Mál númer 202501722
- 11. apríl 2025
Afgreiðslufundur skipulagsfulltrúa #92
Skipulagsnefnd samþykkti á 625 fundi sínum að grenndarkynna umsókn um byggingarleyfi og byggingaráform vegna geymsluhúsnæðis á landinu Röðull L123759. Áformin voru kynnt á vef Mosfellsbæjar www.mos.is og með kynningarbréfum sem send voru á þinglýsta eigendur aðliggjandi landa og eigna að Skuld L124367, Varmalandi L189879, Æsustöðum L123814, Æstustaðalandi L176796, Æsustöðum L176791, Víðihlíð L123815, Varmalandi L123809 og Árvangri L123614. Athugasemdafrestur var frá 05.03.2025 til og með 04.04.2025. Engar athugasemdir bárust.
Þar sem engar athugasemdir bárust við kynnt áform, með vísan í 44. gr. skipulagslaga nr. 123/2010, 5.9.4. gr. skipulagsreglugerðar nr. 90/2013 og afgreiðsluheimildir skipulagsfulltrúa í samþykktum um stjórn Mosfellsbæjar, samþykkir skipulagsfulltrúi áformin. Byggingarfulltrúa er heimilt að afgreiða erindi og gefa út byggingarleyfi þegar að umsókn samræmist lögum um mannvirki nr. 160/2010, byggingarreglugerð nr. 112/2012 og kynntum gögnum.
- 19. febrúar 2025
Bæjarstjórn Mosfellsbæjar #866
Borist hefur fyrirspurn frá Kjartani Ólafi Sigurðssyni, f.h. Katrínar Pétursdóttur, dags. 23.01.2025, hvort rífa megi gróðurhús og byggja í stað þess 240 m2 geymsluhúsnæði á lóðinni Röðull L123759, í samræmi við gögn. Erindinu var vísað til umsagnar skipulagsfulltrúa eða skipulagsnefndar á 540. afgreiðslufundi byggingarfulltrúa þar sem ekki er í gildi deiliskipulag fyrir lóðina.
Afgreiðsla 625. fundar skipulagsnefndar staðfest á 866. fundi bæjarstjórnar með 11 atkvæðum.
- 14. febrúar 2025
Skipulagsnefnd Mosfellsbæjar #625
Katrín Pétursdóttir Bakkavör 40 Seltjarnarnesi leggur fram fyrirspurn um hvort rífa megi eldra gróðurhús og byggja í stað þess 240 m2 geymsluhúsnæði á lóðinni Röðull L123759 í samræmi við framlögð gögn.
Lagt fram.
- 14. febrúar 2025
Skipulagsnefnd Mosfellsbæjar #625
Borist hefur fyrirspurn frá Kjartani Ólafi Sigurðssyni, f.h. Katrínar Pétursdóttur, dags. 23.01.2025, hvort rífa megi gróðurhús og byggja í stað þess 240 m2 geymsluhúsnæði á lóðinni Röðull L123759, í samræmi við gögn. Erindinu var vísað til umsagnar skipulagsfulltrúa eða skipulagsnefndar á 540. afgreiðslufundi byggingarfulltrúa þar sem ekki er í gildi deiliskipulag fyrir lóðina.
Þar sem að ekki er í gildi deiliskipulag sem uppfyllir ákvæði skipulagslaga nr. 123/2010 og skipulagsreglugerðar nr. 90/2013 samþykkir skipulagsnefnd með fimm atkvæðum að byggingarleyfisumsóknin skuli grenndarkynnt skv. 1. og 2. mgr. 44. gr. skipulagslaga nr. 123/2010.
- 7. febrúar 2025
Afgreiðslufundur byggingarfulltrúa #540
Katrín Pétursdóttir Bakkavör 40 Seltjarnarnesi leggur fram fyrirspurn um hvort rífa megi eldra gróðurhús og byggja í stað þess 240 m2 geymsluhúsnæði á lóðinni Röðull L123759 í samræmi við framlögð gögn.
Vísað til umsagnar skipulagsnefndar og skipulagsfulltrúa þar sem ekki er í gildi deiliskipulag á svæðinu.