Mál númer 202111149
- 24. nóvember 2021
Bæjarstjórn Mosfellsbæjar #794
Erindi Sveins Óskars Sigurðssonar, bæjarfulltrúa M-lista, um þjónustu við fötluð börn í Mosfellsbæ og foreldra fatlaðra barna, dags. 08.11.2021.
Afgreiðsla 1511. fundar bæjarráðs samþykkt á 794. fundi bæjarstjórnar með níu atkvæðum.
- 11. nóvember 2021
Bæjarráð Mosfellsbæjar #1511
Erindi Sveins Óskars Sigurðssonar, bæjarfulltrúa M-lista, um þjónustu við fötluð börn í Mosfellsbæ og foreldra fatlaðra barna, dags. 08.11.2021.
Sigurbjörg Fjölnisdóttir, framkvæmdastjóri fjölskyldusviðs og Gunnhildur Sæmundsdóttir, verkefnastjóri leikskólamála, mættu til fundarins og veittu upplýsingar.
Bókun M-lista:
Fulltrúi Miðflokksins þakkar fulltrúum Fjölskyldusviðs og Fræðslu- og frístundasviðs sem fóru yfir málið á fundinum. Eftir stendur mikilvægi þess að settar verði samræmdar reglur Mosfellsbæjar hvað varðar þjónustu sem stendur foreldrum fatlaðra barna til boða hjá bænum.Bókun D- og V-lista:
Í Mosfellsbæ er mjög vel haldið utan um málefni fatlaðra barna og reglur varðandi þjónustu við þau eru í gildi eins og hjá öðrum sveitarfélögum. Fyrir liggja drög að reglum um akstursþjónustu í skólaþjónustu, sem innleidd verða við innleiðingu farsældarlaga. En ný farsældarlög sem nýlega voru samþykkt á Alþingi og eru í innleiðingu hjá sveitarfélögum munu einnig styðja enn frekar við gildandi reglur sveitarfélaganna.