Mál númer 201304310
- 11. júlí 2013
Bæjarráð Mosfellsbæjar #1129
Umfjöllun um jafnréttisdag skv. starfsáætlun fjölskyldunefndar 2013.
Afgreiðsla 207. fundar fjölskyldunefndar samþykkt á 1129. fundi bæjarráðs með þremur atkvæðum.
- 25. júní 2013
Fjölskyldunefnd Mosfellsbæjar #207
Umfjöllun um jafnréttisdag skv. starfsáætlun fjölskyldunefndar 2013.
Samþykkt að sjónum verði beint að jafrétti unglinga á jafnréttisdegi Mosfellsbæjar í september n.k. Ennfremur samþykkt að auglýsa eftir tilnefningu til jafnréttisverðlauna.
- 30. apríl 2013
Bæjarstjórn Mosfellsbæjar #604
Umfjöllun um jafnréttismál skv. starfsáætlun fjölskyldunefndar 2013. Farið yfir framkvæmdaáætlun jafnréttismála.
Afgreiðsla 204. fundar fjölskyldunefndar samþykkt á 604. fundi bæjarstjórnar með sjö atkvæðum.
- 23. apríl 2013
Fjölskyldunefnd Mosfellsbæjar #204
Umfjöllun um jafnréttismál skv. starfsáætlun fjölskyldunefndar 2013. Farið yfir framkvæmdaáætlun jafnréttismála.
Sigríður Indriðadóttir mannauðsstjóri og jafnréttisfulltrúi fór yfir framkvæmdaáætlun jafnréttismála. Á fundinum var lögð áhersla á að fræðsla í jafnréttismálum fyrir starfsfólk leik- og grunnskóla væri helsta verkefni ársins. Þá var rætt um möguleika á jafnlaunavottun hjá Mosfellsbæ. Efni fyrirhugaðs jafnréttisdags verði fræðsla í jafnréttismálum fyrir starfsfólk leik- og grunnskóla og Evrópusáttmálinn. Málinu er vísað til fræðslunefndar til kynningar.