28. október 2020 kl. 16:30,
í fjarfundi
Fundinn sátu
- Bjarki Bjarnason (BBj) forseti
- Lovísa Jónsdóttir (LJó) 1. varaforseti
- Kolbrún G Þorsteinsdóttir (KGÞ) 2. varaforseti
- Ásgeir Sveinsson (ÁS) aðalmaður
- Sveinn Óskar Sigurðsson (SÓS) aðalmaður
- Haraldur Sverrisson aðalmaður
- Stefán Ómar Jónsson (SÓJ) aðalmaður
- Anna Sigríður Guðnadóttir (ASG) aðalmaður
- Rúnar Bragi Guðlaugsson (RBG) aðalmaður
- Þóra Margrét Hjaltested þjónustu- og samskiptadeild
Fundargerð ritaði
Þóra M. Hjaltested lögmaður Mosfellsbæjar
Dagskrá fundar
Fundargerð
1. Bæjarráð Mosfellsbæjar - 1461202010005F
Fundargerð 1461. fundar bæjarráðs lögð fram til afgreiðslu á 770. fundi bæjarstjórnar eins og einstök erindi bera með sér.
1.1. Skipulag á Esjumelum - Kvörtun til Umboðsmanns Alþingis 202006563
Kvörtun til Umboðsmanns Alþingis vegna breytinga á deiliskipulagi við Esjumela, lóðin Koparslétta 6-8. Jafnframt var kvartað yfir að úrskurðarnefnd umhverfis- og auðlindamála hafi ekki talið Mosfellsbæ eiga aðild að kærumáli fyrir nefndinni.
Niðurstaða þessa fundar:
Afgreiðsla 1461. fundar bæjarráðs samþykkt á 770. fundi bæjarstjórnar með níu atkvæðum.
1.2. Deiliskipulagsbreyting II á Esjumelum - Kæra 202008350
Lögð er fram til kynningar kæra til úrskurðarnefndar umhverfis- og auðlindamála, dags. 09.10.2020, þar sem þess er krafist að deiliskipulagsbreyting á Esjumelum verði felld úr gildi.
Niðurstaða þessa fundar:
Afgreiðsla 1461. fundar bæjarráðs samþykkt á 770. fundi bæjarstjórnar með níu atkvæðum.
1.3. Skipulag á Esjumelum - Samantekt 202006563
Lögð er fram samantekt, tímalína og fylgigögn í skipulagsmálum Esjumela á Kjalarnesi Reykjavíkur. Samantektin er unnin í samræmi við bókun bæjarstjórnar Mosfellsbæjar frá 02.09.2020.
Niðurstaða þessa fundar:
Bókun M-lista:
Fulltrúi Miðflokksins í Mosfellsbæ sér ekki betur en fulltrúar Sjálfstæðisflokksins og Samfylkingarinnar, sem sátu í svæðisskipulagsnefnd höfuðborgarsvæðisins á síðasta kjörtímabili (2014-2018), virðist hafa brugðist bæjarbúum með því að samþykkja á þeim vettvangi og gera ekki athugasemdir á þeim vettvangi við áform um þungaiðnað á Esjumelum.Það varð til þess að síðar rataði sú ákvörðun í gildandi deiliskipulag á svæðinu sem heimilar m.a. malbikunarstöð á svæðinu. Drög af þessum áformum fóru fyrir framangreinda sameiginlega nefnd sveitarfélaga á höfuðborgarsvæðinu á 82. og 83. fundi þeirrar nefndar.
Von undirritaðs er að þær kærur og sú málaleitan, sem nú er í gangi af hálfu Mosfellsbæjar, nái að bæta úr þeirri alvarlegu stöðu sem virðast ætla að verða afdrifarík gagnvart íbúum Mosfellsbæjar í bráð og lengd. Í 1. mgr. 22. greinar skipulagslaga nr. 123/2010, er snýr að ábyrgð á gerð og afgreiðslu svæðisskipulags, segir:
,,Á svæðum þar sem sveitarfélög telja þörf á að setja fram sameiginlega stefnu um byggðaþróun eða einstaka þætti landnotkunar geta hlutaðeigandi sveitarfélög gert svæðisskipulag. Skulu þá hlutaðeigandi sveitarfélög skipa svæðisskipulagsnefnd, sbr. 9. gr.“ Vettvangurinn er þessi og þar virðist sem þessir fulltrúar Mosfellsbæjar hafi brugðist eftirlitsskyldum sínum hvað þetta mál varðar.
Bókun D- og V-lista:
Málflutningur og bókun bæjarfulltrúa M-lista í Mosfellsbæ varðandi störf fulltrúa Mosfellsbæjar í Svæðisskipulagsnefnd i mars 2018 á síðasta kjörtímabili eru í besta falli röng og ósmekkleg.Á fundi Svæðisskipulagsnefndar var tekin fyrir verkefnalýsing vegna breytinga á aðalskipulagi Reykjavíkur um iðnað og aðra landfreka starfsemi. Í verkefnalýsingu er sérstaklega tekið fram að á Esjumelum sé engin mengandi starfsemi, eins og lesa má úr ofangreindri verkefnalýsingu „Esjumelar- athafnasvæði við Vesturlandsveg, fyrst og fremst iðnaður og önnur starfsemi sem ekki hefur mengandi starfsemi í för með sér, svo sem verkstæði, gagnaver og vörugeymslur".
