Mál númer 202006216
- 6. nóvember 2020
Skipulagsnefnd Mosfellsbæjar #527
Skipulagsnefnd Mosfellsbæjar samþykkti á 520. fundi nefndarinnar að deilskipulagsbreyting fyrir Fossatungu 2-6 yrði auglýst skv. 2. mgr. 43. gr. skipulagslaga nr. 123/2010. Tillagan var kynnt með dreifibréfi grenndarkynningar í samræmi við 44. gr. skipulagslaga sem borið var út til íbúa eða lóðarhafa að Fossatungu 1-7, 2-6 og Kvíslartungu 128, 130 og 132. Breytingin var einnig kynnt á vef sveitarfélagsins, mos.is, en uppdrættir voru bæði aðgengilegir á vef sem og á upplýsingatorgi Mosfellsbæjar að Þverholti 2. Athugasemdafrestur var frá 21.08.2020 til og með 25.09.2020. Engar athugasemdir bárust.
- 28. október 2020
Bæjarstjórn Mosfellsbæjar #770
Skipulagsnefnd Mosfellsbæjar samþykkti á 520. fundi nefndarinnar að deilskipulagsbreyting fyrir Fossatungu 2-6 yrði auglýst skv. 2. mgr. 43. gr. skipulagslaga nr. 123/2010. Tillagan var kynnt með dreifibréfi grenndarkynningar í samræmi við 44. gr. skipulagslaga sem borið var út til íbúa eða lóðarhafa að Fossatungu 1-7, 2-6 og Kvíslartungu 128, 130 og 132. Breytingin var einnig kynnt á vef sveitarfélagsins, mos.is, en uppdrættir voru bæði aðgengilegir á vef sem og á upplýsingatorgi Mosfellsbæjar að Þverholti 2. Athugasemdafrestur var frá 21.08.2020 til og með 25.09.2020. Engar athugasemdir bárust.
Afgreiðsla 45. afgreiðslufundar skipulagsfulltrúa lögð fram til kynningar á 770. fundi bæjarstjórnar.
- 22. október 2020
Afgreiðslufundur skipulagsfulltrúa #45
Skipulagsnefnd Mosfellsbæjar samþykkti á 520. fundi nefndarinnar að deilskipulagsbreyting fyrir Fossatungu 2-6 yrði auglýst skv. 2. mgr. 43. gr. skipulagslaga nr. 123/2010. Tillagan var kynnt með dreifibréfi grenndarkynningar í samræmi við 44. gr. skipulagslaga sem borið var út til íbúa eða lóðarhafa að Fossatungu 1-7, 2-6 og Kvíslartungu 128, 130 og 132. Breytingin var einnig kynnt á vef sveitarfélagsins, mos.is, en uppdrættir voru bæði aðgengilegir á vef sem og á upplýsingatorgi Mosfellsbæjar að Þverholti 2. Athugasemdafrestur var frá 21.08.2020 til og með 25.09.2020. Engar athugasemdir bárust.
Þar sem engar athugasemdir bárust við tillöguna, með vísan í 3. mgr. 41. gr. skipulagslaga nr. 123/2010 og afgreiðsluheimildir skipulagsfulltrúa, skoðast tillagan samþykkt og mun skipulagsfulltrúi annast gildistöku hennar skv. 42. gr. skipulagslaga.
Málsaðili skal greiða þann kostnað sem af breytingunni hlýst. - 19. ágúst 2020
Bæjarstjórn Mosfellsbæjar #765
Lögð er fram til kynningar og afgreiðslu deiliskipulagsbreyting fyrir Fossatungu 2-6. Breytingin felur í sér að fjölga íbúðum úr þremur í fjórar.
Afgreiðsla 520. fundar skipulagsnefndar samþykkt á 765. fundi bæjarstjórnar með sjö atkvæðum. Fulltrúar L-lista og M-lista sátu hjá.
- 14. ágúst 2020
Skipulagsnefnd Mosfellsbæjar #520
Lögð er fram til kynningar og afgreiðslu deiliskipulagsbreyting fyrir Fossatungu 2-6. Breytingin felur í sér að fjölga íbúðum úr þremur í fjórar.
Bókun fulltrúa M-lista: Fordæmi hefur verið gefið í viðkomandi götu um fjölgun íbúða þrátt fyrir að deiliskipulag hafi verið gert nýlega. Afstaða Miðflokksins er að deiliskipulag eigi að halda nema fyrir liggi sérstakar aðstæður. Fordæmi hefur hins vegar verið gefið og verður að gæta jafnræðis.
Bókun fulltrúa L-lista: Fulltrúi Vina Mosfellsbæjar situr hjá við afgreiðslu málsins í samræmi við fyrri afstöðu sína varðandi breytingar í Fossatungu þess efnis að deiliskipulag eigi að halda nema ávinningur af breytingin sé augljós og gagnist almennt.Fulltrúar M-lista og L-lista sitja hjá við afgreiðslu málsins.
Skipulagsnefnd samþykkir að tillagan verði kynnt skv. 2. mgr. 43. gr. skipulagslaga nr. 123/2010. Skipulagsnefnd metur breytinguna óverulega þar sem að svæðið er enn í uppbyggingu. Skipulagsnefnd vísar málinu til bæjarráðs vegna viðbótar gatnagerðargjalda og annars kostnaðar sem af breytingunni hlýst.
- 9. júlí 2020
Bæjarráð Mosfellsbæjar #1451
Borist hefur erindi frá Arnari Inga Ingólfssyni, f.h. lóðarhafa Fossatungu 2-6 dags. 09.06.2020, með ósk um breytingu á deiliskipulagi með fjölgun íbúða í huga.
Afgreiðsla 519. fundar skipulagsnefndar Mosfellsbæjar samþykkt á 1451. fundi bæjarráðs með 3 atkvæðum.
- 9. júlí 2020
Bæjarráð Mosfellsbæjar #1451
Borist hefur erindi frá Arnari Inga Ingólfssyni, f.h. lóðarhafa Fossatungu 2-6 dags. 09.06.2020, með ósk um breytingu á deiliskipulagi með fjölgun íbúða í huga.
- 3. júlí 2020
Skipulagsnefnd Mosfellsbæjar #519
Borist hefur erindi frá Arnari Inga Ingólfssyni, f.h. lóðarhafa Fossatungu 2-6 dags. 09.06.2020, með ósk um breytingu á deiliskipulagi með fjölgun íbúða í huga.
Bókun fulltrúa M lista: Fordæmi hefur verið gefið í viðkomandi götu um fjölgun íbúða þrátt fyrir að deiliskipulagið sé nýlegt. Afstaða Miðflokksins er að deiliskipulag eigi að halda nema fyrir liggi sérstakar aðstæður. Fordæmi hefur hins vegar verið gefið og verður þess vegna að líta til þess.
Fulltrúar M og L lista sitja hjá.Skipulagsnefnd heimilar umsækjanda, skv. 2. mgr. 38. gr. skipulagslaga, að leggja fram tillögu að deiliskipulagsbreytingu í samræmi við 43. gr. skipulagslaga nr. 123/2010.