Mál númer 201405281
- 18. júní 2014
Bæjarstjórn Mosfellsbæjar #630
Atvinnuátak þar sem tiltekinn fjöldi atvinnulausra einstaklinga fær boð um starfstengd úrræði í þrjá mánuði.
Afgreiðsla 218. fundar fjöldkyldunefndar lögð fram á 630. fundi bæjarstjórnar.
- 10. júní 2014
Fjölskyldunefnd Mosfellsbæjar #218
Atvinnuátak þar sem tiltekinn fjöldi atvinnulausra einstaklinga fær boð um starfstengd úrræði í þrjá mánuði.
Atvinnuátak fyrir framfærsluþega í samvinnu fjölskyldusviðs við fræðslusvið og umhverfissvið, kynnt.
- 4. júní 2014
Bæjarstjórn Mosfellsbæjar #628
Atvinnuátak þar sem tiltekinn fjöldi atvinnulausra einstaklinga fær boð um starfstengd úrræði í þrjá mánuði.
Afgreiðsla 1167. fundar bæjarráðs samþykkt á 628. fundi bæjarstjórnar með sjö atkvæðum.
- 28. maí 2014
Bæjarráð Mosfellsbæjar #1167
Atvinnuátak þar sem tiltekinn fjöldi atvinnulausra einstaklinga fær boð um starfstengd úrræði í þrjá mánuði.
Samþykkt með þremur atkvæðum að heimila fjölskyldusviði að ganga til samstarfs við fræðslusvið og umhverfissvið um ráðningu framfærsluþega í fimm stöðugildi í þrjá mánuði. Kostnaður vegna verkefnisins er 1.600 þúsund krónur og verður færður til gjalda á fjölskyldusviðs undir liðnum fjárhagsaðstoð.