Við skorum á bæjarfulltrúa M-lista í Mosfellsbæ að standa með Mosfellingum í að verjast tilraunum Reykjavíkurborgar við að koma fyrir mengandi iðnaði á Esjumelum, í stað þess að reyna að slá pólitískar keilur um störf kjörinna fulltrúa sem eru að standa vörð um hagsmuni Mosfellsbæjar í þessu máli.
Bókun S-lista:
Bæjarfulltrúi Samfylkingarinnar vísar á bug dylgjum Miðflokksins um að fulltrúi Samfylkingarinnar í svæðisskipulagsnefnd á síðasta kjörtímabili hafi unnið gegn hagsmunum Mosfellsbæjar í sínum störfum. Engin áform um þungaiðnað á Esjumelum komu inn á fund nefndarinnar á því kjörtímabili til afgreiðslu.Gagnbókun M-lista:
Hér er um að ræða bókun rökþrota bæjarfulltrúa meirihlutans í Mosfellsbæ, fulltrúa Sjálfstæðisflokksins og Vinstri hreyfingarinnar græns framboðs. Hvers vegna var ferli málsins ekki hreinlega vaktað hjá Reykjavíkurborg og fylgst þar með fundum og fundargerðum? Það var ekki gert. Tvö erindi frá Reykjavíkurborg til Mosfellsbæjar, annað dagsett 28. mars 2019 og hitt 29. mars 2019, voru ekki tekin fyrir í skipulagsnefnd Mosfellsbæjar. Erindin tengd þessu máli bárust Mosfellsbæ í miðju auglýsingaferli Reykjavíkurborgar á deiliskipulaginu ,,Esjumelar-Varmidalur" er stóð frá 27. mars til og með 8. maí 2019". Þar hefði gefist kjörið tækifæri til að fylgja málinu eftir og senda inn athugasemdir við auglýsta tillögu Reykjavíkurborgar fyrir Esjumela. Fulltrúi Miðflokksins í Mosfellsbæ styður framsettar kærur af hálfu Mosfellsbæjar og styður Mosfellinga en ekki þá er sinna ekki hagsmunum þeirra svo vel sé.
Afgreiðsla 1461. fundar bæjarráðs samþykkt á 770. fundi bæjarstjórnar með níu atkvæðum.- FylgiskjalSamantekt máls á EsjumelumFylgiskjalMinnisblað starfsmanns um efni samantektar Esjumela.pdfFylgiskjal1 - 26.02.2014 - Aðalskipulag fyrir Kjalarnes.pdfFylgiskjal2 - 08.07.2015 - Erindi.pdfFylgiskjal3a - 01.07.2015 - Bæjarstjórn 653.pdfFylgiskjal3b - 23.06.2015 - Skipulagsnefnd 392.pdfFylgiskjal4a - 28.10.2016 - Skipulagsuppdráttur.pdfFylgiskjal4b - 28.10.2016 - Greinargerð.pdfFylgiskjal5a - 09.01.2018 - Uppdráttur.pdfFylgiskjal5b - 09.01.2018 - Breyting.pdfFylgiskjal5c - 09.01.2018 - Greinargerð.pdfFylgiskjal5d - 09.01.2018 - Erindi.pdfFylgiskjal6a - 18.01.2018 - Umhverfisnefnd 185.pdfFylgiskjal6b - 15.01.2018 - Minnisblað starfsmanns.pdfFylgiskjal7 - 19.01.2018 - Skipulagsnefnd 453.pdfFylgiskjal8a - 27.02.2018 - Reykjavíkurborg iðnaður erindi.pdfFylgiskjal8b - 27.02.2018 - Verkefnalýsing.pdfFylgiskjal9 - 02.03.2018 - Svæðisskipulagsnefnd 82.pdfFylgiskjal10 - 16.03.2018 - Skipulagsnefnd 457.pdfFylgiskjal11 - 04.04.2018 - Svæðisskipulagsnefnd 83.pdfFylgiskjal12a - 10.04.2018 - Skipulagsnefnd 458.pdfFylgiskjal12b - 10.04.2018 - Iðnaðarsvæði lýsing.pdfFylgiskjal13a - 27.06.2018 - Erindi Reykjavíkurborgar.pdfFylgiskjal13b - 27.06.2018 - Drög að breytingu aðalskipulags.pdfFylgiskjal13c - 27.06.2018 - Umhverfisskýrsla drög.pdfFylgiskjal14 - 06.07.2018 - Skipulagsnefnd 463.pdfFylgiskjal15 - 06.07.2018 - B-deild Stjórnartíðinda.pdfFylgiskjal16 - 31.08.2018 - Skipulagsnefnd 