Mál númer 202010240
- 13. janúar 2021
Bæjarstjórn Mosfellsbæjar #774
Skipulagsnefnd samþykkti á 525. fundi sínum að grenndarkynna byggingaráform í samræmi við 1. mgr. 44. gr. skipulagslaga nr. 123/2010. Áformin voru kynnt með dreifibréfi sem borið var út í Akurholt 15, 17, 19, 20, 21 og Arnartanga 40. Athugasemdafrestur var frá 02.11.2020 til og með 02.12.2020. Engar athugasemdir bárust.
Afgreiðsla 47. afgreiðslufundar skipulagsfulltrúa lögð fram til kynningar á 774. fundi bæjarstjórnar.
- 8. desember 2020
Afgreiðslufundur skipulagsfulltrúa #47
Skipulagsnefnd samþykkti á 525. fundi sínum að grenndarkynna byggingaráform í samræmi við 1. mgr. 44. gr. skipulagslaga nr. 123/2010. Áformin voru kynnt með dreifibréfi sem borið var út í Akurholt 15, 17, 19, 20, 21 og Arnartanga 40. Athugasemdafrestur var frá 02.11.2020 til og með 02.12.2020. Engar athugasemdir bárust.
Þar sem engar athugasemdir bárust við kynnta tillögu, með vísan í 4. mgr. 44. gr. skipulagslaga nr. 123/2010 og afgreiðsluheimildir skipulagsfulltrúa, er byggingarfulltrúa heimilt að gefa út byggingarleyfi þegar að umsókn samræmist lögum um mannvirki nr. 160/2010 og byggingarreglugerð nr. 112/2012, m/síðari breytingum.
- 28. október 2020
Bæjarstjórn Mosfellsbæjar #770
Borist hefur fyrirspurn frá Óskari Þór Óskarssyni, f.h. húseiganda, dags. 21.10.2020, þar sem lögð eru fram gögn um áætlun viðbyggingar að Akurholti 21.
Afgreiðsla 525. fundar skipulagsnefndar samþykkt á 770. fundi bæjarstjórnar með níu atkvæðum.
- 23. október 2020
Skipulagsnefnd Mosfellsbæjar #525
Borist hefur fyrirspurn frá Óskari Þór Óskarssyni, f.h. húseiganda, dags. 21.10.2020, þar sem lögð eru fram gögn um áætlun viðbyggingar að Akurholti 21.
Skipulagsnefnd heimilar að byggingaráformin verði grenndarkynnt skv. 1. mgr. 44. gr. skipulagslaga nr. 123/2010 þar sem að ekki liggur fyrir deiliskipulag á svæðinu.