Mál númer 202501722
- 19. febrúar 2025
Bæjarstjórn Mosfellsbæjar #866
Borist hefur fyrirspurn frá Kjartani Ólafi Sigurðssyni, f.h. Katrínar Pétursdóttur, dags. 23.01.2025, hvort rífa megi gróðurhús og byggja í stað þess 240 m2 geymsluhúsnæði á lóðinni Röðull L123759, í samræmi við gögn. Erindinu var vísað til umsagnar skipulagsfulltrúa eða skipulagsnefndar á 540. afgreiðslufundi byggingarfulltrúa þar sem ekki er í gildi deiliskipulag fyrir lóðina.
Afgreiðsla 625. fundar skipulagsnefndar staðfest á 866. fundi bæjarstjórnar með 11 atkvæðum.
- 14. febrúar 2025
Skipulagsnefnd Mosfellsbæjar #625
Katrín Pétursdóttir Bakkavör 40 Seltjarnarnesi leggur fram fyrirspurn um hvort rífa megi eldra gróðurhús og byggja í stað þess 240 m2 geymsluhúsnæði á lóðinni Röðull L123759 í samræmi við framlögð gögn.
Lagt fram.
- 14. febrúar 2025
Skipulagsnefnd Mosfellsbæjar #625
Borist hefur fyrirspurn frá Kjartani Ólafi Sigurðssyni, f.h. Katrínar Pétursdóttur, dags. 23.01.2025, hvort rífa megi gróðurhús og byggja í stað þess 240 m2 geymsluhúsnæði á lóðinni Röðull L123759, í samræmi við gögn. Erindinu var vísað til umsagnar skipulagsfulltrúa eða skipulagsnefndar á 540. afgreiðslufundi byggingarfulltrúa þar sem ekki er í gildi deiliskipulag fyrir lóðina.
Þar sem að ekki er í gildi deiliskipulag sem uppfyllir ákvæði skipulagslaga nr. 123/2010 og skipulagsreglugerðar nr. 90/2013 samþykkir skipulagsnefnd með fimm atkvæðum að byggingarleyfisumsóknin skuli grenndarkynnt skv. 1. og 2. mgr. 44. gr. skipulagslaga nr. 123/2010.
- 7. febrúar 2025
Afgreiðslufundur byggingarfulltrúa #540
Katrín Pétursdóttir Bakkavör 40 Seltjarnarnesi leggur fram fyrirspurn um hvort rífa megi eldra gróðurhús og byggja í stað þess 240 m2 geymsluhúsnæði á lóðinni Röðull L123759 í samræmi við framlögð gögn.
Vísað til umsagnar skipulagsnefndar og skipulagsfulltrúa þar sem ekki er í gildi deiliskipulag á svæðinu.