466.pdfFylgiskjal17 - 11.09.2018 - Skipulagsnefnd 467.pdfFylgiskjal18a - 28.03.2018 - Erindi.pdfFylgiskjal18b - 28.03.2019 - Deiliskipulagsbreyting.pdfFylgiskjal19a - 29.03.2019 - Erindi Reykjavíkurborgar.pdfFylgiskjal19b - 19.03.2019 - Esjumelar aðalskipulagsbreyting.pdfFylgiskjal19c - 01.02.2019 - VSÓ umhverfisskýrsla.pdfFylgiskjal20 - 21.06.2019 - Fundargerð Svæðisskipulags.pdfFylgiskjal21a - 13.09.2019 - Deiliskipulagsbreyting B-deild.pdfFylgiskjal21b - 13.09.2019 - Kjalarnes, Esjumelar, yfirlit máls.pdfFylgiskjal21c - 21.07.2019 - Kjalarnes til Skipulagsstofnunar.pdfFylgiskjal21d - Svar Skipulagsstofnunar.pdfFylgiskjal22 - 16.09.2019 - Aðalskipulagsbreyting B-deild.pdfFylgiskjal23a - 20.01.2020 - Auglýsing á vef.pdfFylgiskjal23b - 20.01.2020 - Deiliskipulagsbreyting A.pdfFylgiskjal24a - 29.01.2020 - Deiliskipulagsbreyting Höfða.pdfFylgiskjal24b - 29.01.2020 - Reykjavíkurborg.pdfFylgiskjal25 - 15.02.2020 - Athugasemdir auglýsingar.pdfFylgiskjal26a - 28.02.2020 - Skipulagsnefnd 510.pdfFylgiskjal26b - 04.03.2020 - Bæjarstjórn 755.pdfFylgiskjal28a - 17.04.2020 - Fundur með Reykjavík.pdfFylgiskjal28b -24.04.2020 - Ósk um mál á dagskrá.pdfFylgiskjal28c - 24.04.2020 - Skipulagsnefnd 513.pdfFylgiskjal29 - 05.05.2020 - Fundargerð byggingarfulltrúa bls.4.pdfFylgiskjal30 - 13.05.2020 - Andmæli Mosfellsbæjar.pdfFylgiskjal31a - 29.05.2020 - Koparslétta b-deild.pdfFylgiskjal31b - 29.05.2020 - Koparslétta deiliskipulag.pdfFylgiskjal32 - 26.06.2020 - Kæra.pdfFylgiskjal33 - 01.07.2020 - Skipulags- og samgönguráð RVK 77.pdfFylgiskjal34 - 02.07.2020 - Bæjarráð 1450.pdfFylgiskjal35 - 02.07.2020 - Svör Reykjavíkur við kæru.pdfFylgiskjal36 - 14.07.2020 - Athugasemdir við svör Reykjavíkur.pdfFylgiskjal37 - 04.08.2020 - Svarbréf Skipulagsstofnunar.pdfFylgiskjal38a - 14.08.2020 - Skipulagsnefnd 520.pdfFylgiskjal38b - 07.07.2020 - Útskrift Reykjavíkurborgar.pdfFylgiskjal39 - 16.08.2020 - Úrskurður ÚUA.pdfFylgiskjal40a - 20.08.2020 - Bæjarráð 1454.pdfFylgiskjal40b - 02.09.2020 - Bæjarstjórn 766.pdfFylgiskjal41 - 10.09.2020 - Deiliskipulagsbreyting í B-deild.pdfFylgiskjal42a - 06.10.2020 - Kvörtun til UA - Esjumelar.pdfFylgiskjal42b - 06.10.2020 - Móttaka UA.pdfFylgiskjal43a - 09.10.2020 Kæra til úrskurðarnefndar.pdfFylgiskjal43b - 09.10.2020 - Umboð Björgn og Rúnar Þór.pdfFylgiskjal43c - 09.10.2020 - Umboð íbúa Brynjólfur og Þorbjörg.pdfFylgiskjal43d - 09.10.2020 - bæjarráð RVK.pdf
1.4. Félagshesthús Varmárbökkum. 202002165
Lögð fram umbeðin umsögn um félagshesthús.
Niðurstaða þessa fundar:
Afgreiðsla 1461. fundar bæjarráðs samþykkt á 770. fundi bæjarstjórnar með níu atkvæðum.
1.5. Hjúkrunarheimili í Mosfellsbæ-stækkun Hamra 201812038
Lögð fyrir bæjarráð drög að samningi vegna frumathugunar fyrir stækkun hjúkrunarheimilisins Hamra
Niðurstaða þessa fundar:
Afgreiðsla 1461. fundar bæjarráðs samþykkt á 770. fundi bæjarstjórnar með níu atkvæðum.
1.6. Mönnun í starfsemi sveitarfélaga á neyðarstigi 202010126
Mönnun í starfsemi Mosfellsbæjar á neyðarstigi - virkjun ákvæðis í lögum um almannavarnir.
