Mál númer 202011334
- 9. desember 2020
Bæjarstjórn Mosfellsbæjar #773
Á fund nefndarinnar mæta 16:45 Björgunarsveitin Kyndill 17:15 Motomos 17:45 Skátafélagið Mosverjar
Afgreiðsla 240. fundar íþrótta-og tómstundanefnda samþykkt á 773. fundi bæjarstjórnar með níu atkvæðum.
- 9. desember 2020
Bæjarstjórn Mosfellsbæjar #773
Á fund nefndarinnar mæta að þessu sinni kl: 16:15 UMFA kl: 16:45 Hestamannafélagið Hörður kl: 17:15 Golfklúbbur Mosfellsbæjar kl: 17:45 Íþróttafélagið Ösp
Afgreiðsla 241. fundar íþrótta-og tómstundanefndar samþykkt á 773. fundi bæjarstjórnar með níu atkvæðum.
- 3. desember 2020
Íþrótta- og tómstundanefnd Mosfellsbæjar #241
Á fund nefndarinnar mæta að þessu sinni kl: 16:15 UMFA kl: 16:45 Hestamannafélagið Hörður kl: 17:15 Golfklúbbur Mosfellsbæjar kl: 17:45 Íþróttafélagið Ösp
Á fundinn mættu fyrir hönd UMFA Kristrún Kristjánsdóttir framkvæmdastjóri , Birna Kristín Jónsdóttir Formaður og Erla Edvaldsdóttir, varaformaður. Farið var yfir metnaðarfullt starf félagsins, aðstöðumál og áskoranir félagins á covid tímum.
Fyrir hönd hestamannfélagsins Harðar mættu á fundinn Hákon Hákonarson formaður félagsins og Bryndís Ásmundsdóttir formaður Æskulýðsnefndar Harðar. Farið yfir starfið á árinu og framhaldið, hefðbundið starf og ný skref sem að Hestamenn vilja stíga þegar að ástand batnar.
Golfklúbbur Mosfellsbæjar: Á fundinn mætti Ágúst Jensson framkvæmdarstjóri klúbbsins og fór yfir starf félagsins. Starfið hefur gegnið mjög vel, .ekki mikil skerðing á starfinu vegna ástandsins, Iðkendum hefur fjölgað og sértaklega í barna- og unglingastarfinu.
Íþróttafélagið Ösp: á fundinn mættu Helga Hákonardóttir fór yfir starfið. Fjölgun hefur orðið á Mosfellingum í félaginu. Kynningarstarf er framundan. Keilan er stærsta greinin en aðrar greinar eru til dæmis boccia, sund og listskautar.
Íþrótta- og tómstundanefnd þakkar félögum fyrir frábært starf í þágu barna og ungmenna í Mosfellsbæ.
- 26. nóvember 2020
Íþrótta- og tómstundanefnd Mosfellsbæjar #240
Á fund nefndarinnar mæta 16:45 Björgunarsveitin Kyndill 17:15 Motomos 17:45 Skátafélagið Mosverjar
Fyrir hönd Björgunnarsveitarinnar Kyndills mætti á fundinn Helgi Kjartansson formaður sveitarinnar. Helgi fór yfir starfsemi sveitarinnar á árinu, faraldurinn og eldsvoði í húsnæði félagsins hefur sett starfið töluverðar skoðruð, en allir tilbúnir þegar að takmörkunum verður létt.
Fyrir hönd Motomos kom formaður félagsins Jóhann Elíasson og Egill Sverrir Egilsson stjórnarmaður. Farið yfir starfið á árinu. Mikil uppbygginging hjá nýrri stjórn, og frábært starf.Fyrir hönd Mosverja mætti á fund nefndarinnar Dagbjört Brynjarsdóttir félagsforingi fór yfir starf Mosverja á árinu. Þrátt fyrir áskoranir og breytta tíma hefur starfið gengið nokkuð vel. Ýmis verkefni verið hefðnundin og óhefðbundin hafa verið sett af stað þrátt fyrir takmarkanir.
Íþrótta-og tómstundanefnd þakkar gestum sínum kærlega fyrir komuna og fyrir frábært störf í þágu barna og ungmenna í Mosfellsbæ.