Mál númer 202105047
- 2. júní 2021
Bæjarstjórn Mosfellsbæjar #784
Lögð fram erindi Veitna ohf. um framkvæmdaleyfi fyrir plægingu háspennustrengja í jörð í Mosfellsdal og Varmárdal. Framkvæmdirnar þvera Köldukvísl sem innan hverfisverndar og því þarf umfjöllun í umhverfisnefnd.
Afgreiðsla 219. fundar umhverfisnefndar samþykkt á 784. fundi bæjarstjórnar með níu atkvæðum.
- 20. maí 2021
Umhverfisnefnd Mosfellsbæjar #219
Lögð fram erindi Veitna ohf. um framkvæmdaleyfi fyrir plægingu háspennustrengja í jörð í Mosfellsdal og Varmárdal. Framkvæmdirnar þvera Köldukvísl sem innan hverfisverndar og því þarf umfjöllun í umhverfisnefnd.
Nefndin gerir ekki athugasemd við þessa framkvæmd innan hverfisverndar en áréttar að fylgt verði reglum Mosfellsbæjar um framkvæmdir á viðkvæmum svæðum.
- 19. maí 2021
Bæjarstjórn Mosfellsbæjar #783
Borist hefur erindi frá Veitum ohf., dags. 29.04.2021, með ósk um framkvæmdaleyfi til þess að plægja í jörðu háspennustrengi í suðurhlíðum Mosfells. Sex nýjar dreifistöðvar verða settar á línuleiðinni. Framkvæmdin er innan hverfisverndar Köldukvíslar. Hjálögð er umsögn Hafrannsóknarstofnunar.
Afgreiðsla 542. fundar skipulagsnefndar samþykkt á 783. fundi bæjarstjórnar með níu atkvæðum.
- 14. maí 2021
Skipulagsnefnd Mosfellsbæjar #542
Borist hefur erindi frá Veitum ohf., dags. 29.04.2021, með ósk um framkvæmdaleyfi til þess að plægja í jörðu háspennustrengi í suðurhlíðum Mosfells. Sex nýjar dreifistöðvar verða settar á línuleiðinni. Framkvæmdin er innan hverfisverndar Köldukvíslar. Hjálögð er umsögn Hafrannsóknarstofnunar.
Skipulagsfulltrúa falið að gefa út framkvæmdaleyfi í samræmi við 13. og 15. gr. skipulagslaga nr. 123/2010 og skv. reglugerð um framkvæmdaleyfi nr. 772/2012. Áætlanir samræmast gildandi aðalskipulagi. Skipulagsnefnd gerir ekki athugasemd við að framkvæmdir séu innan hverfisverndar en árétta mikilvægi þess að frágangur verði vandaður.