Mál númer 201506214
- 1. júlí 2015
Bæjarstjórn Mosfellsbæjar #653
Jón Jósef óskar eftir því að verða látinn vita þegar aðalmaður getur ekki mætt á fundi bæjarstjórnar.
Bókun M-lista Íbúahreyfingarinnar:$line$Íbúahreyfingin hefur frá því í maí 2014 litið svo á að Hildur Margrétardóttir sé varamaður bæjarfulltrúa framboðsins. Ástæðan fyrir því er sú að hinn 13. maí 2014, þ.e. stuttu áður en kjósendur gengu að kjörborði í sveitarstjórnarkosningum, sagði Jón Jósef Bjarnason, annar maður á lista framboðsins, sig frá öllu samstarfi við Íbúahreyfinguna í pósti sem hann sendi á stjórnarmenn. Í póstinum segir: "samstarfi okkar er lokið [...] næsti maður hlýtur að leysa mig af ef við náum 2 sætum". Þessa ákvörðun ítrekaði Jón opinberlega í hádegisfréttum RÚV þann 20. maí sama ár. Í fréttinni kom fram að hann teldi sér "ekki sætt" og ætlaði "ekki að taka þátt í starfinu á vettvangi bæjarstjórnar ef sú staða kæmi upp." $line$$line$Sú ákvörðun Jóns að fara fram á að taka sæti varamanns nú kemur félögum í Íbúahreyfingunni því á óvart. Jón hefur ekki starfað með Íbúahreyfingunni eftir kosningar og því ljóst að það starf er ekki á vegum Íbúahreyfingarinnar.$line$$line$Rétt er að taka fram að Íbúahreyfingin skilaði inn framboðslista sínum til sveitarstjórnar 10. maí 2014. Hann var undirritaður af Jóni 8. maí.$line$$line$Afgreiðsla 1217. fundar bæjarráðs samþykkt á 653. fundi bæjarstjórnar með níu atkvæðum.
- 25. júní 2015
Bæjarráð Mosfellsbæjar #1217
Jón Jósef óskar eftir því að verða látinn vita þegar aðalmaður getur ekki mætt á fundi bæjarstjórnar.
Lagt fram.
Bókun fulltrúa M-lista Íbúahreyfingarinnar:
Lagt er til að fyrirliggjandi minnisblað verði kynnt bæjarfulltrúa Íbúahreyfingarinnar.