Mál númer 202105129
- 19. maí 2021
Bæjarstjórn Mosfellsbæjar #783
Borist hefur bréf frá Einari M. Magnússyni, f.h. Vegagerðarinnar, dags. 11.05.2021, sem fjallar um hugsanlega tengingu af Vesturlandsvegi og inn á Sunnukrika. Hjálagðar eru teikningar.
Afgreiðsla 542. fundar skipulagsnefndar samþykkt á 783. fundi bæjarstjórnar með níu atkvæðum.
- 14. maí 2021
Skipulagsnefnd Mosfellsbæjar #542
Borist hefur bréf frá Einari M. Magnússyni, f.h. Vegagerðarinnar, dags. 11.05.2021, sem fjallar um hugsanlega tengingu af Vesturlandsvegi og inn á Sunnukrika. Hjálagðar eru teikningar.
Skipulagsnefnd Mosfellsbæjar ítrekar afstöðu sína um nauðsyn þess að farið verði í framkvæmdir við afrein frá Vesturlandsvegi að Sunnukrika sem er á gildandi skipulagi sem allra fyrst.
Afreinin mun dreifa umferð í Sunnukrika létta á álagi umferðar á Reykjavegi og minnka umferðarálag við Krikaskóla.Skipulagsnefnd Mosfellsbæjar samþykkir fyrirliggjandi tillögu Vegagerðarinnar um afrein frá Vesturlandsvegi að Sunnukrika í Mosfellsbæ.