Niðurstaða þessa fundar:
Afgreiðsla 1461. fundar bæjarráðs samþykkt á 770. fundi bæjarstjórnar með níu atkvæðum.
2. Bæjarráð Mosfellsbæjar - 1462202010027F
Fundargerð 1462. fundar bæjarráðs lögð fram til afgreiðslu á 770. fundi bæjarstjórnar eins og einstök erindi bera með sér.
2.1. Brattahlíð 24-38 - Gatnagerð 201912050
Ósk um heimild til að hefja samningaviðræður við lægstbjóðanda vegna gatnagerðar við Bröttuhlíð í samræmi við fyrirliggjandi minnisblað.
Niðurstaða þessa fundar:
Afgreiðsla 1462. fundar bæjarráðs samþykkt á 770. fundi bæjarstjórnar með níu atkvæðum.
2.2. Frestir vegna fjárhagsáætlana sveitarfélaga 2021. 202010202
Frestir vegna fjárhagsáætlana sveitarfélaga 2021.
Niðurstaða þessa fundar:
Afgreiðsla 1462. fundar bæjarráðs samþykkt á 770. fundi bæjarstjórnar með níu atkvæðum.
2.3. Frumvarp til laga um breytingu á barnalögum (skipt búseta barns) - beiðni um umsögn. 202010154
Frumvarp til laga um breytingu á barnalögum (skipt búseta barns) - beiðni um umsögn fyrir 27. október 2020.
Niðurstaða þessa fundar:
Afgreiðsla 1462. fundar bæjarráðs samþykkt á 770. fundi bæjarstjórnar með níu atkvæðum.
2.4. Frumvarp til laga um jafna stöðu og jafnan rétt kynjanna - beiðni um umsögn. 202010201
Frumvarp til laga um jafna stöðu og jafnan rétt kynjanna - beiðni um umsögn fyrir 29. október 2020.
Niðurstaða þessa fundar:
Afgreiðsla 1462. fundar bæjarráðs samþykkt á 770. fundi bæjarstjórnar með níu atkvæðum.
2.5. Frumvarp til laga um stjórnsýslu jafnréttismála - beiðni um umsögn. 202010180
Frumvarp til laga um stjórnsýslu jafnréttismála - beiðni um umsögn fyrir 29. október 2020.
Niðurstaða þessa fundar:
Afgreiðsla 1462. fundar bæjarráðs samþykkt á 770. fundi bæjarstjórnar með níu atkvæðum.
2.6. Frumvarp til laga um kynrænt sjálfræði - beiðni um umsögn. 202010174
Frumvarp til laga um kynrænt sjálfræði - beiðni um umsögn fyrir 29. október 2020.
Niðurstaða þessa fundar:
Afgreiðsla 1462. fundar bæjarráðs samþykkt á 770. fundi bæjarstjórnar með níu atkvæðum.
3. Fjölskyldunefnd Mosfellsbæjar - 298202010021F
Afgreiðslu fundargerðar 298. fundar fjölskyldunefndar frestað til næsta fundar bæjarstjórnar vegna formgalla.
3.1. Covid-19 stöðuskýrsla fjölskyldusviðs 202004005
Minnisblað vegna Covid-19 á fjölskyldusviði til september 2020 lagt fram.
Niðurstaða þessa fundar:
Afgreiðsla 298. fundar fjölskyldunefndar frestað til næsta fundar bæjarstjórnar vegna formgalla.
3.2. Lykiltölur fjölskyldusviðs 202006316
Lykiltölur fjölskyldusviðs janúar-september 2020 lagðar fyrir.
Niðurstaða þessa fundar:
Afgreiðsla 298. fundar fjölskyldunefndar frestað til næsta fundar bæjarstjórnar vegna formgalla.
3.3. Ósk félagsmálaráðuneytisins um móttöku flóttafólks árið 2019 201905018
Skýrsla verkefnastjóra um móttöku flóttamanna lögð fram til kynningar við lok verkefnisins.
Niðurstaða þessa fundar:
Afgreiðsla 298. fundar fjölskyldunefndar frestað til næsta fundar bæjarstjórnar vegna formgalla.
3.4. Trúnaðarmálafundur 2018-2022 - 1415 202010024F
Fjölskyldunefnd samþykkir að veita framkvæmdastjóra fjölskyldusviðs heimild til að undirrita samþykktir trúnaðarmálafundar 1415 fyrir sína hönd.
Niðurstaða þessa fundar:
Afgreiðsla 298. fundar fjölskyldunefndar frestað til næsta fundar bæjarstjórnar vegna formgalla.
4. Fræðslunefnd Mosfellsbæjar - 382202010031F
Fundargerð 382. fundar fræðslunefndar lögð fram til afgreiðslu á 770. fundi bæjarstjórnar Mosfellsbæjar eins og einstök erindi bera með sér.
