Mál númer 201304355
- 30. apríl 2013
Bæjarstjórn Mosfellsbæjar #604
.
Bæjarstjórn Mosfellsbæjar harmar þau vinnubrögð sem viðhöfð hafa verið af ríkisvaldinu um frágang samninga milli ríkisins og slökkviliðs höfuðborgarsvæðisins vegna sjúkraflutninga. Gengið var frá samningum að haldið var í byrjun þessa árs eftir um eins árs samningaþóf en enn bólar ekki á undirskrift. Hefur þetta þau áhrif nú að ekki er hægt að ganga frá samningum nú við lægstbjóðanda í nýja slökkvistöð í Mosfellsbæ sem jafnframt á að hýsa sjúkrabifreiðar eins og stóð til að gera á síðasta stjórnarfundi SHS. Það er ábyrgðarhluti af ríkisvaldinu að koma í veg fyrir afgreiðslu málsins eins og raun ber vitni og koma með því í veg fyrir nauðsynlegar framkvæmdir geti hafist í þágu öryggis íbúa höfuðborgarsvæðisins.
Bæjarstjórn Mosfellsbæjar skorar á ríkisvaldið að ganga frá þessu samkomulagi þegar í stað.
Fundargerð 121. fundar stjórnar Slökkviliðs höfuðborgarsvæðisins frá 19. apríl 2013 lögð fram á 604. fundi bæjarstjórnar.