Mál númer 202504537
- 7. maí 2025
Skipulagsnefnd Mosfellsbæjar #630
Borist hefur erindi frá Pálmari Kristmundssyni, f.h. húseiganda, dags. 30.04.2025, með ósk um stækkun húss að Bæjarási 3 ásamt nýbyggingu aukahúss á lóð, í samræmi við gögn. Rífa á eldri 20,0 m² viðbyggingu og stækka íbúðarhús um 200,0 m², fjarlægja smáhýsi og byggja 30,0 m² aukahús auk nýrrar 15,0 m² áhaldageymslu. Erindið er tekið til umsagnar skipulagsnefndar þar sem ekki er í gildi deiliskipulag sem uppfyllir ákvæði skipulagsreglugerðar nr. 90/2013.
Þar sem að ekki er í gildi deiliskipulag sem uppfyllir ákvæði skipulagslaga nr. 123/2010 og skipulagsreglugerðar nr. 90/2013 samþykkir skipulagsnefnd með fimm atkvæðum að hin leyfisskylda framkvæmd skuli grenndarkynnt skv. 1. og 2. mgr. 44. gr. skipulagslaga. Fyrirliggjandi gögn skulu send aðliggjandi hagaðilum og þinglýstum fasteignaeigendum að Bæjarási 1, 2, 4, 5 og Brúnás 2 til kynningar og athugasemda. Auk þess verða gögn aðgengileg á vef Mosfellsbæjar, www.mos.is.