Mál númer 202005062
- 19. maí 2021
Bæjarstjórn Mosfellsbæjar #783
Borist hefur erindi frá umhverfissviði, dags. 11.05.2021, með ósk um framkvæmdaleyfi fyrir framkvæmd þriggja leiksvæða í Helgafellshverfi.
Afgreiðsla 542. fundar skipulagsnefndar samþykkt á 783. fundi bæjarstjórnar með níu atkvæðum.
- 14. maí 2021
Skipulagsnefnd Mosfellsbæjar #542
Borist hefur erindi frá umhverfissviði, dags. 11.05.2021, með ósk um framkvæmdaleyfi fyrir framkvæmd þriggja leiksvæða í Helgafellshverfi.
Skipulagsfulltrúa falið að gefa út framkvæmdaleyfi í samræmi við 13. og 15. gr. skipulagslaga nr. 123/2010 skv. reglugerð um framkvæmdaleyfi nr. 772/2012. Áætlanir samræmast gildandi deiliskipulagi.
- 19. ágúst 2020
Bæjarstjórn Mosfellsbæjar #765
Ósk um heimild til að þess að hefja samningaviðræður við lægstbjóðanda vegna leiksvæða í Tungubrekku í Leirvogstunguhverfi og Lautir í Helgafellshverfi.
Afgreiðsla 1451.fundar bæjarráðs lögð fram á 765.fundi bæjarstjórnar
- 9. júlí 2020
Bæjarráð Mosfellsbæjar #1451
Borist hefur erindi frá umhverfissviði með ósk um framkvæmdaleyfi fyrir leikvöll í Leirvogstunguhverfi.
Afgreiðsla 519. fundar skipulagsnefndar Mosfellsbæjar samþykkt á 1451. fundi bæjarráðs með 3 atkvæðum.
- 9. júlí 2020
Bæjarráð Mosfellsbæjar #1451
Lögð fram kynning fyrirhugaðra framkvæmda á nýju leiksvæði í Helgafellshverfi neðan við Uglugötu 66. Framkvæmdin er hluti af 3.áfanga Helgafellshverfis og í samræmi við skipulag, en staðsetning leikvallar er innan hverfisverndar Varmár.
Afgreiðsla 210. fundar umhverfisnefndar samþykkt á 1451. fundi bæjarráðs með 3 atkvæðum.
- 9. júlí 2020
Bæjarráð Mosfellsbæjar #1451
Ósk um heimild til að þess að hefja samningaviðræður við lægstbjóðanda vegna leiksvæða í Tungubrekku í Leirvogstunguhverfi og Lautir í Helgafellshverfi.
Bæjarráð samþykkir með þrem atkvæðum að heimila umhverfissviði að hefja viðræður við lægstbjóðanda og að undirrita við hann samning að því gefnu að skilyrðum útboðsgagna hafi verið uppfyllt.
- 9. júlí 2020
Bæjarráð Mosfellsbæjar #1451
Borist hefur erindi frá umhverfissviði með ósk um framkvæmdaleyfi fyrir leikvöll í Leirvogstunguhverfi.
- 3. júlí 2020
Skipulagsnefnd Mosfellsbæjar #519
Borist hefur erindi frá umhverfissviði með ósk um framkvæmdaleyfi fyrir leikvöll í Leirvogstunguhverfi.
Skipulagsfulltrúa falið að gefa út framkvæmdaleyfi í samræmi við 13. og 15. gr. skipulagslaga nr. 123/2010 skv. reglugerð um framkvæmdaleyfi nr. 772/2012. Áætlanir samræmast gildandi deiliskipulagi.
- 25. júní 2020
Umhverfisnefnd Mosfellsbæjar #210
Lögð fram kynning fyrirhugaðra framkvæmda á nýju leiksvæði í Helgafellshverfi neðan við Uglugötu 66. Framkvæmdin er hluti af 3.áfanga Helgafellshverfis og í samræmi við skipulag, en staðsetning leikvallar er innan hverfisverndar Varmár.
Umhverfisstjóri kynnti fyrirhugaðan leikvöll við Helgafellshverfi sem staðsettur verður á hverfisverndarsvæði Varmár neðan Uglugötu.
Umhverfisnefnd gerir ekki athugasemd við umrædda framkvæmd innan hverfisverndar. - 24. júní 2020
Bæjarstjórn Mosfellsbæjar #764
Borist hefur erindi frá umhverfissviði með ósk um framkvæmdaleyfi fyrir leikvöll í 3. áfanga Helgafellshverfis. Leikvöllur er í samræmi við skipulag en innan hverfisverndarmarka Varmár.
Afgreiðsla 517. fundar skipulagsnefndar samþykkt á 764. fundi bæjarstjórnar með níu atkvæðum.
- 19. júní 2020
Skipulagsnefnd Mosfellsbæjar #517
Borist hefur erindi frá umhverfissviði með ósk um framkvæmdaleyfi fyrir leikvöll í 3. áfanga Helgafellshverfis. Leikvöllur er í samræmi við skipulag en innan hverfisverndarmarka Varmár.
Skipulagsfulltrúa falið að gefa út framkvæmdaleyfi í samræmi við 13. og 15. gr. skipulagslaga nr. 123/2010 skv. reglugerð um framkvæmdaleyfi nr. 772/2012. Áætlanir samræmast gildandi deiliskipulagi. Skipulagsnefnd gerir ekki athugasemd við umrædda framkvæmd innan hverfisverndar.
- 27. maí 2020
Bæjarstjórn Mosfellsbæjar #762
Heimild til útboðs á framkvæmdum tveggja nýrra leiksvæða.
Afgreiðsla 1443. fundar bæjarráðs samþykkt á 762. fundi bæjarstjórnar með níu atkvæðum.
- 20. maí 2020
Bæjarráð Mosfellsbæjar #1444
Heimild til útboðs á framkvæmdum tveggja nýrra leiksvæða.
Samþykkt með þremur atkvæðum að framkvæmdir á leiksvæði í Leirvogstunguhverfi og Helgafellshverfi verði boðið út sem ein heild til samræmis við fyrirliggjandi minnisblað.