Mál númer 201504263
- 23. júlí 2015
Bæjarráð Mosfellsbæjar #1221
Tekið fyrir að nýju, sbr. bókun á 392. fundi.
Afgreiðsla 393. fundar Skipulagsnefndar samþykkt á 1221. fundi bæjarráðs með þremur atkvæðum.
- 14. júlí 2015
Skipulagsnefnd Mosfellsbæjar #393
Tekið fyrir að nýju, sbr. bókun á 392. fundi.
Nefndin er neikvæð gagnvart fyrirliggjandi hugmyndum Aleflis.
- 1. júlí 2015
Bæjarstjórn Mosfellsbæjar #653
Magnús Þór Magnússon f.h. Aleflis ehf. leggur fram tillögu að byggingum á lóðinni nr. 21 við Háholt unnið af VA arkitektum dags. 18.06.2015. Sigurður Einarsson arkitekt og höfundur miðbæjarskipulagsins mætti á fundinn og kynnti umsögn sína um erindið.
Afgreiðsla 392. fundar skipulagsnefndar Mosfellsbæjar samþykkt á 653. fundi bæjarstjórnar með níu atkvæðum.
- 23. júní 2015
Skipulagsnefnd Mosfellsbæjar #392
Magnús Þór Magnússon f.h. Aleflis ehf. leggur fram tillögu að byggingum á lóðinni nr. 21 við Háholt unnið af VA arkitektum dags. 18.06.2015. Sigurður Einarsson arkitekt og höfundur miðbæjarskipulagsins mætti á fundinn og kynnti umsögn sína um erindið.
Skipulagsnefnd felur formanni að ræða við umsækjendur í samræmi við umræður á fundinum.
- 20. maí 2015
Bæjarstjórn Mosfellsbæjar #650
Magnús Þór Magnússon f.h. Aleflis ehf leggur 27.4.2015 fram tillögu að byggingum á lóðinni ásamt undirritaðri viljayfirlýsingu Aleflis og Haga, og óskar eftir jákvæðri umfjöllun bæjaryfirvalda. Bæjarráð vísaði erindinu til umsagnar skipulagsnefndar.
Afgreiðsla 390. fundar skipulagsnefndar samþykkt á 650. fundi bæjarstjórnar með níu atkvæðum.
- 20. maí 2015
Bæjarstjórn Mosfellsbæjar #650
Magnús Þór Magnússon f.h. Aleflis ehf leggur 27.4.2015 fram til bæjarráðs tillögu að byggingum á lóðinni ásamt undirritaðri viljayfirlýsingu Aleflis og Haga, og óskar eftir jákvæðri umfjöllun bæjaryfirvalda og að málinu verði vísað áfram til frekari vinnslu.
Afgreiðsla 1211. fundar bæjarráðs samþykkt á 650. fundi bæjarstjórnar með níu atkvæðum.
- 12. maí 2015
Skipulagsnefnd Mosfellsbæjar #390
Magnús Þór Magnússon f.h. Aleflis ehf leggur 27.4.2015 fram tillögu að byggingum á lóðinni ásamt undirritaðri viljayfirlýsingu Aleflis og Haga, og óskar eftir jákvæðri umfjöllun bæjaryfirvalda. Bæjarráð vísaði erindinu til umsagnar skipulagsnefndar.
Skipulagsnefnd óskar eftir umsögn skipulagshöfundar og skipulagsfulltrúa um erindið.
- 7. maí 2015
Bæjarráð Mosfellsbæjar #1211
Magnús Þór Magnússon f.h. Aleflis ehf leggur 27.4.2015 fram til bæjarráðs tillögu að byggingum á lóðinni ásamt undirritaðri viljayfirlýsingu Aleflis og Haga, og óskar eftir jákvæðri umfjöllun bæjaryfirvalda og að málinu verði vísað áfram til frekari vinnslu.
Samþykkt með þremur atkvæðum að vísa málinu til umsagnar skipulagsnefndar.