Mál númer 202103042
- 16. júní 2021
Bæjarstjórn Mosfellsbæjar #785
Erindi vegna innheimtu gjalda vegna fjölgunar á íbúðum.
Afgreiðsla 1492. fundar bæjarráðs samþykkt á 785. fundi bæjarstjórnar með níu atkvæðum.
- 3. júní 2021
Bæjarráð Mosfellsbæjar #1492
Erindi vegna innheimtu gjalda vegna fjölgunar á íbúðum.
Bæjarráð samþykkir með þremur atkvæðum að máls- og framkvæmdaaðili skuli greiða gjald vegna fjölgunar íbúðaeininga innan lóða að upphæð kr. 1.250.000 fyrir hvora íbúðareiningu eða alls kr. 2.500.000 auk greiðslu gatnagerðargjalda og annarra gjalda skv. gjaldskrám sveitarfélagsins.
- 19. maí 2021
Bæjarstjórn Mosfellsbæjar #783
Á 541. fundi skipulagsnefndar voru kynntar athugasemdir vegna deiliskipulagsbreytingar fyrir Reykjamel 10-14. Hjálögð eru drög að svörum við innsendum athugasemdum. Deiliskipulagsbreytingin er lögð fram til afgreiðslu.
Afgreiðsla 542. fundar skipulagsnefndar samþykkt á 783. fundi bæjarstjórnar með níu atkvæðum.
- 14. maí 2021
Skipulagsnefnd Mosfellsbæjar #542
Á 541. fundi skipulagsnefndar voru kynntar athugasemdir vegna deiliskipulagsbreytingar fyrir Reykjamel 10-14. Hjálögð eru drög að svörum við innsendum athugasemdum. Deiliskipulagsbreytingin er lögð fram til afgreiðslu.
Skipulagsfulltrúa falið að svara athugasemdum í samræmi við drög. Deiliskipulagið er samþykkt og skal hljóta afgreiðslu skv. 2. mgr. 43. gr. skipulagslaga nr. 123/2010. Afgreiðslan er gerð með fyirirvara um afgreiðslu bæjarráðs vegna þess kostnaðar sem af breytingunni hlýst.
Jón Pétursson fulltrúi Miðflokks situr hjá við afgreiðslu málsins - 5. maí 2021
Bæjarstjórn Mosfellsbæjar #782
Skipulagsnefnd samþykki á 535. fundi sínum að auglýsa deiliskipulagsbreytingu fyrir Reykjamel 10-14. Skipulagið var auglýst á vef Mosfellsbæjar og með útsendu dreifibréfi. Athugasemdafrestur var frá 12.03.2021 til og með 24.04.2021. Athugasemdir lagðar fram til kynningar.
Afgreiðsla 541. fundar skipulagsnefndar samþykkt á 782. fundi bæjarstjórnar með níu atkvæðum.
- 30. apríl 2021
Skipulagsnefnd Mosfellsbæjar #541
Skipulagsnefnd samþykki á 535. fundi sínum að auglýsa deiliskipulagsbreytingu fyrir Reykjamel 10-14. Skipulagið var auglýst á vef Mosfellsbæjar og með útsendu dreifibréfi. Athugasemdafrestur var frá 12.03.2021 til og með 24.04.2021. Athugasemdir lagðar fram til kynningar.
Skipulagsnefnd samþykkir að vísa athugasemdum og skipulagi til skoðunar á umhverfissviði.
- 10. mars 2021
Bæjarstjórn Mosfellsbæjar #778
Borist hefur erindi frá Kristni Ragnarssyni, f.h. eiganda að Reykjamel 10, 12 og 14, dags. 01.03.2021, með ósk um breytingu á deiliskipulagi fyrir Reykjamel 10-14.
Afgreiðsla 535. fundar skipulagsnefndar samþykkt á 778. fundi bæjarstjórnar með níu atkvæðum.
- 5. mars 2021
Skipulagsnefnd Mosfellsbæjar #535
Borist hefur erindi frá Kristni Ragnarssyni, f.h. eiganda að Reykjamel 10, 12 og 14, dags. 01.03.2021, með ósk um breytingu á deiliskipulagi fyrir Reykjamel 10-14.
Skipulagsnefnd samþykkir að tillagan verði kynnt skv. 2. mgr. 43. gr. skipulagslaga nr. 123/2010. Nefndin metur breytinguna óverulega. Við endanlega samþykkt skipulagsins skal vísa því til bæjarráðs vegna kostnaðar sem af breytingunni hlýst.