4.1. Leikskólar okt 2020 202010227
Leikskólastjórar fara yfir helstu atriði sem efst eru á baugi haustið 2020
Niðurstaða þessa fundar:
Afgreiðsla 382. fundar fræðslunefndar samþykkt á 770. fundi bæjarstjórnar með níu atkvæðum.
5. Lýðræðis- og mannréttindanefnd - 13202010028F
Fundargerð 13. fundar lýðræðis- og mannréttindanefndar lögð fram til afgreiðslu á 770. fundi bæjarstjórnar eins og einstök erindi bera með sér.
5.1. Lýðræðisstefna Mosfellsbæjar 201206254
Drög að framkvæmdaáætlun Lýðræðisstefnu 2020-2022.
Niðurstaða þessa fundar:
Afgreiðsla 13. fundar lýðræðis- og mannréttindanefndar samþykkt á 770. fundi bæjarstjórnar með níu atkvæðum.
- FylgiskjalDrög að framkvæmdaáætlun Lýðræðisstefnu 2020-2022 30. júní.pdfFylgiskjalLýðræðisstefna Mosfellsbæjar_endurskoðun 2015-tillaga að breytingum.pdfFylgiskjalHeimsmarkmiðin og lýðræði - Mosfellsbær 27.5.pdfFylgiskjalHeimsmarkmiðin og lýðræði - Mosfellsbær 27.5.pdfFylgiskjalOkkar_Moso_2020_kynning.pdfFylgiskjalKynning á Asker comune.pdfFylgiskjalAsker_barekraft_engelsk_samlet.pdf
5.2. Jafnréttisdagur Mosfellsbæjar 2020 202005280
Jafnréttisfulltrúi greinir frá framkvæmd jafnréttisdags Mosfellsbæjar 2020.
Niðurstaða þessa fundar:
Afgreiðsla 13. fundar lýðræðis- og mannréttindanefndar samþykkt á 770. fundi bæjarstjórnar með níu atkvæðum.
5.3. Jafnréttisáætlun og framkvæmdaáætlunar í jafnréttismálum 2019 til 2022 201906226
Jafnréttisfulltrúi Mosfellsbæjar fór yfir stöðu verkefna í framkvæmdaáætlun í jafnréttismálum 2019 til 2022.
Niðurstaða þessa fundar:
Afgreiðsla 13. fundar lýðræðis- og mannréttindanefndar samþykkt á 770. fundi bæjarstjórnar með níu atkvæðum.
6. Íþrótta- og tómstundanefnd Mosfellsbæjar - 239202010033F
Afgreiðsla 239. íþrótta- og tómstundanefndar samþykkt á 770. fundi bæjarstjórnar með níu atkvæðum.
6.1. Nýting frístundaávísanna 2019-20 202010253
Nýting frístundaávísanna 2019-2020
Niðurstaða þessa fundar:
Afgreiðsla 239. íþrótta- og tómstundanefndar samþykkt á 770. fundi bæjarstjórnar með níu atkvæðum.
6.2. Starfsskýrsla Félagsmiðstöðva 2019-2020 202010255
Starfsskýrsla Félagsmiðstöðva vegna skólaársins 2019-2020
Niðurstaða þessa fundar:
Bæjarráð samþykkir með níu atkvæðum að vísa skýrslunni til kynningar ungmennaráðs.
Afgreiðsla 239. íþrótta- og tómstundanefndar samþykkt á 770. fundi bæjarstjórnar með níu atkvæðum.
6.3. Starfsskýrsla leikjanámskeiða 2020 202010256
Starfskýrsla Leikjanámskeiða lögð fram og kynnt á fundinum
Niðurstaða þessa fundar:
Afgreiðsla 239. íþrótta- og tómstundanefndar samþykkt á 770. fundi bæjarstjórnar með níu atkvæðum.
6.4. Starfsskýrsla Vinnuskóla 2020 202010257
Starfskýrsla Vinnuskólans lögð fram og kynnt á fundinum
Niðurstaða þessa fundar:
Afgreiðsla 239. íþrótta- og tómstundanefndar samþykkt á 770. fundi bæjarstjórnar með níu atkvæðum.
6.5. Heilsuefling eldri borgara 202010258
Kynning á samvinnuverkefni UMSK, Kópavogsbæjar og þriggja íþróttafélaga í Kópavogi.
Niðurstaða þessa fundar:
Afgreiðsla 239. íþrótta- og tómstundanefndar samþykkt á 770. fundi bæjarstjórnar með níu atkvæðum.
6.6. Upplýsingar til íþrótta- og tómstundanefndar vegna Covid19 202010259
Upplýsingar til íþrótta- og tómstundanefndar um Íþrótta-, tómstunda og æskulýðstarf á covidtímum.
Niðurstaða þessa fundar:
Afgreiðsla 239. íþrótta- og tómstundanefndar samþykkt á 770. fundi bæjarstjórnar með níu atkvæðum.
7. Skipulagsnefnd Mosfellsbæjar - 525202010030F
Fundargerð 525. fundar skipulagsnefndar lögð fram til afgreiðslu á 770. fundi bæjarstjórnar eins og einstök erindi bera með sér.
