Mál númer 202110048
- 24. nóvember 2021
Bæjarstjórn Mosfellsbæjar #794
Starfsfólk Strætó bs. kynna hugmyndir að nýju leiðaneti almenningssamgangna í Mosfellsbæ. Kynningin er hluti samráðs um bætt leiðanet fyrir Borgarlínu-, stofn- og almennar leiðir. Skipulagsnefnd Mosfellsbæjar er jafnframt umferðarnefnd sveitarfélagsins. Ragnheiður Einarsdóttir og Sólrún Svava Skúladóttir kynntu áætlun með fjarfundarbúnaði.
Afgreiðsla 554. fundar skipulagsnefndar samþykkt á 794. fundi bæjarstjórnar með níu atkvæðum.
- 19. nóvember 2021
Skipulagsnefnd Mosfellsbæjar #554
Starfsfólk Strætó bs. kynna hugmyndir að nýju leiðaneti almenningssamgangna í Mosfellsbæ. Kynningin er hluti samráðs um bætt leiðanet fyrir Borgarlínu-, stofn- og almennar leiðir. Skipulagsnefnd Mosfellsbæjar er jafnframt umferðarnefnd sveitarfélagsins. Ragnheiður Einarsdóttir og Sólrún Svava Skúladóttir kynntu áætlun með fjarfundarbúnaði.
Kynning og umræður
- 13. október 2021
Bæjarstjórn Mosfellsbæjar #791
Lögð eru fram til kynningar fyrstu drög að nýju leiðaneti Strætó. Um er að ræða endurskoðun á Borgarlínuleiðum, stofnleiðum og almennum leiðum.
Afgreiðsla 551. fundar skipulagsnefndar samþykkt á 791. fundi bæjarstjórnar með níu atkvæðum.
- 8. október 2021
Skipulagsnefnd Mosfellsbæjar #551
Lögð eru fram til kynningar fyrstu drög að nýju leiðaneti Strætó. Um er að ræða endurskoðun á Borgarlínuleiðum, stofnleiðum og almennum leiðum.
Lagt fram og kynnt. Skipulagsnefnd vísar málinu til Umhverfissviðs til frekari skoðunar og samráðs við Strætó bs.