Mál númer 201304271
- 14. ágúst 2013
Bæjarstjórn Mosfellsbæjar #608
Dagskrárliðurinn er að ósk áheyrnarfulltrúa í bæjarráði Jóns Jósefs Bjarnasonar. Svar Innanríkisráðuneytisins við fyrirspurn Mosfellsbæjar.
Afgreiðsla 1129. fundar bæjarráðs lögð fram á 608. fundi bæjarstjórnar.
- 11. júlí 2013
Bæjarráð Mosfellsbæjar #1129
Dagskrárliðurinn er að ósk áheyrnarfulltrúa í bæjarráði Jóns Jósefs Bjarnasonar. Svar Innanríkisráðuneytisins við fyrirspurn Mosfellsbæjar.
Fyrir fundinum lá svar Innanríkisráðuneytisins við fyrirspurn bæjarráðs frá fyrr í sumar. Erindið lagt fram.
Tillaga kom fram um að boða Hagsmunasamtök heimilanna (HH) á fund bæjarráðs til að gefa þeim kost á að útskýra afstöðu samtakanna til málsins.
Fram kom málsmeðferðartillaga þess efnis að bæjarráðsmenn fái snda afstöðu HH til nauðungaruppboða senda þannig að þeir megi kynnar sér hana áður en samtökin verði boðuð á fund bæjarráðs.
Málsmeðferðartillagan samþykkt með tveimur atkvæðum gegn einu atkvæði.
Bókun bæjarráðsfulltrúa Íbúahreyfingarinnar.
Íbúahreyfingin leggur til að Hagsmunasamtök heimilanna verði fengið á næsta bæjarráðsfund til þess að útskýra fyrir bæjarráði svar þeirra við umsögn Samanbs Ísl. Sveitarfélaga við aðgerðum Rangárþings um að stöðva uppboð eins og óskað var eftir fyrir nokkrum vikum síðan en hefur í engu verið sinnt. Íbúahreyfingin lýsir furðu sinni á vilja- ábyrgðar og áhugaleysi fulltrúa D, V og S lista á þessu málii. Það er engin ástæða til þess að draga málið enn á langinn eins og formaður gerir með tillögu sinni, enda eru umræddar upplýsingarnar aðgengilegar öllum á vef Hagsmunasamtakanna og hafa komið fram í fjölmiðlum.
Bókun bæjarráðsfulltrúa D- og áheyrnarfulltrúa V lista.
Bæjarráð var fyrst að fá upplýsingar um tillögu fulltrúa Íbúahreyfingarinnar nú á fundinum. Rétt þykir að gefa fulltrúum í bæjarráði kost á að kynna sér málið áður en ákvörðun er tekin um framhald þess. Annað er ábyrgðarleysi.
Bókun áheyrnarfulltrúa S lista.
Vísa algjörlega á bug ásökun Íbúahreyfingarinnar um ábyrgðar- og áhugaleysi S- lista í þessu máli. Í því sambandi bendi ég á tillögu sem lögð var fram af S- lista í tengslum við þetta mál um Umboðsmann bæjarbúa sem hefði m.a. þetta hlutverk. Þessi tillaga S-lista er frekar til þess fallin að gæta þess að lagalegum réttindum bæjarbúa gagnvart opinberri stjórnsýslu.
Bókun bæjarráðsfulltrúa Íbúahreyfingarinnar.
Samkvæmt 7. gr. sveitarstjórnarlaga er sveitarfélögum skylt að sinna þeim verkefnum sem þeim eru falin með lögum og vinna að sameiginlegum velferðarmálum íbúanna. Þar á meðal eru lög um félagsþjónustu sveitarfélaga en í 8. tl. 2. gr. þeirra er félagsþjónusta skilgreind þannig að hún nái m.a. yfir húsnæðismál og hefur skv. 1. gr. það markmið að tryggja fjárhagslegt og félagslegt öryggi og stuðla að velferð íbúa, sem skal m.a. gert með því að veita aðstoð til þess að íbúar geti búið sem lengst í heimahúsum, stundað atvinnu og lifað sem eðlilegustu lífi, og að grípa til aðgerða til að koma í veg fyrir félagsleg vandamál ásamt því að tryggja að þeir geti séð fyrir sér og sínum. Samkvæmt 12 gr. skal slík aðstoð og þjónusta vera til þess fallin að bæta úr vanda og koma í veg fyrir að einstaklingar og fjölskyldur komist í þá aðstöðu að geta ekki ráðið fram úr málum sínum sjálf, og er jafnframt áréttað í 46. gr. laganna að félagsmálanefndir skuli sjá til þess að veita þeim fjölskyldum og einstaklingum sem ekki eru færir um það sjálfir, úrlausn í húsnæðismálum til að leysa úr bráðum vanda á meðan unnið er að varanlegri lausn. Slíkar lausnir gætu sveitarfélögin til dæmis fjármagnað með því að fullnýta heimildir laga um tekjustofna sveitarfélaga til álagningar svo hárra fasteignagjalda sem nauðsynleg væru, á hendur fjármálafyrirtækjum sem orðið hafa eigendur íbúðarhúsnæðis í kjölfar nauðungarsölu án undangengins dómsúrskurðar eða sölu á veðhafafundi eftir gjaldþrot af völdum ólögmætra lána, eða á grundvelli óréttmætra skilmála.