7.1. Gerplutorg - deiliskipulag 202004232
Lögð er fram til afgreiðslu og auglýsingar deiliskipulagstillaga að breyttu deiliskipulagi fyrir Gerplutorg við Gerplustræti í Helgafellshverfi. Breytingin felur í sér breytta lögun torgs, fjölgun bílastæða ásamt útfærslu göngustíga og þverana.
Niðurstaða þessa fundar:
Afgreiðsla 525. fundar skipulagsnefndar samþykkt á 770. fundi bæjarstjórnar með níu atkvæðum.
7.2. Lækjarhlíð og Klapparhlíð - bílastæði og leikvöllur 202001342
Lagðar eru fram til afgreiðslu og auglýsingar deiliskipulagstillögur að breyttu deiliskipulagi fyrir bílastæði og leikvöll í Lækjarhlíð og Klapparhlíð. Breytingin felur í sér fjölgun og tilfærslu bílastæða við Hulduberg og skilgreiningu leikvallar ásamt hliðrun á göngustíg við Klapparhlíð. Breytingin er lögð fram á tveimur uppdráttum, gögn eru unnin í samræmi við samþykktir 509. fundar skipulasnefndar.
Niðurstaða þessa fundar:
Afgreiðsla 525. fundar skipulagsnefndar samþykkt á 770. fundi bæjarstjórnar með níu atkvæðum.
7.3. Bergrúnargata 1-1a - deiliskipulag 202010168
Borist hefur erindi frá Inga Birni Kárasyni, f.h. lóðarhafa Leirvogs ehf., dags. 12.10.2020, með ósk um deiliskipulagsbreytingu fyrir Bergrúnargötu 1-1a. Breytingin felur í sér að fjölga íbúðum parhúss úr tveimur í fjórar.
Niðurstaða þessa fundar:
Afgreiðsla 525. fundar skipulagsnefndar samþykkt á 770. fundi bæjarstjórnar með níu atkvæðum.
7.4. Stórikriki 59-61, umsókn um byggingarleyfi. 202006489
Borist hefur umsókn um byggingarleyfi fyrir Stórakrika 59-61 ásamt erindi um skipulagsbreytingu, dags. 19.10.2020. Breytingin felur í sér óverulega tilfærslu á bílastæðum í götu í samræmi við gögn.
Niðurstaða þessa fundar:
Afgreiðsla 525. fundar skipulagsnefndar samþykkt á 770. fundi bæjarstjórnar með níu atkvæðum.
7.5. Súluhöfði 45 - skipulagsskilmálar 202010205
Borist hefur erindi frá Kristjáni Ásgeirssyni, f.h. lóðarhafa, dags. 14.10.2020, með ósk um breytingu á skipulagsskilmálum fyrir Súluhöfða 45.
Niðurstaða þessa fundar:
Afgreiðsla 525. fundar skipulagsnefndar samþykkt á 770. fundi bæjarstjórnar með níu atkvæðum.
7.6. Akurholt 21 - stækkun húss 202010240
Borist hefur fyrirspurn frá Óskari Þór Óskarssyni, f.h. húseiganda, dags. 21.10.2020, þar sem lögð eru fram gögn um áætlun viðbyggingar að Akurholti 21.
Niðurstaða þessa fundar:
Afgreiðsla 525. fundar skipulagsnefndar samþykkt á 770. fundi bæjarstjórnar með níu atkvæðum.
7.7. Leirutangi 10 - Umsókn um byggingaráform og byggingarleyfi 202009193
Borist hefur umsókn um byggingarleyfi frá Ásgrími Hauk Helgasyni, fyrir stækkun á húsi við Leirutanga 10. Erindinu var vísað til skipulagsnefndar á 413. afgreiðslufundi byggingarfulltrúa þar sem ekki er í gildi deiliskipulag fyrir hverfið.
Niðurstaða þessa fundar:
Bókun M-lista:
Fulltrúi Miðflokksins í Mosfellsbæ situr hjá undir þessum dagskrárlið sökum þess að svo virðist sem jafnræðis sé ekki gætt hjá þessum umsækjanda sé litið til byggingamagns annarra húsa á svæðinu sem er umfram nýtingahlutfallið 0,3. Mikilvægt að koma deiliskipulagi ákveðinna svæða í Mosfellsbæ í lag og gæta jafnræðis.
Afgreiðsla 525. fundar skipulagsnefndar samþykkt á 770. fundi bæjarstjórnar með átta atkvæðum. Fulltrúi M-lista sat hjá við atkvæðagreiðsluna.7.8. Tilraunaborun innan L202915 við Selvatn 202010239
Borist hefur erindi frá Hallgrími Ólafssyni, dags. 30.09.2020, með ósk um heimild til tilraunaborunar eftir vatni í samræmi við samþykkt deiliskipulag.
Niðurstaða þessa fundar:
Afgreiðsla 525. fundar skipulagsnefndar samþykkt á 770. fundi bæjarstjórnar með níu atkvæðum.
