Mál númer 202411599
- 7. maí 2025
Skipulagsnefnd Mosfellsbæjar #630
Borist hefur umsókn um byggingarleyfi frá Andra Ingólfssyni, dags. 20.11.2024, vegna breytingar og viðbyggingar raðhúss að Brekkutanga 13, í samræmi við gögn. Stækkun íbúðar í kjallara er 2,8 m². Erindinu var vísað til umsagnar skipulagsfulltrúa eða skipulagsnefndar á 536. afgreiðslufundi byggingarfulltrúa þar sem ekki er í gildi deiliskipulag fyrir lóðina.
Með vísan í 3. mgr. 44. gr. skipulagslaga nr. 123/2010 samþykkir skipulagsnefnd með fimm atkvæðum að falla frá ákvæðum um grenndarkynningu byggingarleyfis. Nefndin metur málsaðila og húseigenda helsta hagsmunaaðila máls þar sem breyting húsnæðis hafi ekki áhrif á landnotkun, byggðamynstur né þéttleika byggðar auk þess sem viðbættir fermetrar breyta hvorki útsýni, skuggavarpi eða innsýni fasteigna. Byggingarfulltrúa er heimilt að afgreiða erindi og gefa út byggingarleyfi þegar að umsókn samræmist lögum um mannvirki nr. 160/2010, byggingarreglugerð nr. 112/2012 og kynntum gögnum.
- 13. desember 2024
Skipulagsnefnd Mosfellsbæjar #622
Sigurður Halldór Örnólfsson Brekkutanga 13 sækir um leyfi til breytinga raðhúss á lóðinni Brekkutangi nr. 13 í samræmi við framlögð gögn. Stækkun: Íbúð 2,8 m², 7,6 m³.
Lagt fram.
- 5. desember 2024
Afgreiðslufundur byggingarfulltrúa #536
Sigurður Halldór Örnólfsson Brekkutanga 13 sækir um leyfi til breytinga raðhúss á lóðinni Brekkutangi nr. 13 í samræmi við framlögð gögn. Stækkun: Íbúð 2,8 m², 7,6 m³.
Vísað til umsagnar skipulagsnefndar og skipulagsfulltrúa
þar sem ekki er í gildi deiliskipulag á svæðinu.