Mál númer 202011420
- 8. desember 2021
Bæjarstjórn Mosfellsbæjar #795
Minnisblað umhverfissviðs vegna framkvæmda við Hlégarð.
Afgreiðsla 1512. fundar bæjarráðs samþykkt á 795. fundi bæjarstjórnar með níu atkvæðum.
- 24. nóvember 2021
Bæjarstjórn Mosfellsbæjar #794
Minnisblað umhverfissviðs vegna framkvæmda við Hlégarð.
Afgreiðsla 1512. fundar bæjarráðs samþykkt á 794. fundi bæjarstjórnar með níu atkvæðum.
- 18. nóvember 2021
Bæjarráð Mosfellsbæjar #1512
Minnisblað umhverfissviðs vegna framkvæmda við Hlégarð.
Minnisblað um framkvæmd við endurbætur Hlégarðs lagt fram. Bæjarráð samþykkir með þremur atkvæðum að fela fjármálastjóra að undirbúa viðauka að fjárhæð 59,4 m.kr. við fjárhagsáætlun ársins 2021 vegna framkvæmdarinnar.
- 16. júní 2021
Bæjarstjórn Mosfellsbæjar #785
Óskar Gísli Sveinsson deildarstjóri nýframkvæmda kynnir framvinduskýrslu um 1. áfanga framkvæmda í Hlégarði.
Afgreiðsla 30. fundar menningar- og nýsköpunarnefndar samþykkt á 785. fundi bæjarstjórnar með níu atkvæðum.
- 16. júní 2021
Bæjarstjórn Mosfellsbæjar #785
Framkvæmdir í Hlégarði.
Afgreiðsla 30. fundar menningar- og nýsköpunarnefndar samþykkt á 785. fundi bæjarstjórnar með níu atkvæðum.
- 8. júní 2021
Menningar- og nýsköpunarnefnd #30
Óskar Gísli Sveinsson deildarstjóri nýframkvæmda kynnir framvinduskýrslu um 1. áfanga framkvæmda í Hlégarði.
Lagt fram.
- 8. júní 2021
Menningar- og nýsköpunarnefnd #30
Framkvæmdir í Hlégarði.
Menningar- og nýsköpunarnefnd kynnir sér yfirstandandi framkvæmdir í Hlégarði á staðnum.
- 24. mars 2021
Bæjarstjórn Mosfellsbæjar #779
Lagt er til að gengið verði til samningaviðræðna við lægstbjóðanda, og að umhverfissviði verði veitt heimild til undirritunar samnings á grundvelli tilboðs lægstbjóðanda að því gefnu að skilyrðum útboðsgagna sé uppfyllt.
Afgreiðsla 1481. fundar bæjarráðs samþykkt á 779. fundi bæjarstjórnar með níu atkvæðum.
- 18. mars 2021
Bæjarráð Mosfellsbæjar #1481
Lagt er til að gengið verði til samningaviðræðna við lægstbjóðanda, og að umhverfissviði verði veitt heimild til undirritunar samnings á grundvelli tilboðs lægstbjóðanda að því gefnu að skilyrðum útboðsgagna sé uppfyllt.
Samþykkt með þremur atkvæðum að heimila umhverfissviði að ganga til samninga við lægstbjóðanda, Borg Byggingarlausnir ehf., að því gefnu að skilyrði útboðsgagna hafi verið uppfyllt. Jafnframt er fjármálastjóra falið að gera viðauka við fjárhagsáætlun vegna málsins.
Vakin er athygli á því að samkvæmt 86. gr. laga um opinber innkaup þarf að líða 5 daga biðtími frá ákvörðun um töku tilboðs til gerðar samnings. Heimilt er að skjóta ákvörðun bæjarráðs til kærunefndar útboðsmála og er kærufrestur samkvæmt 106. gr. laga um opinber innkaup 20 dagar frá því að kæranda var eða mátti vera kunnugt um framangreinda ákvörðun.
- 10. febrúar 2021
Bæjarstjórn Mosfellsbæjar #776
Óskað er heimildar bæjarráðs til að auglýsa útboð á tillögum Yrki arkitekta að breytingum á innra byrði Hlégarðs og mögulega áfangaskiptingu sem lögð var fyrir menningar- og nýsköpunarnefnd á 18. fundi nefndarinnar þann 9. júní 2020 og samþykkt á 764. fundi bæjarstjórnar þann 24. júní sama ár.
Afgreiðsla 1475. fundar bæjarráðs samþykkt á 776. fundi bæjarstjórnar með níu atkvæðum.
- 4. febrúar 2021
Bæjarráð Mosfellsbæjar #1475
Óskað er heimildar bæjarráðs til að auglýsa útboð á tillögum Yrki arkitekta að breytingum á innra byrði Hlégarðs og mögulega áfangaskiptingu sem lögð var fyrir menningar- og nýsköpunarnefnd á 18. fundi nefndarinnar þann 9. júní 2020 og samþykkt á 764. fundi bæjarstjórnar þann 24. júní sama ár.
Bæjarráð samþykkir með þremur atkvæðum að bjóða út framkvæmdir vegna fyrsta áfanga endurbóta á innra rými Hlégarðs, áfanga 1a og 1 b, á grunni áætlaðs framkvæmdakostnaðar og meðfylgjandi teikninga. Jafnframt samþykkt að fjármálastjóra verði falið að undirbúa viðauka við fjárhagsáætlun ársins 2021 sem nemi um 30 m.kr.