Hoppa í meginmál
mos.is - Forsíða

Mál númer 202105244

  • 13. desember 2024

    Skipu­lags­nefnd Mos­fells­bæj­ar #622

    Borist hef­ur ósk um um­sögn úr Skipu­lags­gátt frá Reykja­vík­ur­borg, dags. 28.11.2024, vegna til­lögu að nýju deili­skipu­lagi fyr­ir at­hafna­svæði, áfanga 2 á Hólms­heiði, ná­lægt sveit­ar­fé­laga­mörk­um Mos­fells­bæj­ar. Svæð­ið er 50 ha og af­markast af Suð­ur­lands­vegi og Hólmsá í suðri og fyr­ir­hug­aðs at­hafna­svæð­is í austri. Sam­kvæmt gögn­um ger­ir til­lag­an ráð fyr­ir stór­um og fjöl­breytt­um at­vinnu­lóð­um þar sem áhersla er lögð á að halda í og skapa græna ímynd byggð­ar og um­hverf­is á svæð­inu. At­huga­semda­frest­ur er frá 28.11.2024 til og með 15.01.2025.

    Lagt fram og kynnt. Skipu­lags­nefnd sam­þykk­ir með fimm at­kvæð­um að fela skipu­lags­full­trúa að skila inn um­sögn um áformin í sam­ræmi við um­ræð­ur.

    • 2. júní 2021

      Bæj­ar­stjórn Mos­fells­bæj­ar #784

      Reykja­vík­ur­borg aug­lýsti með al­menn­um hætti skipu­lags- og mats­lýs­ingu vegna 2. áfanga deili­skipu­lags at­hafn­ar­svæð­is á Hólms­heiði nærri sveit­ar­fé­laga­mörk­um við Mos­fells­bæ. Um­sagna­frest­ur var frá 07.04.2021 til og með 05.05.2021.

      Af­greiðsla 544. fund­ar skipu­lags­nefnd­ar sam­þykkt á 784. fundi bæj­ar­stjórn­ar með níu at­kvæð­um.

      • 28. maí 2021

        Skipu­lags­nefnd Mos­fells­bæj­ar #544

        Reykja­vík­ur­borg aug­lýsti með al­menn­um hætti skipu­lags- og mats­lýs­ingu vegna 2. áfanga deili­skipu­lags at­hafn­ar­svæð­is á Hólms­heiði nærri sveit­ar­fé­laga­mörk­um við Mos­fells­bæ. Um­sagna­frest­ur var frá 07.04.2021 til og með 05.05.2021.

        Skipu­lags­nefnd ger­ir at­huga­semd við að Mos­fells­bær hafi ekki ver­ið til­greind­ur um­sagnar­að­ili skipu­lags- og verks­lýs­ing­ar vegna nýs deili­skipu­lags. Skipu­lags­svæð­ið er í um 700 m frá sveit­ar­fé­laga­mörk­um Reykja­vík­ur og Mos­fells­bæj­ar. Í skipu­lags­reglu­gerð nr. 90/2013 stend­ur, gr. 5.9.3. Hags­muna­að­il­ar: “Skipu­lags­nefnd skal leggja mat á hverj­ir geta tal­ist hags­muna­að­il­ar. Ef um er að ræða svæði við sveit­ar­fé­laga­mörk telst sveit­ar­stjórn þess sveit­ar­fé­lags til hags­muna­að­ila." Um­rætt deili­skipu­lags­svæði í að­al­skipu­lagi Reykja­vík­ur­borg­ar 2010-2030 er hluti af at­hafna­svæði AT4 sem ligg­ur upp að mörk­um Mos­fells­bæj­ar. Skipu­lags­nefnd ósk­ar eft­ir því að fá deili­skipu­lagstil­lög­una senda til um­sagn­ar þeg­ar hún ligg­ur fyr­ir.