7.9. Aðalskipulag Reykjavíkur - Endurskoðun um blandaða byggð til 2040 202010203
Borist hefur erindi frá Reykjavíkurborg, dags. 16.10.2020, með ósk um athugasemdir eða umsagnir við auglýst tillögudrög vegna breytinga á aðalskipulagi Reykjavíkur 2010-2030. Tillögurnar fela m.a. í sér heildaruppfærslu á stefnu um íbúðarbyggð, skilgreiningu nýrra svæða fyrir íbúðir, stakar breytingar á völdum atvinnusvæðum og samgönguinnviðum, auk þess sem sett eru fram ný megin markmið í völdummálaflokkum. Tillögurnar gera enn fremur ráð fyrir því að tímabil aðalskipulagsins verði framlengt til ársins 2040. Athugasemdafrestur er til 20.11.2020.
Niðurstaða þessa fundar:
Afgreiðsla 525. fundar skipulagsnefndar samþykkt á 770. fundi bæjarstjórnar með níu atkvæðum.
7.10. Afgreiðslufundur byggingarfulltrúa - 413 202010022F
Fundargerð lögð fram til kynningar
Niðurstaða þessa fundar:
Afgreiðsla 525. fundar skipulagsnefndar samþykkt á 770. fundi bæjarstjórnar með níu atkvæðum.
Almenn erindi
8. Fundarboð til XXXV. landsþings sambandsins - ný dagsetning202001380
Landsþing Sambands íslenskra sveitarfélaga. Ósk um kjör nýs varamanns í stað Valdimars Birgissonar.
Fram kom tillaga um kosningu Lovísu Jónsdóttur, bæjarfulltrúa C-lista, sem varamanns í stað Valdimars Birgissonar, á landsþing Sambands Íslenskra sveitarfélaga. Ekki komu fram aðrar tillögur og telst hún því samþykkt.
Fundargerðir til kynningar
9. Afgreiðslufundur byggingarfulltrúa - 413202010022F
Fundargerð 413. afgreiðslufundar byggingarfulltrúa lögð fram til kynningar á 770. fundi bæjarstjórnar eins og einstök erindi bera með sér.
9.1. Jónstótt 123665 v Göngubrú yfir Köldukvísl - Umsókn um byggingaráform og byggingarleyfi 202010044
Ríkiseignir Borgartúni 7a 105 Rvk. sækja um leyfi til endurbóta á göngubrú á lóð með landeignarnúmeri 215451 í samræmi við framlögð gögn.
Niðurstaða þessa fundar:
Afgreiðsla 413. afgreiðslufundar byggingarfulltrúa lögð fram til kynningar á 770. fundi bæjarstjórnar.
9.2. Krókabyggð 13 - Umsókn um byggingaráform og byggingarleyfi 202009234
Bjarni Róbert Blöndal Ólafsson sækir um leyfi til að byggja við raðhús sólstofu úr málmi og gleri á lóðinni Krókabyggð nr. 13, í samræmi við framlögð gögn. Stærðir: Stækkun 6,8 m², 16,5 m³.
Niðurstaða þessa fundar:
Afgreiðsla 413. afgreiðslufundar byggingarfulltrúa lögð fram til kynningar á 770. fundi bæjarstjórnar.
9.3. Laugaból 2 123693 - Umsókn um byggingaráform og byggingarleyfi 202009406
Johann S D Christiansen Laugabóli 2 sækir um leyfi til niðurrifs og förgunar útihúss með matseiningarnúmeri 040101 á lóðinni Laugaból 2, landeignarnúmer 123693, í samræmi við framlögð gögn. Niðurrif 34,4 m².
Niðurstaða þessa fundar:
Afgreiðsla 413. afgreiðslufundar byggingarfulltrúa lögð fram til kynningar á 770. fundi bæjarstjórnar.
9.4. Leirutangi 10 - Umsókn um byggingaráform og byggingarleyfi 202009193
Ásgrímur H Helgason Leirutanga 10 Mosfellsbæ sækir um leyfi til að hækka rishæð húss á lóðinni Leirutangi nr. 10 og innrétta þar íbúðarrými í samræmi við framlögð gögn. Stærðir eftir breytingu: Íbúð 239,5 m², bílgeymsla 39,2 m², 699,852 m³.
Niðurstaða þessa fundar:
Afgreiðsla 413. afgreiðslufundar byggingarfulltrúa lögð fram til kynningar á 770. fundi bæjarstjórnar.
9.5. Stórikriki 2 - Umsókn um byggingaráform og byggingarleyfi 202008633
Húsfélag Stórakrika 2 sækir um leyfi til breytinga áður samþykktra aðaluppdrátta fjölbýlishúss á lóðinni Stórikriki nr. 2, í samræmi við framlögð gögn. Stærðir breytast ekki.
Niðurstaða þessa fundar:
Afgreiðsla 413. afgreiðslufundar byggingarfulltrúa lögð fram til kynningar á 770. fundi bæjarstjórnar.
