Hoppa í meginmál
mos.is - Forsíða

Mál númer 202111151

  • 24. nóvember 2021

    Bæj­ar­stjórn Mos­fells­bæj­ar #794

    Er­indi Sveins Ósk­ars Sig­urðs­son­ar, bæj­ar­full­trúa M-lista, varð­andi eigna­sjóð, innri leigu og við­hald eigna, dags. 08.11.2021.

    Til­laga M-lista
    Í sam­ræmi við 1. mgr. 108. gr. a í lög­um um árs­reikn­inga nr. 3/2006 legg­ur bæj­ar­stjórn Mos­fells­bæj­ar til að kom­ið verði á lagg­irn­ar end­ur­skoð­un­ar­nefnd fyr­ir bæj­ar­fé­lag­ið í sam­ræmi við fram­an­greind lög.

    Fram kom frá­vís­un­ar­til­laga sem var sam­þykkt með átta at­kvæð­um gegn einu at­kvæði full­trúa M-lista.

    Bók­un M-lista
    Af­staða bæj­ar­full­trúa M-lista er að end­ur­skoð­un­ar­nefnd­ir eru mik­il­væg­ar og gegna þær því hlut­verki að tryggja áreið­an­leika og óhæði end­ur­skoð­un­ar. Eitt af meg­in­mark­mið­um með starf­semi nefnda af þess­um toga er að draga úr hættu á fjár­mála­m­is­ferli og efla traust á fjár­hags­upp­lýs­ing­um. Mos­fells­bær er með út­gef­in skráð skulda­bréf á mark­aði og sé horft til þess ber bæj­ar­fé­lag­inu skylda að hafa starf­andi end­ur­skoð­un­ar­nefnd sé lit­ið til laga um árs­reikn­ing nr. 3/2006 ásamt síð­ari breyt­ing­um. Til­urð end­ur­skoð­un­ar­nefnda fel­ur í sér góða stjórn­ar­hætti. Mos­fells­bær fell­ur und­ir ein­ingu tengda al­manna­hags­mun­um í skiln­ingi fram­an­greindra laga og eng­ar und­an­þágu­heim­ild­ir frá starf­rækslu end­ur­skoð­un­ar­nefnd­ar eru fyr­ir sveit­ar­fé­lög, sem eru með skráð skulda­bréf á mark­aði, hvorki í ís­lensk­um lög­um né ESB-rétti. Því er mik­il­vægt að Mos­fells­bær upp­fylli þetta ákvæði laga um árs­reikn­inga nr. 3/2006.

    Bók­un V- og D-lista
    Ástæða frá­vís­un­ar­til­lögu og sam­þykkt henn­ar er sú að hér er lögð fram til­laga af full­trúa Mið­flokks­ins sem er í engu sam­ræmi við efni máls­ins sem hér er til um­fjöll­un­ar. Heiti máls­ins er Eigna­sjóð­ur, innri leiga og við­hald eigna. Til­lag­an er hins­veg­ar um stofn­un end­ur­skoð­un­ar­nefnd­ar sem er allt ann­að mál og eng­inn bæj­ar­full­trúi und­ir­bú­inn að fjalla um. Því er sér­kenni­legt að hér sé lögð fram bók­un sem fjall­ar um það efn­is­at­riði sem ekki er á dagskrá fund­ar­ins.
    En hvað varð­ar bók­un full­trúa M-lista um stofn­un end­ur­skoð­un­ar­nefnd­ar þá er um það að segja að það hef­ur alls ekki ver­ið lit­ið svo á að sveit­ar­fé­lög­um bæri að skipa sér­stak­ar end­ur­skoð­un­ar­nefnd­ir. Fram­kvæmd­in hef­ur all­ar göt­ur ver­ið sú að bæj­ar/byggðaráð sveit­ar­fé­lag­anna fari með hlut­verk end­ur­skoð­un­ar­nefnd­ar. Sveit­ar­fé­lög ráða sína lög­giltu end­ur­skoð­end­ur sem end­ur­skoða reikn­inga bæj­ar­ins og skila sér­stök­um end­ur­skoð­un­ar­áætl­un­um til bæj­ar/byggða­ráða sem er grund­völl­ur end­ur­skoð­un­ar­inn­ar. Það er álit end­ur­skoð­enda bæj­ar­ins að þetta sé hið eðli­lega fyr­ir­komulag og er það stutt af áliti Sam­bands ís­lenskra sveit­ar­fé­laga. Enda hef­ur eng­in at­huga­semd um stofn­un sér­stakr­ar end­ur­skoðund­ar­nefnd­ar kom­ið fram í al­mennri end­ur­skoð­un bæj­ar­ins eða sér­stakri stjórn­sýslu­end­ur­skoð­un sem fram­kvæmd er á hverju ári

    Bók­un full­trú­ar C-, L- og S-lista
    Bók­un full­trúa M-lista er í engu sam­ræmi við efni fund­ar­ins. Til­laga sem sett var fram á þess­um bæj­ar­stjórn­ar­fundi var vísað frá vegna þess að hún var ekki á dagskrá fund­ar­ins. Til­laga sú var sett fram á þess­um bæj­ar­stjórn­ar­fundi án fyr­ir­vara og án þess að bæj­ar­full­trú­ar haft haft tíma til þess að afla nauð­syn­legra gagna eða haft tæki­færi til þess að kynna sér mál­ið. Það er grund­vall­ar­at­riði að bæj­ar­full­trú­ar hafi tíma til þess að setja sig inn í þau mál sem fyr­ir liggja og að til­lögu fylgi gögn sem hægt er að kynna sér fyr­ir­fram. Það var ekki svo í þessu til­felli.

    Af­greiðsla 1511. fund­ar bæj­ar­ráðs sam­þykkt á 794. fundi bæj­ar­stjórn­ar með átta at­kvæð­um. Full­trúi M-lista greiddi at­kvæði gegn sam­þykkt.

    • 11. nóvember 2021

      Bæj­ar­ráð Mos­fells­bæj­ar #1511

      Er­indi Sveins Ósk­ars Sig­urðs­son­ar, bæj­ar­full­trúa M-lista, varð­andi eigna­sjóð, innri leigu og við­hald eigna, dags. 08.11.2021.

      Til­laga M-lista:
      Bæj­ar­ráð legg­ur áherslu á að sett sé á lagg­irn­ar und­ir­bún­ings­nefnd sem end­ur­skoði reikn­ings­skil Mos­fells­bæj­ar m.t.t. að við­hald á eign­um og rekst­ur þeirra sé sett fram með skýr­ari hætti en nú er í fjár­hags­áætl­un­um og í árs­reikn­ingi bæj­ar­ins. Jafn­framt verði lit­ið til þess í þess­ari vinnu að sett yrði á lagg­irn­ar end­ur­skoð­un­ar­nefnd og um­boðs­mað­ur rekstr­arein­inga sveit­ar­fé­lags­ins.


      Bæj­ar­ráð synj­ar til­lög­unni með þrem­ur at­kvæð­um.