Hoppa í meginmál
mos.is - Forsíða

Mál númer 202111149

  • 24. nóvember 2021

    Bæj­ar­stjórn Mos­fells­bæj­ar #794

    Er­indi Sveins Ósk­ars Sig­urðs­son­ar, bæj­ar­full­trúa M-lista, um þjón­ustu við fötluð börn í Mos­fells­bæ og for­eldra fatl­aðra barna, dags. 08.11.2021.

    Af­greiðsla 1511. fund­ar bæj­ar­ráðs sam­þykkt á 794. fundi bæj­ar­stjórn­ar með níu at­kvæð­um.

    • 11. nóvember 2021

      Bæj­ar­ráð Mos­fells­bæj­ar #1511

      Er­indi Sveins Ósk­ars Sig­urðs­son­ar, bæj­ar­full­trúa M-lista, um þjón­ustu við fötluð börn í Mos­fells­bæ og for­eldra fatl­aðra barna, dags. 08.11.2021.

      Sig­ur­björg Fjöln­is­dótt­ir, fram­kvæmda­stjóri fjöl­skyldu­sviðs og Gunn­hild­ur Sæ­munds­dótt­ir, verk­efna­stjóri leik­skóla­mála, mættu til fund­ar­ins og veittu upp­lýs­ing­ar.

      Bók­un M-lista:
      Full­trúi Mið­flokks­ins þakk­ar full­trú­um Fjöl­skyldu­sviðs og Fræðslu- og frí­stunda­sviðs sem fóru yfir mál­ið á fund­in­um. Eft­ir stend­ur mik­il­vægi þess að sett­ar verði sam­ræmd­ar regl­ur Mos­fells­bæj­ar hvað varð­ar þjón­ustu sem stend­ur for­eldr­um fatl­aðra barna til boða hjá bæn­um.

      Bók­un D- og V-lista:
      Í Mos­fells­bæ er mjög vel hald­ið utan um mál­efni fatl­aðra barna og regl­ur varð­andi þjón­ustu við þau eru í gildi eins og hjá öðr­um sveit­ar­fé­lög­um. Fyr­ir liggja drög að regl­um um akst­urs­þjón­ustu í skóla­þjón­ustu, sem inn­leidd verða við inn­leið­ingu far­sæld­ar­laga. En ný far­sæld­ar­lög sem ný­lega voru sam­þykkt á Al­þingi og eru í inn­leið­ingu hjá sveit­ar­fé­lög­um munu einn­ig styðja enn frek­ar við gild­andi regl­ur sveit­ar­fé­lag­anna.