Mál númer 202504471
- 8. maí 2025
Bæjarráð Mosfellsbæjar #1667
Umsögn Mosfellsbæjar vegna vindorkugarðs við Dyraveg í Ölfusi lögð fram og kynnt.
Lagt fram og kynnt.
- 7. maí 2025
Skipulagsnefnd Mosfellsbæjar #630
Borist hefur erindi frá Skipulagsstofnun með ósk um umsögn vegna matsáætlana, undanfari umhverfismats, fyrir framkvæmdir sem eru háðar mati á umhverfisáhrifum á grundvelli 21. gr. laga um umhverfismat framkvæmda og áætlana nr. 111/2021. Í matsáætlun Orkuveitunnar eru kynnt áform fyrirtækisins um byggingu og rekstur vindorkugarðs við Dyraveg á Mosfellsheiði og gerð grein fyrir hvernig fyrirtækið hyggst standa að mati á umhverfisáhrifum framkvæmdarinnar. Áform Orkuveitunnar felast í uppbyggingu allt að 108 MW vindorkugarðs á 7,2 km2 svæði við Dyraveg á Mosfellsheiði. Gert er ráð fyrir að reisa 15 vindmyllur á framkvæmdasvæðinu og að afl hverrar verði 7,2 MW. Hæð vindmyllanna verður að hámarki 210 m miðað við spaða í hæstu stöðu með vélarhús í 125 m hæð og spaðalengd 87,5 m. Í umsögn umsagnaraðila skal koma fram hvort umsagnaraðili hafi athugasemdir við það hvernig framkvæmdaaðili hyggst vinna að umhverfismati framkvæmdarinnar, út frá sínu starfssviði, svo sem um skilgreiningu valkosta, gagnaöflun, úrvinnslu gagna, umhverfismat og framsetningu umhverfismatsskýrslu. Einnig, ef á skortir, hvaða atriðum umsagnaraðili telur að gera þurfi frekari skil eða hafa sérstaklega í huga við umhverfismat framkvæmdarinnar. Hjálögð er til kynningar umsögn sviðsstjóra umhverfissviðs og skipulagsfulltrúa Mosfellsbæjar, dags. 28.04.2025 sem skilað var inn í Skipulagsgáttina fyrir hönd sveitarfélagsins.
Lagt fram og kynnt. Almennar umræður um erindi og áform.
- 6. maí 2025
Umhverfisnefnd Mosfellsbæjar #260
Umsögn um vindorkugarð við Dyraveg í Sveitarfélaginu Ölfusi lögð til kynningar.
Lagt fram til kynningar og rætt.