Bókun bæjarráðsfulltrúa D- og áheyrnarfulltrúa V lista.
Fulltrúar D- og V lista eru ósammála þeirri túlkun sem fram kemur í bókun fulltrúa Íbúahreyfingarinnar varðandi lög um félagsþjónustu sveitarfélaga sem og að unnt sé að mismuna eigendum fasteigna með geðþóttaákvörðun um álagningu fasteignagjalda. - 12. júní 2013
Bæjarstjórn Mosfellsbæjar #606
Dagskrárliðurinn er að ósk áheyrnarfulltrúa í bæjarráði Jóns Jósefs Bjarnasonar. Fyrirspurn til Sýslumannsins í Reykjavík og svar hans er hjálagt.
Afgreiðsla 1124. fundar bæjarráðs samþykkt á 606. fundi bæjarstjórnar með sjö atkvæðum.
- 6. júní 2013
Bæjarráð Mosfellsbæjar #1124
Dagskrárliðurinn er að ósk áheyrnarfulltrúa í bæjarráði Jóns Jósefs Bjarnasonar. Fyrirspurn til Sýslumannsins í Reykjavík og svar hans er hjálagt.
Svarbréf Sýslumannsins í Reykjavík lagt fram. Jafnframt verði Innanríkisráðuneytinu sent svarbréfið og þar vakin athygli ráðuneytisins á því að umbeðnar upplýsingar væru ekki tiltækar.
- 15. maí 2013
Bæjarstjórn Mosfellsbæjar #605
Dagskrárliðurinn er að ósk áheyrnarfulltrúa í bæjarráði Jóns Jósefs Bjarnasonar.
Afgreiðsla 1120. fundar bæjarráðs samþykkt á 605. fundi bæjarstjórnar með sjö atkvæðum.
- 15. maí 2013
Bæjarstjórn Mosfellsbæjar #605
Dagskrárliðurinn er að ósk áheyrnarfulltrúa í bæjarráði Jóns Jósefs Bjarnasonar.
Afgreiðsla 1119. fundar bæjarráðs samþykkt á 605. fundi bæjarstjórnar með sjö atkvæðum.
- 8. maí 2013
Bæjarráð Mosfellsbæjar #1120
Dagskrárliðurinn er að ósk áheyrnarfulltrúa í bæjarráði Jóns Jósefs Bjarnasonar.
Samþykkt með þremur atkvæðum að óska eftir því við Innanríkisráðuneytið hvort ráðuneytið hafi fengið ábendingar um að ekki hafi verið rétt staðið að nauðungaruppboðum á fasteignum og ef svo sé hvort brugðist hafi verið við slíkum ábendingum af hálfu ráðuneytisins. Samskonar fyrirspurn verði send sýslumanninum í Reykjavík og jafnframt verði þess óskað að hann taki saman yfirlit yfir fjölda uppboða á fasteignum árin 2009 til 2012.
- 2. maí 2013
Bæjarráð Mosfellsbæjar #1119
Dagskrárliðurinn er að ósk áheyrnarfulltrúa í bæjarráði Jóns Jósefs Bjarnasonar.
Umræður fóru fram um tillögu Jóns Jósefs Bjarnasonar, en tillagan gengur út á að fulltrúi Mosfellsbæjar mæti á öll uppboð sem fram fara í Mosfellsbæ til að gæta þar að því uppboðið fari rétt fram.
Samþykkt með þremur atkvæðum að óskað verði eftir upplýsingum um fjölda uppboða í Mosfellsbæ árin 2009 til og með 2012.
Fram kom svohljóðandi tillaga frá bæjarráðsmanni Jónasi Sigurðssyni.
Legg til að skoðað verði kostir þess að stofna til embættis/starfs/stöðu umboðsmanns bæjarbúa, fyrirkomulag þess og verkefni.
Jónas Sigurðsson.Afgreiðslu tillögunnar frestað.
- 30. apríl 2013
Bæjarstjórn Mosfellsbæjar #604
Dagskrárliðurinn er að ósk áheyrnarfulltrúa í bæjarráði Jóns Jósefs Bjarnasonar sem fylgir erindinu úr hlaði á fundinum.
Afgreiðsla 1118. fundar bæjarráðs lögð fram á 604. fundi bæjarstjórnar.
- 30. apríl 2013
Bæjarstjórn Mosfellsbæjar #604
Dagskrárliðurinn er að ósk áheyrnarfulltrúa í bæjarráði Jóns Jósefs Bjarnasonar sem fylgir erindinu úr hlaði á fundinum.
Afgreiðsla 1117. fundar bæjarráðs lögð fram á 604. fundi bæjarstjórnar.
- 24. apríl 2013
Bæjarráð Mosfellsbæjar #1118
Dagskrárliðurinn er að ósk áheyrnarfulltrúa í bæjarráði Jóns Jósefs Bjarnasonar sem fylgir erindinu úr hlaði á fundinum.
Frestað.
- 18. apríl 2013
Bæjarráð Mosfellsbæjar #1117
Dagskrárliðurinn er að ósk áheyrnarfulltrúa í bæjarráði Jóns Jósefs Bjarnasonar sem fylgir erindinu úr hlaði á fundinum.
Frestað.