Hoppa í meginmál
mos.is - Forsíða

Mál númer 202504537

  • 7. maí 2025

    Skipu­lags­nefnd Mos­fells­bæj­ar #630

    Borist hef­ur er­indi frá Pálmari Krist­munds­syni, f.h. hús­eig­anda, dags. 30.04.2025, með ósk um stækk­un húss að Bæj­ar­ási 3 ásamt ný­bygg­ingu auka­húss á lóð, í sam­ræmi við gögn. Rífa á eldri 20,0 m² við­bygg­ingu og stækka íbúð­ar­hús um 200,0 m², fjar­lægja smá­hýsi og byggja 30,0 m² auka­hús auk nýrr­ar 15,0 m² áhalda­geymslu. Er­ind­ið er tek­ið til um­sagn­ar skipu­lags­nefnd­ar þar sem ekki er í gildi deili­skipu­lag sem upp­fyll­ir ákvæði skipu­lags­reglu­gerð­ar nr. 90/2013.

    Þar sem að ekki er í gildi deili­skipu­lag sem upp­fyll­ir ákvæði skipu­lagslaga nr. 123/2010 og skipu­lags­reglu­gerð­ar nr. 90/2013 sam­þykk­ir skipu­lags­nefnd með fimm at­kvæð­um að hin leyf­is­skylda fram­kvæmd skuli grennd­arkynnt skv. 1. og 2. mgr. 44. gr. skipu­lagslaga. Fyr­ir­liggj­andi gögn skulu send aðliggj­andi hag­að­il­um og þing­lýst­um fast­eigna­eig­end­um að Bæj­ar­ási 1, 2, 4, 5 og Brúnás 2 til kynn­ing­ar og at­huga­semda. Auk þess verða gögn að­gengi­leg á vef Mos­fells­bæj­ar, www.mos.is.