Mál númer 202011427
- 9. desember 2020
Bæjarstjórn Mosfellsbæjar #773
Borist hefur erindi frá Byggingarfélaginu Bakka, dags. 30.11.2020, þar sem að þess er óskað að við Liljugötu 2-6 verði heimilt að byggja þrjú aðskilin hús innan byggingarreits í stað sambyggðar einingar auk kjallarahæðar sökum landhalla í samræmi við gögn.
Afgreiðsla 529. fundar skipulagsnefndar samþykkt á 773. fundi bæjarstjórnar með níu atkvæðum.
- 4. desember 2020
Skipulagsnefnd Mosfellsbæjar #529
Borist hefur erindi frá Byggingarfélaginu Bakka, dags. 30.11.2020, þar sem að þess er óskað að við Liljugötu 2-6 verði heimilt að byggja þrjú aðskilin hús innan byggingarreits í stað sambyggðar einingar auk kjallarahæðar sökum landhalla í samræmi við gögn.
Bókun fulltrúa Miðflokksins:
Svæðið er allt í eigu sama aðila og eru framkvæmdir á svæðinu ekki hafnar að neinu ráði. Byggingafélagið hefur fram að þessu mætt sjónarmiðum nefndarinnar og af þeim sökum er fulltrúi Miðflokksins samþykkur því að félagið fái leyfi fyrir þessari breytingu enda hefur hún engin áhrif á aðra íbúa hverfisins.
Jón PéturssonFulltrúi Vina Mosfellsbæjar, Stefán Ómar Jónsson, tekur undir bókun fulltrúa Miðflokksins í málinu.
Skipulagsnefnd samþykkir óveruleg frávik deiliskipulags í samræmi við 3. mgr. 43. gr. skipulagslaga nr. 123/2010. Frávik skal vera í samræmi við innsend gögn, uppskipting byggingarmassa í þrjár einingar innan byggingareits Liljugötu 2-6 og heimild til þess að nýta kjallara sökum mikils hæðarmismunar á lóð. Byggingarfulltrúa er heimilt að gefa út byggingarleyfi þegar umsókn samræmist lögum um mannvirki nr. 160/2010 og byggingarreglugerð nr. 112/2012.