Mál númer 201503280
- 1. júlí 2015
Bæjarstjórn Mosfellsbæjar #653
Tillaga um fyrirkomulag skólaaksturs fyrir skólaárið 2015-16 lögð fram.
Afgreiðsla 1217. fundar bæjarráðs samþykkt á 653. fundi bæjarstjórnar með níu atkvæðum.
- 25. júní 2015
Bæjarráð Mosfellsbæjar #1217
Tillaga um fyrirkomulag skólaaksturs fyrir skólaárið 2015-16 lögð fram.
Samþykkt með þremur atkvæðum að Hópferðabifreiðar Jónatans Þórissonar ehf. sjái áfram um í skólaakstur skólaárið 2015-2016 og jafnframt að hafinn verði undirbúningur að útboði skólaaksturs að þeim tíma liðnum. Auk þess verði aftur kannaður möguleiki á frekari nýtingu almenningssamgangna við skólaakstur.
Bókun fulltrúa M-lista Íbúahreyfingarinnar:
Ég efast ekki um að fyrirtækið hafi skilað góðri þjónustu en lít svo á að þetta sé ekki rétt aðferðafræði við að kaupa þjónustu. Rétt hefði verið að viðhafa verðkönnun eða útboð.