Mál númer 202008350
- 10. nóvember 2021
Bæjarstjórn Mosfellsbæjar #793
Bréf frá Umboðsmanni Alþingis þar sem tilkynnt er að ekki verði aðhafst frekar vegna kvörtunar um flutning malbikunarstöðvarinnar Höfða að Esjumelum þar sem Reykjavíkurborg sé hætt við að flytja malbikunarstöðina að Esjumelum.
Afgreiðsla 1509. fundar bæjarráðs samþykkt á 793. fundi bæjarstjórnar með níu atkvæðum.
- 28. október 2021
Bæjarráð Mosfellsbæjar #1509
Bréf frá Umboðsmanni Alþingis þar sem tilkynnt er að ekki verði aðhafst frekar vegna kvörtunar um flutning malbikunarstöðvarinnar Höfða að Esjumelum þar sem Reykjavíkurborg sé hætt við að flytja malbikunarstöðina að Esjumelum.
Bókun M-lista
Það er fagnaðarefni að ekki bætist enn ein malbikunarstöðin við á Esjumela.***
Bréf Umboðsmanns Alþingis lagt fram til kynningar.
- 10. mars 2021
Bæjarstjórn Mosfellsbæjar #778
Lögð er fram til kynningar niðurstaða Úrskurðarnefndar umhverfis- og auðlindamála í kæru nr. 96/2020 vegna deiliskipulagsbreytingar á Esjumelum í Reykjavík. Málinu var frestað vegna tímaskorts á 533. fundi nefndarinnar.
Afgreiðsla 535. fundar skipulagsnefndar samþykkt á 778. fundi bæjarstjórnar með níu atkvæðum.
- 5. mars 2021
Skipulagsnefnd Mosfellsbæjar #535
Lögð er fram til kynningar niðurstaða Úrskurðarnefndar umhverfis- og auðlindamála í kæru nr. 96/2020 vegna deiliskipulagsbreytingar á Esjumelum í Reykjavík. Málinu var frestað vegna tímaskorts á 533. fundi nefndarinnar.
Bókun Sveins Óskars Sigurðssonar, fulltrúa M-lista:
Bent er á fyrri bókanir bæjarfulltrúa Miðflokksins í bæjarstjórn.Lagt fram og kynnt.
- 24. febrúar 2021
Bæjarstjórn Mosfellsbæjar #777
Niðurstaða úrskurðarnefndar umhverfis- og auðlindamála í kæru Mosfellsbæjar og íbúa við Leirvogstungu vegna deiliskipulags á Esjumelum lögð fram til kynningar.
Afgreiðsla 1477. fundar bæjarráðs samþykkt á 777. fundi bæjarstjórnar með átta atkvæðum. Bæjarfulltúi M-lista sat hjá við atkvæðagreiðsluna.
- 24. febrúar 2021
Bæjarstjórn Mosfellsbæjar #777
Lögð er fram til kynningar niðurstaða Úrskurðarnefndar umhverfis- og auðlindamála í kæru nr. 96/2020 vegna deiliskipulagsbreytingar á Esjumelum í Reykjavík.
Afgreiðsla 533. fundar skipulagsnefndar samþykkt á 777. fundi bæjarstjórnar með níu atkvæðum.
- 19. febrúar 2021
Skipulagsnefnd Mosfellsbæjar #533
Lögð er fram til kynningar niðurstaða Úrskurðarnefndar umhverfis- og auðlindamála í kæru nr. 96/2020 vegna deiliskipulagsbreytingar á Esjumelum í Reykjavík.
Frestað vegna tímaskorts
- 18. febrúar 2021
Bæjarráð Mosfellsbæjar #1477
Niðurstaða úrskurðarnefndar umhverfis- og auðlindamála í kæru Mosfellsbæjar og íbúa við Leirvogstungu vegna deiliskipulags á Esjumelum lögð fram til kynningar.
Úrskurður úrskurðarnefndar umhverfis- og auðlindamála í máli nr. 96/2020, kæra á ákvörðun borgarráðs Reykjavíkur frá 2. júlí 2020 um að samþykkja breytingu á deiliskipulagi Esjumela á Kjalarnesi vegna lóðarinnar nr. 6 við Bronssléttu, lagður fram.
Niðurstaða úrskurðarnefndarinnar er sú að starfsemi malbikunarstöðvar sem heimiluð er með hinu kærða deiliskipulagi þyki ekki þess eðlis að hún snerti grenndarhagsmuni kærenda eða aðra einstaklega lögvarða hagsmuni þeirra með þeim hætti að þeir geti talist eiga kæruaðild í málinu. Kröfu um ógildingu deiliskipulagsákvörðunarinnar var því vísað frá úrskurðarnefndinni. Einn nefndarmaður skilaði séráliti og telur kærendur eiga lögvarða hagsmuni til að fá málið tekið til efnislegrar afgreiðslu.
Upplýst var að í undirbúningi sé kvörtun til Umboðsmanns Alþingis vegna málsins til viðbótar við kvörtun vegna fyrri deiliskipulagsbreytingar við Esjumela. - 28. október 2020
Bæjarstjórn Mosfellsbæjar #770
Lögð er fram til kynningar kæra til úrskurðarnefndar umhverfis- og auðlindamála, dags. 09.10.2020, þar sem þess er krafist að deiliskipulagsbreyting á Esjumelum verði felld úr gildi.
Afgreiðsla 1461. fundar bæjarráðs samþykkt á 770. fundi bæjarstjórnar með níu atkvæðum.
- 15. október 2020
Bæjarráð Mosfellsbæjar #1461
Lögð er fram til kynningar kæra til úrskurðarnefndar umhverfis- og auðlindamála, dags. 09.10.2020, þar sem þess er krafist að deiliskipulagsbreyting á Esjumelum verði felld úr gildi.
Kæra til úrskurðarnefndar umhverfis- og auðlindamála vegna deiliskipulags á Esjumælum lögð fram til kynningar. Í kærunni er þess krafist að ákvörðun borgarráðs, frá 2. júlí 2020, um að samþykkja breytingu á deiliskipulagi Esjumela á Kjalarnesi vegna 5 ha lóðar fyrir Malbikunarstöðina Höfða, verði felld úr gildi. Nokkrir einstaklingar úr stjórn íbúasamtakanna eru aðilar að kærunni með Mosfellsbæ.