10. Afgreiðslufundur skipulagsfulltrúa - 45202009033F
Fundargerð 45. afgreiðslufundar skipulagsfulltrúa lögð fram til kynningar á 770. fundi bæjarstjórnar eins og einstök erindi bera með sér.
10.1. Fossatunga 2-6 - breyting á deiliskipulagi 202006216
Skipulagsnefnd Mosfellsbæjar samþykkti á 520. fundi nefndarinnar að deilskipulagsbreyting fyrir Fossatungu 2-6 yrði auglýst skv. 2. mgr. 43. gr. skipulagslaga nr. 123/2010. Tillagan var kynnt með dreifibréfi grenndarkynningar í samræmi við 44. gr. skipulagslaga sem borið var út til íbúa eða lóðarhafa að Fossatungu 1-7, 2-6 og Kvíslartungu 128, 130 og 132. Breytingin var einnig kynnt á vef sveitarfélagsins, mos.is, en uppdrættir voru bæði aðgengilegir á vef sem og á upplýsingatorgi Mosfellsbæjar að Þverholti 2.
Athugasemdafrestur var frá 21.08.2020 til og með 25.09.2020.
Engar athugasemdir bárust.Niðurstaða þessa fundar:
Afgreiðsla 45. afgreiðslufundar skipulagsfulltrúa lögð fram til kynningar á 770. fundi bæjarstjórnar.
10.2. Fossatunga 9-15 - breyting á deiliskipulagi 202007361
Skipulagsnefnd Mosfellsbæjar samþykkti á 520. fundi nefndarinnar að deilskipulagsbreyting fyrir Fossatungu 2-6 yrði auglýst skv. 2. mgr. 43. gr. skipulagslaga nr. 123/2010. Tillagan var kynnt með dreifibréfi grenndarkynningar í samræmi við 44. gr. skipulagslaga sem borið var út til íbúa eða lóðarhafa að Fossatungu 1-7, 9-15 og 17-19. Breytingin var einnig kynnt á vef sveitarfélagsins, mos.is, en uppdrættir voru bæði aðgengilegir á vef sem og á upplýsingatorgi Mosfellsbæjar að Þverholti 2.
Athugasemdafrestur var frá 21.08.2020 til og með 25.09.2020.
Engar athugasemdir bárust.Niðurstaða þessa fundar:
Afgreiðsla 45. afgreiðslufundar skipulagsfulltrúa lögð fram til kynningar á 770. fundi bæjarstjórnar.
11. Fundargerð 507. fundar Samtaka sveitarfélaga á höfuðborgarsvæðinu202010245
Fundargerð 507. fundar Samtaka sveitarfélaga á höfuðborgarsvæðinu
Fundargerð 507. fundar Samtaka sveitarfélaga á höfuðborgarsvæðinu lögð fram til kynningar á 770. fundi bæjarstjórnar Mosfellsbæjar.
12. Fundargerð 508. fundar Samtaka sveitarfélaga á höfuðborgarsvæðinu202010248
Fundargerð 508. fundar Samtaka sveitarfélaga á höfuðborgarsvæðinu
Fundargerð 508. fundar Samtaka sveitarfélaga á höfuðborgarsvæðinu lögð fram til kynningar á 770. fundi bæjarstjórnar Mosfellsbæjar.
13. Fundargerð 509. fundar Samtaka sveitarfélaga á höfuðborgarsvæðinu202010299
Fundargerð 509. fundar Samtaka sveitarfélaga á höfuðborgarsvæðinu
Fundargerð 509. fundar Samtaka sveitarfélaga á höfuðborgarsvæðinu lögð fram til kynningar á 770. fundi bæjarstjórnar Mosfellsbæjar.
14. Fundargerð 889. fundar stjórnar Sambands íslenskra sveitarfélaga202010290
Fundargerð 889. fundar stjórnar Sambands íslenskra sveitarfélaga
Fundargerð 889. fundar stjórnar Sambands íslenskra sveitarfélaga lögð fram til kynningar á 770. fundi bæjarstjórnar Mosfellsbæjar.
15. Fundargerð 434. fundar Sorpu bs202010244
Fundargerð 434. fundar Sorpu bs
Fundargerð 434. fundar Sorpu bs. lögð fram til kynningar á 770. fundi bæjarstjórnar Mosfellsbæjar.
16. Fundargerð 329. fundar stjórnar strætó202010130
Fundargerð 329. fundar stjórnar strætó
Fundargerð 329. fundar stjórnar strætó bs. lögð fram til kynningar á 770. fundi bæjarstjórnar Mosfellsbæjar.
17. Fundargerð 385. fundar Samstarfsnefndar Skíðasvæðanna202010275
Fundargerð 385. fundar Samstarfsnefndar Skíðasvæðanna
Fundargerð 385. fundar Samstarfsnefndar skíðasvæðanna lögð fram til kynningar á 770. fundi bæjarstjórnar Mosfellsbæjar.