyrir sig.
6. Reglur um skólavist utan lögheimilis - breyting á orðalagi2011081928
Fræðslunefnd leggur til við bæjarstjórn að samþykkja breytingu á reglum um skólavist utan lögheimilis og bera þá heitið: Viðmiðunarreglur vegna greiðslna fyrir námsvist utan lögheimilis.
7. Endurskoðun stefnu um sérkennslu og sérfræðiþjónustu leik- og grunnskóla Mosfellsbæjar201103249
Lagt er til að vinnuhópi um stefnumótun verði falið að vinna áfram að verkefninu í samræmi við framlagða greinargerð.
8. Krikaskóli - erindi til mennta- og menningarmálaráðuneytis um að gerast þróunarskóli á grundvelli 44. gr. grunnskólalaga nr. 91/2008.201109309
Fræðslunefnd felur Skólaskrifstofu í samvinnu við stjórnendur Krikaskóla að sækja um til mennta- og menningarmálaráðuneytis að Krikaskóli verði þróunarskóli á grundvelli 44. greinar grunnskólalaga.
9. Yfirlit yfir skyldur og ábyrgð skólanefnda201109273
Yfirlit lagt fram.