Mál númer 202105244
- 8. janúar 2025
Bæjarstjórn Mosfellsbæjar #863
Borist hefur ósk um umsögn úr Skipulagsgátt frá Reykjavíkurborg, dags. 28.11.2024, vegna tillögu að nýju deiliskipulagi fyrir athafnasvæði, áfanga 2 á Hólmsheiði, nálægt sveitarfélagamörkum Mosfellsbæjar. Svæðið er 50 ha og afmarkast af Suðurlandsvegi og Hólmsá í suðri og fyrirhugaðs athafnasvæðis í austri. Samkvæmt gögnum gerir tillagan ráð fyrir stórum og fjölbreyttum atvinnulóðum þar sem áhersla er lögð á að halda í og skapa græna ímynd byggðar og umhverfis á svæðinu. Athugasemdafrestur er frá 28.11.2024 til og með 15.01.2025.
Afgreiðsla 622. fundar skipulagsnefndar staðfest á 863. fundi bæjarstjórnar með 11 atkvæðum.
- 13. desember 2024
Skipulagsnefnd Mosfellsbæjar #622
Borist hefur ósk um umsögn úr Skipulagsgátt frá Reykjavíkurborg, dags. 28.11.2024, vegna tillögu að nýju deiliskipulagi fyrir athafnasvæði, áfanga 2 á Hólmsheiði, nálægt sveitarfélagamörkum Mosfellsbæjar. Svæðið er 50 ha og afmarkast af Suðurlandsvegi og Hólmsá í suðri og fyrirhugaðs athafnasvæðis í austri. Samkvæmt gögnum gerir tillagan ráð fyrir stórum og fjölbreyttum atvinnulóðum þar sem áhersla er lögð á að halda í og skapa græna ímynd byggðar og umhverfis á svæðinu. Athugasemdafrestur er frá 28.11.2024 til og með 15.01.2025.
Lagt fram og kynnt. Skipulagsnefnd samþykkir með fimm atkvæðum að fela skipulagsfulltrúa að skila inn umsögn um áformin í samræmi við umræður.
- 2. júní 2021
Bæjarstjórn Mosfellsbæjar #784
Reykjavíkurborg auglýsti með almennum hætti skipulags- og matslýsingu vegna 2. áfanga deiliskipulags athafnarsvæðis á Hólmsheiði nærri sveitarfélagamörkum við Mosfellsbæ. Umsagnafrestur var frá 07.04.2021 til og með 05.05.2021.
Afgreiðsla 544. fundar skipulagsnefndar samþykkt á 784. fundi bæjarstjórnar með níu atkvæðum.
- 28. maí 2021
Skipulagsnefnd Mosfellsbæjar #544
Reykjavíkurborg auglýsti með almennum hætti skipulags- og matslýsingu vegna 2. áfanga deiliskipulags athafnarsvæðis á Hólmsheiði nærri sveitarfélagamörkum við Mosfellsbæ. Umsagnafrestur var frá 07.04.2021 til og með 05.05.2021.
Skipulagsnefnd gerir athugasemd við að Mosfellsbær hafi ekki verið tilgreindur umsagnaraðili skipulags- og verkslýsingar vegna nýs deiliskipulags. Skipulagssvæðið er í um 700 m frá sveitarfélagamörkum Reykjavíkur og Mosfellsbæjar. Í skipulagsreglugerð nr. 90/2013 stendur, gr. 5.9.3. Hagsmunaaðilar: “Skipulagsnefnd skal leggja mat á hverjir geta talist hagsmunaaðilar. Ef um er að ræða svæði við sveitarfélagamörk telst sveitarstjórn þess sveitarfélags til hagsmunaaðila." Umrætt deiliskipulagssvæði í aðalskipulagi Reykjavíkurborgar 2010-2030 er hluti af athafnasvæði AT4 sem liggur upp að mörkum Mosfellsbæjar. Skipulagsnefnd óskar eftir því að fá deiliskipulagstillöguna senda til umsagnar þegar hún liggur fyrir.